Nýjar kvöldvökur - 01.03.1912, Blaðsíða 1

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1912, Blaðsíða 1
HYPATIA. Eftir Charles Kingsley. FIMTI KAPÍTULI. Einn dagur í Alexandríu. Meðan þetta gerðist, hafði Fílammon þok- ast ofan eftir Níi með Gotunum, gistivinum sínum. Peir höfðu farið fram hjá margri fornri borg, sem nú var ekki orðin nema að litlu þorpi, og mörgum skurðamynnum, sem höfðu sigið saman og orðið ónýtir ásamt ökrum, sem þeir vökvuðu, undir skattakúgun og óstjórn Rómverja þar í landi. Að síðustu náðu þeir eitt kvöld að kvíslarmynni því, er Iá niður til Alexandríu. Peir voru alla nóttina að róa yfir Mareotisvatnið, og náðu í dögun næsta morg- un út í hina stærstu höfn þeirrar tíðar, og úði þar alt og grúði af skipum og fólki á hafnar- stéttunum. Par var ótölulegur manngrúi saman kominn, og talaði sitt málið hver, eins og tung- ur voru talaðar um alt Miðjarðarhaf. Par voru fjallháir hlaðar af vörum og haugar af hveiti, sem lágu undir beru lofti, því að ekki var að óttast veðrabrigðin eða rigningarnar, og stór- eflis kornskip, sem voru tilbúin að sigla í haf til Róms, og voru eins og hallir á sundi. Pessi sjón fékk svo mikið á Fílammon, að hann var á því, að það væri tæpast rétt að fyrirlíta heim- inn. Par voru stórir haugar af aldinum, sem markaðarmenn höfðu hlaðið upp, og stóðu hjá þeim hópar af gljáandi svertingjum út á hafn- arstéttunum, og voru þeir að svipast eftir kaup- endum. Pað var auðséð, að þeir kunnu vel við sig þarna í borginni,. því að þeir voru þrælar utan úr sveit. Fílammon leit af þessum hé- góma, en hvert sem hann leit augunum, sá hann einhvern hégóma og annað ekki. Honum mikluðust allar þessar nýjungar, hálfærðist af N. Kv. VI. 3. suðunni og hávaðanum í kring, og kom sér ekki almennilega fyrir með að leggja á flótta frá féiögum sínum, en var þó í þann veginn að gera það. »Pú þarna,« grenjaði Smiður, þegar hann var að klifrast upp riðið á hafnarkambinum, »þú ætlar þó vænti eg ekki að strjúka svo, að þú kveðjir okkur ekki?« »Vertu hjá mér, drengur minn,« sagði Úifur gamli, »eg hef borgið lífi þínu, og þú ert mín eign.« Fílammon horfði hikandi kringum sig, »Eg er munkur og guðs eign,« sagði hann. »Pað getur þú alstaðar verið. Eg cla að gera úr þér hermatin.« »Míu vopn eru föstur og bænir,« svaraði veslings Fílammon, og var þó farinn að finna, að hann þurfti miklu fremur veraldlegu vopn- anna við í Alexandríu. »Lof mér að fara, eg er ekki skapaður til að lifa ykkar lífi. Eg þakka ykkur. Guð blessi ykkur. Eg skal biðja guð fyrir ykkur — en lofið mér að fara.« »Fjandinn hafi hann, geitina þá arna,« æptu þá einar tólf raddir, »Pví máttum við ekki drepa hann, þegar við ætluðúm að gera það, Úlfur höfðingi vor? Eins og nokkrum manni detti í hug að munkur þakki almennilega fyrir sig.« »Nei, hann skal ekki sleppa með svo hægu móti,« æpti Smiður og kastaði þegar öxi og miðaði á höfuð Fílammons. Hann hafði aðeins tíma til að snarast undan högginu, og öxin lenti í steinveggnum að baki honum og datt svo niður.« »Vel s!oppið,« sagði Úlfur hóglátlega, en hásetar og markaðarkonur æptu hátt við, en tollembættismenn og löggæzlumenn og aðrir úr

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.