Nýjar kvöldvökur - 01.07.1911, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1911, Blaðsíða 20
164 NÝJAR KVÖLDVÖKUR þeirra, grafið sig innundir vígin og drepið nokkra þeirra, og særl inarga. Mest var þetta uppþot því að kenna, að foringi þeirra var uppstökkur, og kunni ekki að fara með völd sín. Svo var mál með vexti, að Aztekar voru vanir að halda yfirguði sínum stórhátíð í maí- mánuði á ári hverju, og söfnuðust þá helztu höfðingjar ríkisins til borgarinnar. Hátíð þessi var haldin í musterisgarðinum skamt frá heim- ilisfangi Spánverja. Höfðingjar rikisins báðu Spánverja leyfis að rnega halda hátíð þessa, og að keisarinn, Montezúma, mætti vera með. Foringinn þvertók að Montezúma mætti vera með, enda hafði. Kortes lagt svo fyrir hann, en hitt leyfði hann, þó því aðeins, að engin mannblót færi þar fram. Nálægt 600 göfug- ustu Azteka komu svo saman í hofgarðinum á ákveðnum degi, og glóðu þeir allir í skarti, gulli og gimsteinúm. Foringinn og Spánverjarn- ir voru við og horfðu á, og voru allir með vopnum. Aztekar hófu þegar æðisgengna dansa og söngva. Veittu Spánverjar þeim þá atgöngu með vopnum, hjuggu þá alla niður vægðar- laust, og slapp enginn út með lifi. Flóði all- ur garðurinn í blóði. Svo gengu Spánverjar að og flettu líkin öllu skarti þeirra, svo þau lágu nakin eftir í valnum. Rar var drepinn niður blóminn af aðli Azteka, og mátti heita að grátur og ghístran tanna væri nú í hverju húsi borgarinnar. Alvaradó — svo hét foring- inn — reyndi að fóðra þetta níðingsverk með því, að hann hafði heyrt ávæning af þvf, að samsæri væri í undirbúningi meðal höfðingja Azteka til þess að drepa alla Spánverja. Hefði hann þvf gripið til sömu úrræðanna sem Kort- es í Cholúla. En það sást brátt á, að hér var öðru máli að gegna. Fregnin um þetta hryðjuverk flaug eins og eldur í sinu um alla borgina, og ætluðu lands- menn fyrst ekki að trúa slíkri varmensku. Reir sáu nú, að komumenn þessir voru alt annað en miídir þjóðarguðir, og fyltust þeir þegar óslökkvandi hatri og andstygð á Spánverjum, sem von var. Hugðu þeir þegar til hefnda, gripu til vopna og. greiddu atlögu að Spán- verjum nfesta morgun í dögun. Voru þeir þá jafnreiðir keisara sínum, af því að hann hafði lúðrað fyrir Spánverjum, og Spánverjum sjálf- um. Kortes hafði komið heim um nóttina, og var hann nú umsetinn þar með liði sínu, og gat ekki við neitt ráðið. Hann gerði alt sitt til þess að reyna að stilla til friðar, en gat ekkert við ráðið. Hann Ieiddi keisarann fram á þakbrúnina á húsi sínu til þess að reyna að sefa lýðinn; keisarinn reyndi aðtalatil lýðsins; en honum var tekið með ópum og óhljóðum, grjótkasti og svo þéttri örfadrífu, að hann særðist tilólífisog dó nokkrum dögum seinna af sárum. Hætta sú, sem Kortes var í, fór nú vax- andi með degi hverjum. Hann sá það vel, að hann mundi ekki hafa liðsafla á móti Aztek- um, og réð því af. að hafa sig burt úr borg- inni. Hann lagði af stað aðfaranótt 2. júlí 1520, og var þeð hættuför hin mesta, sem von var. Aztekar höfðu sett varnarlið á alla vegi, sem lágu frá borginni, og ónýtt allar brýr til lands. Sló þar í hinn grimmasta bar- daga, og þótti þar Ijót sjón yfir að líta, er birta tók um morguninn. Héldu líkin hinna rauðu og hvítu manna stundum saman þeim heljartökum, að þau urðu varla skilin að. Jörðin dundi undir stórum fylkingum hermanna, er streymdu að úr öllum áttum, og blikaði hvervetna á spjót óg hjálma, en vötnin mor- uðu í bátum, fullum af hermönnum, er streymdu að úr öllum áttum. En út slapp Kortes í dagrenninguna eftir ógurlegan mannskaða, en ránsfé þeirra Spánverja varð mestalt eftir eða fór í vatnið. Pegar Kortes var sloppinn út, kannaði hann lið sitt; vantaði hann 450 Spán- verja, og 4000 hjálparliðs. Hafði flest fallið, en sumt varð handtekið, og var því síðan fórnað guðum Azteka með ofboðslegri grimd: ristir á hol og slitið úr þeim hjartað lifandi. En þó að svona væri komið, var Kortes ekki ráðalaus; sást nú best hvað í manninn var spunnið. Hann bar allar þrautir og þjáningar jafnt liðsmönnum sínum, og fengu þeir fyrir það óbilandi trú á honum í nauðum þeim er I vændum voru.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.