Nýjar kvöldvökur - 01.07.1912, Page 20

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1912, Page 20
164 NYJAR KV0LDVÖKUR. þar sem angaði af snemmgrónum möndluviði, var útsjón til fjallsins. Þar nam eg staðar með einkennilegri tilfinning. Fjólublár mökkur grúfði yfir keilunnii í sömu svipan gekk sólin til viðar og varpaði hrafnsvörtum hálfskugga á suðurhlíðina. Þok- an var brennandi blóðrauð. Þetta hélzt nokkr- ar sekúndur. Rann svo yfir í sýrðan kopar, þar til er hún loks slokknaði f eitruðum, græn- um litblæ. Þá spjó fjallið reykjarsúlu og Iit- aði hið dökknandi loft brennisteinsrautt. Eg fekk andstyggilegar innvortis kuldaað- kenningar, eins og líkami minn væri að leysast sundur. Eg varð að setjast á bekk. í sama bili gekk Vernon vínsali, einn af kunningjum mínum, framhjá og kastaði á mig kveðju. Mér stendur glöggt fyrir hugskotsjónum tóbaksgula andlitið á honum og kvíði minn fyrir því, að það mundi snúa sér til mín einmitt þá. Ástkæra konan mín spurði mig, hvað mér amaði. Eg svaraði út i hött. í fyrsta sinn í sambúð okkar fann eg mig knúðan til þess að ljúga. En eg gat í raun og veru ekki gert mér sjálfum grein fyrir þessu skyndilega að- svifi. Og þó sagði eitthvert hugboð mér, að það stæði í sambandi við fjallið á einhvern dularfullan hátt. Er maðurinn kanske ekki líka næm moldarjurt, sem í frumuvef sínum finnur til hverrar breytingar á því efni, sem hún er runnin upp af og lifir á. A heimleiðinni stóð eldfjallið mér fyrir hugskotsjónum. Marga daga á eftir. Eg hafði ekki séð það áður og hafði þó búið hér í 7 ár. En nú skildist mér það alt í einu, að það var hættulegur nágranni. Og hryggur hugsaði eg til fósturjarðarinnar fögru og hvítu, hún virtist mér nú eiga svo sælan frið. Eg sat um tækifæri til þess að komast burt af eynni. Eg sótti um ýmsar lausar stöður á meginlandinu, án þess að kona mín vissi. En árangurslaust. Eg áiti að vera hérna. Loks sætti eg mig við það. Eg leyfði mér jafnvel að brosa að þessum heimskulega kvíða, hann var ástæðulaus. Og hafði mér ekki liðið vel hér árum saman, án þess að eg fyndi til heim- þrár. Fóru ekki laun mín hækkandi, og var eg ekki vel giptur? 011 þessi djúpa lífsgleði, sem Evrópumaðurinn einn getur notið í Vesturheimsnýlendu, í ynd- islegu loptslagi og góðum félagsskap. En í draumum mínum Ieið mér afarilla. Þá stóð eldfjallið aftur fyrir hugskotsjónum mínum í þessu undarlega ljósi. Og allir þess- ir ógnarlitir titruðu og breyttust, þar til er afskapalegt kæfandi myrkur gleypti sýnina, og fjærlægar drunur fyltu eyru mín. Svo var það 8. dag aprílmánaðar, réttum mánuði áður en atburðurinn hræðilegi bar við, Eg váknaði um morguninn, þegar klukk- una vantaði 4 mfnútur í 6, við það, að mér fanst rúmið hristast. Eg spratt óttasleginn á fætur og vakti konu mína. Hún spurði í svefn- órunum, hvað að væri. Eg sagði henni, að það væri jarðskjálfti og bað hana að klæða sig. En hún tautaði aðeins einhver önug orð, og spurði svo strax aftur. Auðsýnilega hafði hún einskis orðið vör. Blektu skilvit mín mig enn? Eg gat þó ekki sofið lengur. Eg var svo titrandi svefnlaus. Og eg klæddi mig og sett- ist við skrifborð mitt til þess að skrifa fáein bréf, sem ekkert lá á. Eg þurfti ekki að fara á skrifstofuna fyr en eftir þrjár klukkustundir. En eg hafði enga eirð í mér. Eg opnaði snöggvast svaladyrnar og leit til lofts. Það eimdi svo blátt í hvítri morgunbirtunni. En alstaðar ríkti lymskuleg kyrð. Eg gekk í skyndi út úr stofunni og upp á hið flata þak. Það var ekki nema einn stiga upp að ganga. Við bjuggum í litlu húsi á öðru lofti. Mér fanst líka loftið hér vera sjúkt og mollu- legt. Hafgolan virtist hafa gleymt sér. Dauð þoka veltist hægt eftir haffletinum, og lyftist út við óeðlilega koparrauðan sjóndeildarhring. Mjólkurvagn skrölti í götunum. Rétt við stuttir og reglulegir eimblástrar frá tóvinnuvélum. Annars var allt svo lymsku- lega kyrlátt. Eldfjallið bar létta reykjarslæðu. Það var eins og það héldi niðri í sér andan- um. Já, eins og bæði bærinn og mennirnir

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.