Nýjar kvöldvökur - 01.07.1912, Síða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1912, Síða 18
162 NÝJAR KV0LDVÖKUR. konunnai', og fann því til sárrar meðaumkunar með þessari vesalings, óreyndu unglingsstúlkn, sem var glöð og ánægð yfir að giftast manni, sem enga ást bar til hennar, og einungis gekk að eiga hana til þess að geta, samkvæmt lof- orði, séð henni farborða, glöð af því hún hvorki mundi þekkja sjálfa sig né veröldina. Hún gleymdi gætni sinni og eigin sorg, og sú eina hugsun greip hana að reyna að koma í veg fyrir þetta, sem mundi leiða afséreymd og sorg, og mælti: »Herra læknir, athugið grandgæfilega, hvað það er, sem þér ætlið að gera. Eg veit, að eg hefi ekki vald til þess að tala þannig við yður, en eg hefi ávalt skoðað yður sem vin, og eg get ekki þegjandi látið það viðgangast, að maður, sem mér er ant um, geri glappaskot, án þess að vara hann við.« »Glappaskot?« tók læknirinn upp eftir henni. »Já, það er sannfæring mín, að þér ætlið að gera það; hugsið bara um aldursmuninn, um uppeldi yðar og skoðun á lífinu í saman- burði við uppeldi hennar, og fleira sem erfitt mundi að samrýma, eða eruð þér vissir um að geta gert hana hamingjusama?« 1 »Já, það hugsa eg að eg geti, enda er það hennar végna að eg ræðst í þetta. Eg hafði hugsað mikið um þetta áður en eg ákvarðaði mig. En nú er þetta afgert milli mín og stúlk- unnar, svo því verður varla breytt. En eg full- vissa yður um, Grace systir, að eg skal vera góður og vingjarnlegur við Hope og skal gera alt sem eg get til þess að hún verði hamingju- söm,« og læknirinn brosti hughreystandi til hjúkrunarkonunnar, sem virtist mjög áhyggjufull. »Eg /eit að þér hafið hinn bezta vilja til þess að reyna að stuðla að því, að alt fari vel.« sagði hún án þess að endurgjalda bros hans. »En samt sem áður er þetta mikil áhætta, hún er svo ung og svo óþroskuð.* »Eg hugsaði, að ef eg giftist henni nú, þá mundi eg geta leiðbeint henni og vanið hana, svo hún yrði með tímanum kona eftir mínu skapi.« Það brá fyrir glettnisglampa í augum hjúkr- unarkonunnar, og dauflegt bros Iék um varir hennar um leið og hún sagði: »Ó, þér ætlið að gera hana að fyrirmyndarkonu, þér eruð ekki sá fyrsti og verðið líklega ekki sá síðasti sem hefir hugsað sér að ala upp konu sína, en hefir mishepnast það, og orðið svo fyrir vonbrigðum.* ,»Nei, þetta skal ekki rætast, og eg mun naumast verða fyrir vonbrigðum,« sagði læknir- inn og brosti aftur. »En það er ekki uppörf- andi að tala við yður núna, systir Grace, og þó kom eg einmitt til yðar í þeim erindum, að fá hjálp og upphvatning. Héðan af get eg ekki hætt við þetta, þótt þér hefðuð sann- fært mig um, að eg hefði gert glappaskot, — en það hafið þér nú raunar ekki gert — eg er einþykkur maður, eins og þér ef til vill vitið, og fyrst eg á annað borð hefi ákveðið að gift- ast stúlkunni, hætti eg ekki við það, hvað sem ágengur, heldur reyni að stuðla að því, að hjónabandið fari sem bezt að auðið er. Og eg vona að þér komist að raun um, að spádóm- ar yðar rætast ekki.« »Eg vildi svo gjarnan að von yðar rættist,« sagði hjúkrunarkonan blíð í máli. Og þar sem hún sá að árangurslaust var að vara hann við hættunni, bætti hún við brosandi: »Jæja, eg vil vona að þettá fari alt vel og eg óska bæði yður og henni af heilum hug til hamingju. En hvað var það svo sem þér ætluðuð að biðja mig að gera?« Læknirinn skýrði henni nú frá því, að hann hefði í hyggju að gifta sig hið allra fyrsta, en konuefnið vantaði sæmilegan fatnað og fleira og hatin vildi biðja hana að vera henni hjálplega að útvega sér þetta. Að síðustu sagði hann: »Ef að þér vilduð verða vinkona hennar og leiðbeina henni við og við, mundi henni verða ákaflega mikil stoð í því.« »Eg skal gera alt sem eg get til að að- stoða hana. En látið það ekki koina flatt upp á yður, herra læknir, þótt ungfrúin vilji ekki að eg verði sér til aðstoðar. Ungar stúlkur eru oft sérlunda og dutlungasamar gagnvart

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.