Kosningablað Sjálfstjórnar - 01.09.1916, Blaðsíða 2
Kosningablað Sjálfstjórnar
Upplýsingar
um hvort menn eru á kjörskrá, fást með því að
hringja upp skrifstofu Sjálfstjórnar.
Símar: 115, 276, 558, 596, 846.
Skrifstofa Sjálfstjórnar
er í Bárunni,
Símar: 115, 276, 558, 596, 846.
Nýr flokkur.
»Vísir« segir stórtíðindií vændum stjórnmálasögu
bæjarins. Nýr flokkur á að komast til valda í
bæjarstjórninni. í honum á að vera einn maður
og hann svo frjálslyndur. að hann hafi enga stefnu.
Gefið er í skyn, að þetta fyrirkomulag sé þegar
komið á í stjórn landsins, síðan »Vísisritstjórinn«
komst á þing. Þykjast fróðir menn hafa séð þess
merki í ritstjórn aðalblaðs flokksins. Nafn flokks
þessa mun að svo stöddu óákveðið. Hafa sumir
stungið upp á nafninu »Vísir«, en sumir »Græn-
jaxl«.
Ego.
f hafróti.
Vísir velkist nú fram og aftur í pólitiskum
öldugangi. Menn héldu að Vísir væri rammur and-
stæðingur Tímamanna, en nú gengur hann ber-
serksgang fyrir hagsmunum þess flokks, og það
svo, að hann gerist talsmaður þess að lauma Tíma-
foringjanum sjálfum, Þórði Sveinssyni, inn á Reyk-
víkinga. Blaðið vill færa Þórð úr flokkshamnum.
Segist fyrirlíta alla flokka. I sömu andránni vill
blaðið fara að stofna nýjaa flokk. Líklega bara til
að hafa fleira að fyrirlíta. Það þykir sýnt að Vísi
muni hlekkjast á í óveðrinu, ef hann þá nær
höfn.
Hver hallast mest?
Jakob Möller fyltist af vandlætingu yfir því,
hvað Jóni Magnússyni hætti til að hallast í skoð-
unum. Þetta kann nú að hafa nokkuð við styðj-
ast. En hvað má þá segja um Vísisritstjórann,
sem hefir bannsungið Tímastefnuna alt að þessu,
en syngur nú helsta Tímamanninum lof og hrós
fyrir alt ágæti hans. Jakob hallast! Látum okk-
ur sjá, hallast Jakob?
Er Jakob ekki kominn yfir um?
Flokkarígur - Stéttarígur.
Vísir greinir ekki á milli flokkarígs og stétta-
rígs. Blaðið skilur ekki að flokkur og stétt er sitt
hvað. Stéttarbræður þurfa ekki að vera í sama
flokki. Eins geta t. d. læknir og sjúklingur verið
flokksbræður, þótt þeir séu ekki sömu stéttar.
Geðveikralæknirinn og ritstjóri Vísis eru t. d.
báðir í Tímaflokknum sem stendur og þó eru þeir
ekki stéttarbræður.
Vísir er blindur síðan hann veltist inn í her-
búðir Tímans. Vonandi kemst hann þaðan fljótt,
því að »gaman verður að honum þegar hann fer
að sjá« aftur.
Vísír játar -- Vísír neitar.
Vísir játar að Þórður Sveinsson sé stofnandi
Bændaflokksins.
Vísir neitar að sami Þórður sé Tímaflokks-
maður.
Býður nokkur betur?
Langt mál og loðíð
skrifar Vísir í gær um kosninguna. Vísir er snar í
snúningunum og úrræðagóður. Þegar röksemdir
sannleikans hafa innikróað hann, grípur hann bara
lýgina tveim höndum og hyggst að ryðjast út.
Hann kemur öllum á óvart. Menn munu hafa
búist við ýmsu. En þótt þeir séu til, sem eru
»gæddir þeirri guðdómlegu gáfu, að geta látið sér
detta gott í hug«, munu þó víst allir saklausir að
því, að hafa búist við að því yrði neitað, að Þórð-
ur Sveinsson sé Tímamaður.
Getur ósvífnin gengið lengra, eða blygðunar-
leysið verið á hærra stigi en það, að nota það
traust sem einhverjir kynnu að bera til blaðsins til
að fleka þá hina sömu. Þórður Sveinsson er einn
af foringjum Tímaflokksins. Sá flokkur er harð-
snúnasti fjandmaður Reykvíkinga. Þess vegna má
enginn kjósa Þórð.
Fyrirspurn.
Hvernig á að skifta 8 ltr. af mjólk á milli 4
heilbrigðra manna og 70 veikra, svo rétt sé skift?
S V A R:
Láta þá veiku hafa til samans 4 lítra en þá
heilbrigðu hina fjóra. Það gjörir Kolskeggur.
Beykvíkingar I
sýnið í dag, að þótt
margír séu kallaðir
séu fáir
Klepptækir.
Prentsmiðjan A c t a.