Nýjar kvöldvökur - 01.07.1912, Blaðsíða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1912, Blaðsíða 4
148 NYJAR KVÖLDVÖKUR. eins og mann, sem mér litist vel á, þar sem þú ert ekki neitt, og hefur líklega aldrei verið neitt. Brana, hvaða rélt hafðir þú til að láta í Ijósi sorg þína yfir honum, án þess að færa ástæður fyrir því, eins og Hypatia hefði gert? Fyrirgefið mér, herra góður, hvort sem þú ert nú lifandi eða dauður — en þessa hálsfesti get eg ómögulega látið kyrra á hálsinum á þér, til þess að hrævargarnir steli henni ekki af þér.« Rafael beygði sig niður og leysti þíðlega digra gullfesti af hálsi henum. »Eg ætla ekki að eiga hana sjálfur — það segi eg þér satt. Sú fegursta á að hljóta hana eihs og gullepli Glæpskunnar. Komdu, Brana.‘ Hann batt gimsteinameninu um háls tíkinni en hún stökk frá gjammandi, eins og hún þættist meiri en áður, og stefndi til baka til Ostia, eins og það væri sjálfsagt að halda aftur sömu leið. Rafael fór á eftir, en gætti þess ekki, í hvaða átt hann fór. Hann hélt áfram heimspekisrugli sínu um mannlífið og hégómleika þess, og komst að síðustu á þá niðurstöðu, að flærnar í skyrtunni sinni væru miklu betur settar en hann og skynsamari. Pær höfðu tekið sér þar heitna, en hann væri á vergangi og ætti hvergi heima. Hann leit yfir herjaða auðnina og mælti: »Hvar eru nú öll hofin og hallirnar og sumarhallirnar? Flóa- bitin hverfa aftur eftir litla stund og eins er með þær. Hvað eru þær annað en upphlaup, sem við, mannflærnar, gerum á hörundi jarð- arinnar? Ja — gerum? Við getum bara gefið tilefni til þeirra eins og flærnar til flóabitanna. Hvað eru öll mannanna verk annað en kláða- kaun á hörundi jarðarinnar — og hvað erum við annað en stórar flugur, sem skríðum á loðnunni á henni, sem við köllúm tré og skóga? Og ef við segjum, að flærnar séu ekki eins göfugar og við, af því að þær séu snýkjudýr á okkur, þá erum við ekki heldur eins göfugir og jörðin, af þvi að við erum snýkjudýr á henni...............Mér finst það líka ósköp sennilegt............Og hvað eru jarðskjálftar, vatnsflóð og drepsóttir annað en það, að jörðin, þetta gamla dýr, er að klóra sér þegar mannflærnar, hallirnar og borgirn- ar láta heldur mikið á sér bera.« Nú kom bugða á veginn, hrökk hann þá upp af eintali sínu við óp, svo hvelt og skerandi eins og það kæmi frá kvenmanni. Hann leit upp og sá rétt hjá sér rjúkandi rúst ir af bóndabýli og tvo stigamenn, sem hröktu stúlku á undan sér. Stúlkan hafði hendur bundn- ar á bak aftur, og horfði hún raunalega aftur til rústanna, en gat ekki losað sig frá þorp- urunum, sem höfðu vald á henni, og snúið þangað aftur. iRetta er óhafandi aðferð af flónum — er ekki svo, Brana? En því segi eg þetta? Pví ætli það væri ekki betra fyrir stúlkuna, að hún hefði jafnaðargeð til þess að taka öllu vel? Hvað verður nú um hana? — Verður seld á þrælatorginu í Rómi. Og þó það sé nú reynd- ar leiðinlegt fyrir hana að standa þar hálfnak- in og.láta lysthafendur þukla sig og skoða, hvort hún sé gott kaup, þá fær hún þó góð kjör á eftir og ef til vill góða æfi, betri en níutíu og níu af systurflóm hennar — þangað til hún verður orðin gömul — og það verður hún hvort sem er. Og ef hún getur ekki smjaðrað sér út frelsi hjá húsbónda sínum og safnað sér dálitlu fé í tilbót —þá er það henni að kenna. — Er ekki svo, Brana?« En Brana var ekki á því. Hún hallaði á og horfði um stund á þorparana, en stökk svo á annan þeirra, eins og víghunda er sið- ur, og slengdi honum flötum. »Þetta er það siðferðilega og fagra, eins og nú stendur á, eftir Alexandríumáli. Jæja, eg hlýði. Pú ert að minsta kostr kennari, sem lætur betur til þín taka en Hypatia. Guð gefi að það sé ekki fleira í rústunum af þessu illþýði.« Svo stökk hann á hinn þrælinn, rak hann í gegn nieð hnífnum og sneri sér síðan að hinum, sem Brana hélt niðri. »Vægð, vægð,« veinaði mannskömmin, »lifa, bara lifa.« »Spölkorn héðan bað mig maður fyrir

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.