Kjósandi - 30.01.1918, Blaðsíða 2

Kjósandi - 30.01.1918, Blaðsíða 2
2 KJÓSANDI lista — nokkur maður, sem kann til timbursmíðis eða steinsmíðis. Og er hjer áþreifanleg sönnun þess, að ekki hefur verið hugsað um nauðsyn bæjarljelags- ins við kosningar nú um sinn, heldur settir saman listar með allt annað fyrir augunum. — Hjer er bætt úr mjög brýnni þörf. Hann býður fram þann manniqn, sem er öllum bæjarmönnum kunnugri um brunamál bæjarins, og verður því ekki neitað með rjettu, að bæjarstjórninni er mjög áríðandi að hafa mann með þekk- ingu á þeim málum, sem nú gerast æ alvarlegri með degi hverjum. Hann býður fram mann, sem er flest- um, ef ekki öllum, bæjarmönnum kunn- ugri um lund bæjarins og hefur lengi haft vörzlu við eina helztu tekjulind bæjarins. Mann, sem auk þess hefur löngu fyrr setið í bæjarstjórn, þegar hjer var ekki kosið með klikufylgi, heldur jafnan hinir hæfustu menn. Gæti þessi maður verið mjög til leiðbeiningar hinni »nýmóðins« bæjarstjórn. Hann býður fram þann mann, sem er öllum mönnum hjer á landi fröðari um íshúsgerð og alt sem hjer að lýtur, enda á bæjarfjelagið honum afarmikið upp að unna, þar sem hann var frumjkvöðull hins fyrsta ishúss hjer, sem hefur orðið bæ þessum til ómetanlegs gagns, Væru hjer kösnir heiðursborgarar, ætti hann tvímælalaust að vera í þeirra tölu, en þar sem slíkt er ekki venja, mætti votta honum þakkir og traust með þvi að kjósa hann í bæjarstjórn, enda eru ís- húsmál meðal mestu nauðsynjamála bæjarfjelagsins. Á þessum lista er engum ofaukið, það væri áreiðanlega bæjarfjelaginu fyrir beztu að aðrir listar væru teknir aftur. AUir þessir menn eru ýmist fæddir Reyk- víkingar, eða hafa dvalið hjer langvist- um og eru þaulkunnugir og kunnir öll- um bæjarbúum. Áskornn. Kjósið C-listann, allir menn og konur þessa bæjarfjelags, sem berið heill þess og heiður fyrir brjósti! ískyggilegt ástand. Þeir fáu menn, sem hafa gengið með opin augun á siðustu timum, hafa orðið að sjá það sjer til mikillar hryggðar og ótta, að spillingin í »pólitísku« lifi þjóð- arinnar fer hraðvaxandi með degi hverj- um. Allt er að fyllast af klíkum, eigin- hagsmunaflokkum, samsærismönnum gegn allri rjettvísi. Kosningar fara fram til alþingis, bæjarstjórna og annnara þýð- ingarmikilla starfa, meir og meir lausar við að nokkuð sé athugað eða tekið til- lit til hverjir menn eru hæfastir til að leysa starfið vel af hendi til almennings- heilla og með rjettvisi, meir og meir með það eitt fyrir augunum að hinn kosni geti hrifsað undir sína klíku for- ræði og íjármuni af almennings eign. — Rjettvísin er að biða algjörðan ósigur fyrir ofstopanum og hinni taumlausu og takmarkalausu eigingirni. Þeir sem hlustað hafa á bæjarstjórnar- fundi hjer, hafa heyrt hvernig einstakir menn liafa verið ýmist með eða móti sömu málunum eftir þvi hvernig þau i það og það sinnið sneru við þeirra eigin hagsmunum. Atumeinið mikla er komið hjer inn; fólkið verður að opna augun, meinið má ekki vaxa og þróast, það verður að skerast burtu eftir þvi sem tíminn leyfir. Heill bæjarfjelagsins er koniin hjer undir. Ef ekki er að gjört í tíma, má vel svo fara að bær þessi verði beinlinis lagður í eyði fyrir óstjórn. Flokkadrætt.ir. Ýmsir menn líta svo á, að lífsnauðsyn sje vegna allra málefna, að menn skift- ist í flokka. Það er að vísu svo að nauð- syn er á að mál sjeu ekki athuguð ein- hliða, en vjer höfum haft sorglega reynslu af þvi að flokkadrættir eru til niður- dreps og eyðileggíngar. Menn verða æstir og hætta að hugsa málin, heldur halda dauðahaldi i það sem flokkurinn Jiefir einu sinni komið sjer saman um, vilja engar röksemdir heyra gegn því — berja þar höfðinu við steininn — og endirinn verðúr persónulegar skammir og níð og — hatur. Allir sjá hversu þetta er óheilbrigt og skaðlegt, sem um það vilja hugsa. Jón Sigurðsson leit jafnan á báðar hliðar mála. Svo gera skynsamir menn. Slíka menn þarf bæjarstjórnin, en flokks- blindingar og æsingamenn væri betur að sætu heima. Konur styðja C-listann. Fjöldi af beztu konum þessa bæjar hefur tjáð sig mjög fylgjandi þessum lista og eru meðal meðmælenda hans þær Ekkjufrú Margrjet Magnúsdótlir (fædd Ólsen). Forstöðukona Hólmjrlður Gisladóttir. Frú Kristin Meinholt. Frú Sigríður Benediktsdóttir. Frú Guðrún Pjetursdóttir. Bendir þetta með fleiru til þess að framtíð íslands er betur borgið er konur hafa náð kosningarjetti. Þær hafa yfir- leitt meiri hug á að verða til almenn- ingsheilla, en karlmennirnir, og vinna síður að eiginhagsmuna »pólitík«. Vjer höfum áður þekt starfsemi þeirra við fjársöfnun til Háskólasjóðs, Lands- spítalasjóð o. fl. Slík fjársötnun hefur reynst karlmönnum ofvaxin þótt yfirleitt hafi þeir miklu meiri fjárráð en þær. V Því er engin kona á listanum t Það er sjálfsögð spurning allra sem ekki þekkja til um samningu listans. Það var mjög reynt að fá konu til þess að gefa kost á sér, en því miður reyndist það ekki hægt að þessu sinni, — Eins og kunnugt er eru þær ekki skyldar að lögum að taka á móti kosn- ingu. Við vonum að betur takist við næstu kosningar. Spurntng. Hver kjósandi ætti að spyrja sjálfan sig áður en hann kýs: Ilvað haja þessir menn að gera í bæj- arstjórn 9 Ekkert vit getur verið í því að kjósa þann lista, sem á eru menn, sem ekkert gagn geta gert í bæjarstjórn, ef til vill einungis ógagn. Allir þeir sem standa á X C-lista geta gert mikið gagn í bæjar- stjórn vorri. Aðfevðin. Þess hefur orðið vart, að flokkur manna hefur gengið hjer um bæinn til þess að smala atkvæðum undir vissan lista og fá menn til þess að lofa því hátíðlega að greiða honum atkvæði. — Ekki hefur þess heyrst getið, að reynt væri að sannfæra menn um að hlutað- eigandi lista-menn hefðu nokkra hæfi- leika til þess að ráða vel fram úr bæj- armálum, heldur er reynt með útúrdúr- um að leiða menn af rjettri leið með þvi að vekja upp grýlur og koma að æsingum og þar á auðvitað silt við hvern, sem við er lulað. Tækifæri fæsf eflaust síðar lil þess að athuga þessar atkvæðaveiðar nánar. Menn eru strykaðir út af kjörskrá mörgum hundruðum saman og því borið við að þeir væru ekki búnir að greiða útsvar sitt og allskonar aðrar lögleysur eru í . frammi hafðar. Mun þetta auka fylgi þeirra er þessu ráða. „Kjósandi^ kemur út við tækifæri. Útgefandi: Fjelag í Reykjavík.

x

Kjósandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjósandi
https://timarit.is/publication/507

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.