Kosningablað kvenna

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Kosningablað kvenna - 23.01.1912, Qupperneq 1

Kosningablað kvenna - 23.01.1912, Qupperneq 1
Reykjavik 23. jaiiúar 1912. / Notið tækifærið! Þann 27. þ. m. gefst oss kon- um hér í bæ, kostur á aö sýna, að vér séum nokkurs ráðandi í bæjarfél. þessu. Eins og yður er kunnugt þá á að kjósa 5 nýja full- trúa í bæjarstjórnina í þetta' sinn. Vér getum ráðið miklu um hverjir skipa þessi sæti, ef vér sjálfar vilj- um — og heill þessa bæjar er auðvitað mikið undir því komin, bvaða fulltrúa bærinn fær. Hversvegna tóku nokkuv kven- félög hér í bænum sig saman, til þess að undirbúa bæjarstjórnar- kosningar þessar? Af því þau litu svo á — að konur eigi að skipa nokkur af þessum sætum. Þegar af þeirri ástæðu, að vér höfum rétt til þessara kosninga, en einnig af þeirri ástæðu, að þau líta svo á, að afskifli kvenna af mörgum málum í bæjarstjórninni getijkomið að mikl- um notum, ef oss tekst að koma aðlþeim konum, sem í kjöri eru, og sem vér vitum að bafa allan liug á því að verða þar að liði. Oss dylst ekki að nauðsynlegt er að konur bagnýti sér þann rétt sem þær þegar bafa; — annars er hætt við að þeim röddum fjölgi, er segja: Konurnar kœra sig alls ekki um aukin réttindin, það er ekki vert að ota þeim að þeim, og karl- mönnum er að líkindum ekki svo útbær rétturinn — að þeir troði honum upp á konur — á þeim sviðum sem þeir liafa bingað til ráðið lögum og lofum á. Það er þvi siðferðisleg skylda okkar sem nú erum fullþroskaðar að sýna í verkinu að vér böfum ábuga á þeim málum sem vér höfum rétt til aö skifta oKkur ar — og láta afskifti okkar æfmlega vera þannig, að vér framfylgjum þvi réttasta, sem vér þekkjum í hverju máli, þá getur ekki lijá því farið að vér verðum nýtir starfs- menn á mörgum sviðum, sem vér smám saman leggjum undirokkur. Við það ávinnum vér okkur traust þeirra sem enn þá vantreysta okkur — halda að vér konur böf- um hvorki vilja né getu til þess að hlutast til um þau mál, sem liggja fyrir utan heimilið. — Það yrði of langt mál að telja hér upp öll þau hin mörgu mál, sem bæjarstjórnrn nú fjallar um — mál sem snerta alla íbúa þessa bæjar, konur jafnt og karla, en að- eins viljum vér beuda á það — að mörg þau mál, eru þannig vaxin, að þroskaðar konur geta engu siður fjallað um þau en karlmennirnir. — Þegar af þeirri ástæðu ættu konur belst að skipa öll 5 sætin sem nú á að kjósa i. Þvi er það, að konur eiga i þetta sinn að kjósa kvenna- listann — án tillits til skoðana þeirra á öðrum málum.—Iívenna listinn er ekki og má ekki vera »pólitískurff, það ættu allar konur að skilja — sem íhuga, livað mál okkar eru komin skamt á veg. Það er því eitt atriði sem vér skulum öllu fremur brýna hver fyrir annari: Það, að nola atkvæði okkar í þetta sinn svo, að það styðji hin önnur mál voi’, sem ekki eru útkljáð. Þá er ekki hægt með sanngirni að bera okkur á brýn — að vér konur getum ekki orðið sammála í nefndum eða félögum — þess vegna sé sama á hverja sveifma vér liöllumst; fylgi okkar sé svo óábyggilegt og því einskis virði. Þessum dórni gelum vér bezt lirundið, með því að sýna einmitt nú, við þessar kosningar — að vér sé- um samtaka. Þá er okkur sigurinn vís — bæði í þessu falli’ og síðar — þegar á að útkljá þau mál, sem vér konur látum okkur íiokkru skifta. Notið því tækifærið! Konur — kjósið á laugar- daginn. Undir einu einasta atkvæði eru úrslit hinna þýðingarmestu mála oft komin; væri þá ekki leitt, að þurfa að ásaka sig um tómlæti, eða að liafa varið alkvæði sinu illa. Látum það ekki sannspyrjast — að vér konur vantreyslum hver annari. Því er svo oft borið við, að konur skorli nauðsynlega þekk- ingu á almennum málum. Kann vel að vera að svo sé. En vantar ekki karlinennina líka stundum þekkingu á þeim málum, sem þeir ekki hafa fjallað um áður? En sjaldnast er þeim fundið það til foráttu — það er búist við, að þeir geti kynt sér málin — aílað sér nauðsynlegrar þekkingar á þeim sviðum, þegar þörf krefur; — má ekki vænta hins sama af konum? — Vér megum ekki vera of heimtu- frekar liver við aðra, þegar velja á konur í einhver þau störf — sem þær áður ekki liafa fengist við — þær geta, eins og karlmennirnir, aflað sér nauðsynlegrar þekkingar— og ef þær hafa einlæga viðleitni á, að störfin leiði til góðs, þá geta þær orðið ágætir liðsmenn. Hverja slika konu er oss skylt að styðja með samhug og tiltrú. Það eyk- ur álit allrar heildarinnar og ein- staklingurinn vex við það. Látum oss styðja hver aðra til allra mála, sem miða til framfara og góðs, en varast að leggja stein í göfju hver annarar, eins og því miður svo oft er gert með lítt hngsuðum dónnim. Það þykir nauðsynlegt að vera samlaka, við livert starf, sem margir vinna að; en — þá er það ekki síður nauðsynlegt, að vera samtaka þegar á að velta af sér gömlu og þungu ohi, -4-olta lxlc.yplcl0ivittiAU.iJU — skapa nýjan skilning á aðstöðu konunnar í þjóðfélaginu. — Hvernig konum tekst þella, undir því er það komið, hvað langt eða slcamt er þar til vér leggjum undir okkur hin ónumdu lönd — þang- að sem vér eigum að sækja rétt þann, sem vér ennþá ekki liöfum. Það er því nauðsgnlegt, að allar konur þessa bæjar sýni það í verkinu næstkomandi laugardag — að hvernig sem vér annars lítuin á hin ýmsu mál, sem eru á dag- skrá þjóðarinnar — þá líturn vér þó allar einn veg á þetta mál — með þvi að fylkja okkur allai’ um lcvennalistann og koma konunum að i bæjarstjórnina. 94-8+2. Leiðbeining. Kvennalistinn hefir bókstafinn C. Hann kallast því O-listinn. Á honum eru þessar konur: 1. Frú Guðrún Lárusdóttir. 2. — Bríet Bjarnhéðinsdóttir. 3. — Ragnhiidur Pétursdóttir. 4. — Ragnheiður Bjarnadóttir. Til leiðbeiningar óvönum kjós- endum skal hér tekið fram að listinn, sem kosið verður eftir, lítur þannig út: A-listinn. B-listinn. X C-listinn. D-listiun. Þá ev O-listinn kvennalist- inn, og þeir sem kjósa hann setja kross frarnan við liann t. d. eins og hér stendur. Vonandi er að sem allra flest- ai’ konnr setji krossinn fyrir frftinan O-listann. Brýningin í Þjóðólfi. Hafið^þið lesið Þjóðólf, konur! — núna í vikunni sem leið? — Nú, þá vitið þið hvað þið eruð: — lierskarar eineygðra óvita! Þið vitið ekkert í ykkar haus, þið viljið ekkert — og þið gerið ekkert — nema það sem ykkur er kent og sagt af feðrum ykkar, bræðrum, eigin- mönnum og unnustum. — -— Og hafið þið ekki lesið greinina, þá verðið þið að ná í liana. Þið fáið ekki betri brýning núna undir kosningarnjir. Vel sé þér Þjóðólfs-manni! Þðkk fyrir lesturinn! Eitt Hergmálið. Ijvaí segja karlmennirnir nm okkur konnrnar? Þeir sögðu á síðasla þingi, að við æltum ekki skilið að fá kosn- ingarrétt af því að við værum að braska með kvennalisla, en vildum ekki vera með þeim við bæjar- stjórnarkosningarnar. — En þegar við nú tókum þessi og fleiri orð þeirra til athugunar og förum nú að bjóða þeim í allri auðmýkt samvinnu, með þeim skilyrðum, að i fnlUmítmum, com ú a3 kjósa, en við fáum aðeins að ráða hver einn sé, og að hann íái sæti á lista, þar sem likindi séu til að liann komist að, — auðvitað ekki á fyrsta sæti, — nei, nei, liamingj- an lijálpi okkur, þvílíka dirfsku látum við okkur ekki detta í hug — lieldur t. d. á 2. sæti — þá ljúka þeir allir upp einum munní um það, að það geti ekki komið til mála. Og ástæðurnar? Jú,jbar eru báðir flokkar svo prjrðilega samdóma. »Það er ekkert á kon- unum að græða. — Þar er hver höndin upp á móti annari. Það er alt annað en lijá karlmönnun- unum, sem allir koma sér saman í mesta bróðerni um mál og menn. Konurnar eru bara bevgmál frá vandamönnum sínum, segir »Þjóð- ólfur« sem ómar og endurtekur bara þeirra skoðanir. Og ekki sé að óttast samtökin hjá konum. Atkvæðin þeirra geti karlmenn alt- af fengið kosningardaginn, þvi ekki sé að óltast þennan »pilsaþyt« sem núna sé að heyra i bænum«. Konur! Eigum við að láta þetta sannast? Finnum við ekki allar að »nær er þó skinnið en skyrtan«, og þegar við sjáum að karlmenn lítilsviröa okkur og samtök okkar, er þá ekki rétt að sýna þeim, sjálfra okkar vegna, að við erum þó betri með en móti, að vér séum færar um að bindast þeim samtöknm, sem sanni karlmönnunum að þeir væru ósviknir af samvinnu við okkur, og að við bæði viljum og getum ráðið þvi, að fulltrúar okkar fái sæti í bæjarstjórn, einungis með okkar fylgi. Konur! Fylkið yður því um C-listann. Það er kvennalistinn. Sækið kjörfundinn, og hjálpið hver annari til að komast þangað. Geymið það, sem þið kunnið að eiga ógert, þangað til þið komið lieim aftur. En munið, að eftir úrslitunum á laugardaginn kemur verðum við Reykjavíkur-konur dæmdar. Starfsemi kvenna i bxjarstjórn. Til hvers á að vera að kjósa kyenfólk í bæjarstjórn, það gerir þar ekkert gagn? Svona segja margir, bæði konur karlar, en máske síður konur, því þær kunna þó vonandi betur að meta starf kvenna þar, því þær hafa, þessi 4 ár, starfað þar margt og mikið, bæjarhúum til gagns. Þær liafa komið með tillögur um, að vér fengjum nvja reglugjörð fyrir mjólkurmeðferð bæjarins, sem full þörf er á og vonandi að komi innan skamms. Þær liafa unnið það á, að opnaðir liafa verið 3 leikvellir fyrir börn hér í bænum: Austurvöllur, einn inn við Grettis- götu og einn vestur í bæ; settar þar upp rólui’ og fleira, sem liænt gæti börn frá göturikinu. Þær hafa aukið hreinlæti í barnaskóla Reykja- víkur, komið því á að hann væri þveginn daglega en ekki sópaður. Verið uppástungumenn að þvi, að þar kæmi faslur skólalæknir, sem vinnur þar ómetanlega mikið gagn. Einnig að því að bæjarstjórn legði til 700 kr. (sjö liundruð krónurj ár- lega sem varið er til matargjafa handa fátækra fólks börnum, sem sækja barnaskóla Reykjavíkur, þess nutu 140 börn síðastliðinn vetur. Þær hafa staðið og standa fyrir innkaupum, matreiðslu og útbýt- ingu á þessum mat. Og svo er sagt að þær hafi ekki gert og geri ekki neitt gagn. Eg veit að konurnar, mœðurnar liljóta að sjá og viðurkenna nytsemi og þörf alls þessa. Konur eru ómissandi með karl- monnum í Dæjarstjórn, eins og á heimilunum. — Konulaus bæjar- stjórn er eins og konnlaust heimili. Konur! Unnum þeim sannmælis og gætum að því, að enn er nóg fyrir konur til að starfa i bæjar- stjórn, og það eimnitt að ýmsu sem karlmenn koma siður auga á. Kjósið C-listann, styðjið að því að konur komist í bæjarstjórn, berið svo upp vandkvæði ykkar fyrir þeim, og þær munu gera fyrir ykkur það sem hægt er að gera. 6omul kosningasaga úr Reykjavík frá dögum karl-fólksins. Það var í tíð Árna fógeta Thor- steinssonar, er var bæjarfógeti í Reykjavík á árunum fyrir þjóðhátið- ina 1874, að settur var fundur til að kjósa einn eða fleiri bæjarfulltrúa. Kjörsljóri beið og beið, en enginn kom. Loks var Alexíus gamli pólití sendur út af örkinni til að ná í einhverja er fram bjá gengu. Og með þessu lagi tókst, í það skifti, að koma nafni á bæjarfull- trúakosningar hér í Reykjavík. x+u „6xtii yíar jyrir falsspámönnum". Eins og konur vita, þá hafa sjö kvenfélög staðið fyrir að setja upp kvennalista, eftir það, að árangurs- laust liafði verið leitað af vorri liálfu eftir því við pólitisku flokk- ana, sem nú ætluð|u að gera kosn- ingarnar pólitiskar, hvort þeir vildu taka utanílokkskonu á lista sína. En þeir vildu hvorugir sinna því, og með því neyddu þeir oss kon- ur til að setja sjálfar upp lista. Ef til vill var það mesta happ fyrir oss, því það er nokkurskonar lið- könnun fyrir oss. Það setur oss tvo kosli: annaðlivort að vera at- kvæðasmalar karlmannanna við kosningarnar, sem ekkert viljum annað en þeir, eða vera sjálfstæðir kjósendur, sem viljum ráða atkvæð- um vorum og bera ábyrgð á gerð- um vorum. Og þá er fyrst að rannsaka oss sjálfar: Höfum vér nóga alvöru, ábyrgðarlilfinningu og þrek til að standa sjálfar fyrir kosningu full- trúa vorra, og koma þeim að með sæmd og sigri? Því aíla höfum vér til þess. Nóg er kjósendatala kvenna hér í bæ til að koma að minsta kosti þremur fulltrúum að. Vér liöfum fyrir satt, að almenn- ur vilji kvenna sé nú að sýna, að þær séu engir leiksoppar, ósjálf- stæðar brúður eða atkvæðasmalar annara. Þeir sem brugðið hafa oss konum um slíkt munu finna, að svo er ekki, og að þeir liafa oss ekki í vösum sínum. En vel verð- um vér að gæta þess, að engin sundrung komist í lið vort. Láta engin hrögð eða undirferli glepja oss sjónir. Síðustu dagana er vant að gera mikið að því, að ginna menn til að ganga frá öllum skyld- um við lista sína. Og vér konur höfum skyldu við kvennalistann. Þótt ekki væri fulltrúaefnannavegna, þá vor vegna sjálfra. Til að vinna oss það traust og álit, sem fylgdi því, ef vér nú stæðum sem ein fylking, sem engar fortölur gætu sundrað, í kringum kvennalistann. Ef vér sýndum, að enginn flokkur karlmannanna liefði staðið svo ein- huga, sem vér konurnar. Þá mundi sagt á eftir, eins og árið 1908, þeg- ar vér komum 4 konum að, öllum vorum lista, þótt 10 af 17 — sautján karlmannalistum yrðu ónýtir, að konurnai- pojiiisK- an þroska við kosningarnar. Það sögðu öll blöðin þá. Láturn þau geta sagt það enn. Sýnum að oss hefir ekki farið aftur. Og gætum vor alvarlega fyrir for- tölum annara, jafnvel þótt það væru vinir og vandamenn, sem vildu telja oss á, að yfirgefa kvennalistann. Og þólt það kynnu jafnvel að vera konur, sem af einhverjum ástæð- um kynnu að vilja eyðileggja sam- heldni og félagsskap vorn, — þá látum það ekki liafa áhrif á oss. Höldum stefnu vorri. Enginn þarf að skýra frá, hvernig hann ætlar að kjósa, svo af því getur ekkert ósamlyndi sprottið, eí menn geta sjálfir þagað. Munum að eindrægni og samheldni gerir menn ósigrandi. Ú rslitasyar má það kallast, hvernig vér sker- um úr kosningunum á laugardag- inn kemur. Að minsta kosti munu allir sem mótstæðir eru jafnrélti kvenna við karlmenn taka það svo. Ef vér konur fylkjum oss nú sam- an um þann lista, sem kvenfélögin liafa sett upp, og á þann hátt sýn- um að vér skiljum og viðurkenn- um að eins og pólitísku flokkarnir álíta það skyldu sína og sæmd sína við liggja, að koma sem flest- um að á sinum listum og fá sem flesla kjósendur til að íylkja sér um þá, eins álítum vér að vér höf- um ábyrgð á því að listi vor kvenna verði komið heiðarlega fram. Það ber skýrastan vott um ábyrgðartilfinningu vora, drengskap og samheldni. Vér trúum þvi að ef konur fara yfirleilt að vinna með karlmönnunum í opinberum mál- urn, þá komist þar meiri heiðar- leiki að við kosningar og aðra meðferð mála, af því vér séum í þeim efnum samvizkusamari. Sýn- um að svo er. Vér vitum að augu allra landsmanna gæta nú að hvernig vér reynumst við þessar kosningar. Vér vitum að allar

x

Kosningablað kvenna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kosningablað kvenna
https://timarit.is/publication/506

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.