Nýjar kvöldvökur - 01.07.1912, Síða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1912, Síða 21
ELDFJALLJÐ. 165 héldu niðri í sér andanum. Eg beið bara eftir að eitthvað kæmi. Þá varð eg allt í einu undarlega ákveðinn. Eg vildi komast burt héðan, þótt það ætti að kosta mig lífsstöðu mína. Og eg flýtti mér niður og reit húsbónda mínum uppsagnarbréf. Verzlunin, sem eg var við, var amerísk; upp- sagnarfresturinn hálfur mánuður. Strax þann 25. í síðasta lagi, þann 26. gátum við farið brott. Eg hafði ekki von um neina aðra stöðu. En mér létti þó einkennilega í skapi við þetta. Þegar kona min heyrði ákvörðun mína tveim tímum síðar, hló hún að heimskuhræðslu minni. Hún, sem var fædd og hafði lifað hér í 30 ár, kvaðst aldrei mundu fara héðan. Eg mætti gjarnan fara. Hún yrði að minsta kosti kyr með drenginn. Eg lét aftur telja mér hug- hvarf og reif uppsagnarbréfið. Og lífið í kring- um mig gekk aftur sinn trausta gang. Hví treysti eg ekki hugboði mínu? Hvers- vegna sat eg um kyrt þrátt fyrir eldgosin, sem urðu tíðari dag frá degi? En yndisleg eigin- kona og ástkært barn trufluðu skilningarvit mín, svo eg sintk ekki þeirri rödd, er bifast með þúsundstrengjuðum sannleika f hverju jarðbornu brjósti. * • * Þann 8. maí svaf eg mjög fast um morg- uninn, og mig dreymdi ilia. Eg þóttist vera í lítilli stofu í 8. Av. City, NewYork, sem eg hafði búið í fyrir 8 árum síðan. Það var einna líkast grænni öskju, og eg átti bágt með að hreifa mig í því. Eg lá hér reykþunga ágústnótt og stritaðist við rekk- voðina, sem fór i göndul á maganum á mér. Höfuð mitt var þungt og máttvana. Mér var viðbjóðslega flökurt. Og jafnframt hafði eg óþægindi í augunum af sterku, hitarauðu Ijósi. Eg hafði auðvitað gleymt að slökkva gasið. Mér leið óþolandi illa. Eg gat ekki náð í gashanann. Gat ekki staðið á fætur. Það var einhver, sem varnaði. Rekkvoðin var mér til mótstöðu. . . . Og Ijósið varð sterkara og sterkara. Óbærilegur hiti sveiptist um líkama minn. Veggimir urðu spanskgrænir. Það fór að rjúka af þeim. Bruni. Eg stritaðist við þennan blýþunga yfir kviðnum. . . . Eg hamaðist til þess að losna, þrautirnar uxu. Líkami minn var gló- heitur. Kaldur sviti spratt fram. Og eg fann til órólegs kuldaskjálfta í heilanum. Allt í einu vaknaði eg. Fyrst í stað skynjaði eg ekkert. Gljáalaust Ijós flaut um mig. Eg gat alls ekki áttað mig. Eg var enn í 8. Av. City N. Y. Eg ætlaði að fara að skrúfa gashanann af, þegar eg sá úr- ið mitt á náttborðinu. Klukkuna vantaði 20 mínútur í 8. Eg fór á fætur og hafði það órólega á tilfinningunni, að eg hefði sofið yfir mig. Smátt og smátt skírðist alt fyrir mér. Konan mín elskuleg svaf við hliðina á mér, og dreng- urinn okkar í litlu rúmi til fóta. Guð verr lof- aður! — það var aðeins illur draumur. Eg var rétt í þann veginn að leggjast aftur í rúm- ið, til þess að njóta þessarar unaðslegu vissu þegar eg — hvað getur lýst skelfHigu minni — varð var við eitthvað svart á lakinu. Fyrst í stað virtist mér það vera hópur af afarsmá- um skordýrum. Það bærðist og andaði. Þá fór köld vissa um mig. Paö var asku. Dökkgrá eldfjallaaska, sem barst í gegnum flugnanetið, og rigndi stöðugt niður. Andlitið á konunni minni var alþakið þessu kæfandi ryki. Þung og löng duna heyrðist undir okkur. Eg stökk út úr rúminu. í sömu svipan vakn- aði Ingi og fór að gráta. Konan mín opnaði augun og spurði hálfsofandi, hvað um væri að vera. Þá mintist eg þess, að hún hafði ekki viljað flytja héðan og fyltist reiði. Eg svaraði æstur: »Nú er það loksins fram komið, sem þú hefir beðið eftir.« Guð minn góður hvað eg iðraðist eftir þessi bitru orð. . . Síðustu vikurnar hafði fjallið- verið sígjós- andi. Gosin voru orðin ægilega tíð. Tóvinnu- vélar rétt við höfðu eyðst af hraunstraumi og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.