Nýjar kvöldvökur - 01.07.1912, Síða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1912, Síða 19
I LOFORÐIÐ. 163 öðrum stúlkum, sem vilja skifta sér af þeirra högum, og ekki sízt þegar þær eru í þann veg- inn að gifta sig. »Ekki annað,« sagði læknirinn öruggur. »Af slíkum dutlungum verður Hope að venja sig. Eg mundi ekki þola að hafa dutlungasama og sérlynda konu. Eg er líka viss um að Hope mun verða þakklát fyrir að fá leiðbeiningar hjá yður. Og eg hefi óskað eftir að hún skoð- aði yður sem sína beztu og einlægustu vin- konu, eg á við að hún —« »Ó, herra læknir, greip hjúkrunarkonan fram í, »slíku getur þriðji maður sjaldnast ráðið, hvernig fellur á með öðrum tveimur. Og vel getur verið, að konan yðar verði á alt annari skoðun í þessu efni. Og þér verðið að gæta þess, að yðar og hennar skoðanir rekist ekki á óþægilega alt of oft. Ung stúlka átján ára er ráðgáta fyrir alla, sem ekki hafa kynst henni náið um lengri tíma.« Framh. ELDFJALLIÐ. Smásaga eftir Slgurd Mathiesen. (Þýdd með leyfi höfundarins.) Stundum verður jörðin í meðvitund manna að þeim vesæla hnetti, sem hún er í raun og veru. Tilveran leikur á reiðiskjálfi. Musteri, trúarbrögð, stjórnir og kynþættir riða og hrynja. Og þessi yndislegi mismunur, er léði lífinu svo marga glaða liti, rennur aftur út í þýð- ingarlausa móðu. En mannkynið skelfur af ótta við ógnir alheimsins. Eg hefi lifað slíkan voðaviðburð, þegar tugir þúsunda af mannlífum máðust út eins og maðkar undir risahæl. Eg hefi fundið til minnar máttvana smæðar. Eg hefi fundið til guðs hræðilegu návistar. Almættið órannsak- anlega stígur dag hvern á blikandi morgun- vængjum upp úr bláum ómælisdjúpum. Við skynjum það ekki. En í leiftrum eyðilegging- arinnar koma þeir duldu kraftar í ljós, sem streyma um efnisheildina. Sá guð, sem lífið er eilíf umbreyting gegnum dauðann. Yfir slíkum dauða þúsundanna virðist hvíla einhver háleit fegurð, er sættir oss við eyði- legginguna. En eg, sem hefi lifað hina ýtrustu skelfingu, veit, að það er engin samúð til í helstrfðinu. Kvalir þúsunda manna eru aðgreind- ar með stjörnudjúpum. En þá er það mótstaða einstaklingsins, sem eg hugsa um. Fjaðurmagnið gegn þrautunum. Hve oft kemur lífskrafturinn aftur? Hve djúpt nær meðvitund vor inn í eilífðarnóttina? Ætli ekki að nokkru Ieyti þangað til hver smáögn í heilanum er slokknuð? Örvar mannvitið? — Það er það, sem mig langar til að vita. Pessvegna skrifa eg þetta niðuf, þótt mig hrylli við að hugsa til þessa bölvaða staðar, þar sem alt lífsverk mitt og lán máðist út á nokkrum mínútum. Rað hafði lengi verið eldur uppi í fjallinu. En þótt kynlegt megi virðast, var eg þá öld- ungis rólegur. Aðeins tvisvar hefi eg fundið greinilega á mér það sem var í aðsigi. 26. dag febr. mán. kl. 5'/2 síðdegis var eg á gangi eptir einum þeirra göngustíga, er liggja fyrir utan bæinn. Eldfjallið rís í 93/d enskra mílna fjarlægð þaðan. Kona mín og Ingi sonur minn fimm ára gamall voru með mér. Það var hlýtt angandi vorloft og sól á vesturhimni. Margt manna var úti á gangi. Við gengum eftir akasíugöngum, sem voru nýbúin að fá hinn græna brúðarfald. Hjá app- elsínutrjám milli tveggja húsa í renaissancestíl, 21*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.