Nýjar kvöldvökur - 01.07.1912, Page 14

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1912, Page 14
158 NYJAR KV0LDVÖKUR. »Eg skal koma,» svaraði husfreyja neðan úr eldhúsinu. Hún var eins og flest, kvenfólk for- vitin og lét því ekki lengi bíða eftir sér. Þegar hún kom inn í stofuna og sá Hope með bréf í hendinni sagði hún: »Svo þér hafið fengið bréf, góða mín, það er kannske frá einhverjum móðurfrænda yðar, sem býður yður til sín?« »Nei, nei, hér er alt annað um að vera, það er nokkuð sem þér aldrei munduð geta gizkað á hvað er,« sagði Hope og augu hennar tindr- uðu gletnisiega. »Já, það er víst satt, eg er síður en svo getspök, eg sé þó að það eru góð tíðindi, sem yður hafa borizt, fyrst þau hafa frískað yður svona og glatt.« »Já, eg vona þau geti kallazt góð, og eg vil eigi draga yður á þeim. Eg á að fara að gifta mig. Hvernig lízt yður á það?« »Nei, nú hef eg aldrei heyrt annað eins. Nei^þér eruð að gera að gamni yðar, Hope James, til þess að reyna trúgirni mína. Eða hver svo sem skyldi — — * »Aræða að giftast mér,« bætti Hope við, þegar hún heyrði að húsfreyja rak í vörðurn- ar vandræðalega. »F*að var þetta, sem yður datt í hug að segja, eg sé það á yður. En þér farið vilt í því, frú Brooks, ef þér haldið að enginn vilji mig, því það er þó æfinlega einn sem vill fá mig, og hann hefur einmitt núna skrifað mér og spurt um, hvort eg vildi verða konan sín.« »Þér getið sannariega gert menn hissa, ung- frú,« sagði húsfreyja, sem var að sálastúrfor- vitni. »En hver er hann þá þessi — ?« »Það er Anderson læknir,» skaut Hope inn í með glaðværð. »Já, mig grunaði, að þér munduð verða alveg forviða,* bætti hún við og hló ánægjulega. »En þetta er nú samt satt, læknirinn hefur skrifað mér og spurt mig, hvort eg vildi giftast sér.« »Nú gengur fram af mér, þetta átti eg sízt von á að heyra. Þetta er það kynlegasta, sem eg hefi heyrt langa lengi.« »Mér fanst þetta líka kynlegt fyrst í stað, en nú þykir mér þetta ekki svo óeðlilegt,« sagði Hope í barnslegri einfeldni. »Já en,« sagði húsfreyja stamandi, »læknir- inn þekkir yður 5ama sem ekki neitt, og hann virðist eigi hafa felt ástarhug til yðar, eða gef- ið neitt slíkt í skyn þessi fáu skipti, sem hann hefur komið hingað.« »Að vísu ekki, en hann skrifar að þetta verði bezt fyrir mig, og eg trúi honum líka til þess, eða heldurðu það ekki líka?« Frú Brooks horfði mjög alvarlega á þessa ungu stúlku, og var í vandræðum, hvernig hún ætti að orða svar sitt. »Jæja, góða mín,« sagði húsfreyja vand- ræðalega og dró eftir sér orðin, »þetta er ef til vill það réttasta, en — —« »En — hvað er það sem þér eigið við?« »Já, verið nú stiltar — það sem eg ætlaði að segja var það, að ef þér hefðuð verið dóttir mín, þá hefði eg viljað vita, hvort yður hefði þótt innilega vænt um þennan mann, sem þér ætlið að giftast, og eins það, hvort honum sömuleiðis þykir vænt um yður? Sé þetta ekki, væri það mikil áhætta fyrir yður. Mér finst það líkast því sem þér þá ætluðuð að klifra yfir múrvegg í svarta myrkri, og vissuð ekkert hvað tæki við hinumegin, hvort heldur grafir eða grænar grundir. Eða finst yður þetta ekki sjálfri, ungfrú Hope?« »Nei, það finst mér ekki,« sagði ungfrúin og horfði undrandi á húsfreyju. »Eg veit að það eru engar grafir hinumegin við múrinn, heldur góður og vingjarnlegur maður, sem vill veita mér gott og friðsamt heimili, það hefir hann skrifað hérna,« sagði hún og rétti húsfreyju bréfið, »eg er viss um að mér mun með tímanum þykja vænt um Anderson lækni, mér stóð að vísu beygur að honum fyrst, en það var af því hvað hann var alvarlegur og vel búinn, en eg er viss um að mér fer að geðjast vel að honum.« »Það vil eg líka vona yðar vegna,« sagði húsfreyja, »en þetta kemur svo óvænt, eða finnst yður það ekki?« »Hann segist hafa mikið hugsað um

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.