Verði ljós - 01.04.1903, Page 14
62
VERÐI LJÓS!
En tímai'nir breytast. Heuch varð biskup í Kristjánssandi og flutt-
ist burt úr böfuðstaðnum og skömmu seinna hætti,, Luthersk Ugeskrift11
að koma út (árið 1893). Höfuðleiðtogar gömlu kristindómsstefnunn-
ar duttu úr sögunni hver eftir annan og ný kennarakynslóð rann
upp í guðtræðisdeild háskólans, kynslóð, sem ekki hafði ýmigust á
neinu nýju fyrir þá sök eina, að það er nýtt, en áleit sér skylt að
reyna og prófa alla hluti og halda þvi sem bezt er, og með þeim flytj-
ast nýjir straumar inn á háskólann, frjálslyndar skoðanir bæði á svæði
trúfræði og bibliuvísinda, og breiðast þaðan út um land. Sjálfur Krist-
ofí'er Bruun flyzt um þessar muudir (1893) til Kristjaníu og tekur þar
prestsvígslu 54 ára gamall. Bruun og Thorvald Klaveness verða
nú höfuðprestar Kristjaníu og leiðandi menn í kirkjulegum efnum. í
samoiningu taka þeir að gefa út nýtt tímarit (1894), sem þeir nefnu
„Eyrir lcirkju og siðmenningu11 (Eor Kirke og Kultur), sem síðan
hefir verið og er enn höfuðmálgagn nýju stefnunnar. Prógramm tima-
ritsins felst í titli þess: Kirkjan og siðmenningin eiga að lialdast í
hendur. Kirkjan verður að taka tillit til siðmenningarinnar og starfa
með að vexti hennar og þrifuin, annars á kirkjan á hættu að hrinda
burtfrásérbörnumnútímans. JÞað ertímaritBruuns „Eyrir frjálslyndan krist-
indóm“, sem hér er að nokkru leyti risið upp aítur. Prógrammið er að
mestu hið sama. Ein af aðalkröfum þessa tímarits er þessi: JÞað
verður að flytja mönnum kristindómiun í þeim búningi og á þann hátt,
að börn nútímans geti tileinkað sér liann og öðlast slúlning á því, að
einmitt nútíminn með sínum sérstöku áhugaefnum, verkefnum sínum og
erfiðleikum sínum, þarínast, ef til vill fromur en nokltur annar tími,
þess, sem kristindómurinn liefir á boðstólum. Kirkjan verður að tala
tungu tfmans, svo að tímans börn geti skilið hana. Allir þeir, sem
lesið hafa þetta tfmarit, vita, live trúloga það hefir fylgt fram prógrammi
sínu og hversu það hefir ávalt látið ásjást, að það „álítur ekkert manu-
legt sér óviðkomandi.11 Báðir ritstjórar þess hafa látið til sin heyra
þar, en þó er það einkum Klavenoss, sem mest hefir látið til sín taka.
Og ritgjörðir hans og kröfur til kirlrjunnar eru það, sem kornið hefir
á stað baráttu þeirri, sem vór gátum um i upphafi.
II
Á lúterskum kirkjufundi fyrir alla hina lúterslcu kirkju, sem hald-
inn var í Lundi haustið 1901 flutti Klaveness erindi um „hið trúar-
lega afskiftaleysi og kirkjuna11 (Den religiöse Indiffer-
entisme og Kirken). Eyrirlesturinn var síðan prentaður í tímariti
þeirra félaga og hefir hvervetna vakið mikla eftirtokt.
Klaveness heldur því fram í fyrirlestri þessum, að orsakanna til þess,
liversu börn nútímaus, — sérstaklega karlmennirnir, — afræki kiikj-
una og sýni öllum málum lienuar og kristindómsius yfir höfuð svo mik-