Nýjar kvöldvökur - 01.07.1912, Síða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1912, Síða 23
BÓKMENTIR. 167 ust til mín frá götunni, það virtist svo einkenni- lega nærri, rétt eins og það væri inni í stof- unni. Og eg man glöggt eftir örvæntingarfuliri kvennrödd: »Jean, eg er að deyja! Vertu hjá mér, Jean! Barnið er að koma\« Og sárt neyðaróp barst mér að eyrum. Það var komin stór sprúnga í vegginn. Pað var ekki eins dimt og áður. Kynlegt brenni- steinsljós hvlldi yfir öllu. En það var nærri því hryllilegra en myrkrið. í sömu svipan stóð konan mín í dyrunum í hvítum náttklæðum, með blýgrátt örvita andlit. »Bjargaðu drengnum. Hér er eitthvað hræði- !egt á ferðum,® hrópaði hún. Þá kom en nýr dynkur. Einn enn.. Margir smáir kippir, sem voru eins og kuettir veltandi undir segldúk, eða eins og storknaðar öldur. Og þeir sameinuðust aftur í langan saman- hangandi hristing, en ekki sterkan. Rað var eins og eg væri á hugvitsömu hristigólfi í tí- vólí. Húsgögnin voru á sífeldri hreifingu. Eg skjögraði að konu minni, sem hneig í faðm minn. »Ó,« kjökraði hún. »t*ú elskar mig ekki lengur?« Eg kysti hana á yndislega munninn henn- ar. Það var síðasti kossinn og síðustu orðin frá henni. »Komdu,« hrópaði eg og hljóp að rúmi Inga. Framh. -»0<>-*S=X-<í>0~-- Bókmentfr. Bœndaförin heltir bæklingur, sem ritaður hefur verið og útgefinn af tveim Pingeyingum um suðurreið Norðlendinga sumarið 1910. Mikið umtal hefur orðið út af bók þessari, og er ef til vill ekki svo undarlegt. Ferðin virtist í fyrstu vera fyrirhuguð sem fróðleiksferð fyr- ir bændur, en snerist meira upp í það að verða skemtiför fyrir unga menn, og er það ekki að lasta. En verst var að tíminn var svo tæpur og þröngur, að hann entist varla til annars en ferðast, eta, drekka og sofa, svo að verulegur árangur hefur orðið lítill, nema sá sem aldrei er reyndar metinn að fullu, að fá sjóndeildarhring sinn stækkaðan og kynnast góð- um mönnum. En nánari kynni af búskap og búnaðarframförum Sunnlendinga hafa þeir varla getað fengið. Enda ber kverið það hvergi með sér. F*að er alt í molum. Ferðasagan er fjörugt og líflega rituð, stundum lagt á Pegasus og slegið upp á; málið er liðlegt, en málfræðin sumstaðar skrítin. Yfirhöfuð er heldur mikill unggæðisbragur á öllu saman, ferðalaginu og frásögunum, til þess að vera íslenzk bænda- för: unglingaför eða smalareið hefði hún átt að heita — hún minnir mig helzt á smalareið- arnar í Skaftafellssýslu. Síðari hlutinn snýr sér meira að aðalefni fararinnar, en er bæði ofstutt- ur og heldur í molum. 10 myndir eru tilheyr- andi þeim kafla, og eru góðar. Kverið er skemtilegt aflestrar — en svo er það ekki mikið meira. Skógrcektarrit nýtt eftir Guðm. Davíðsson, einhvern ungan og nýjan skógfræðing, hef eg séð. Pað hefur að sönnu ekki verið sent Kvv. en eg vil geta þess samt, af því að ritið er gott, og orð í tíma talað. Inngangurinn lýsir því vel, hvernig við höfum farið með skógana og hvaða áhrif það hefur haft á landið. Aðal- ritið eru leiðbeiningar um það, hvernig eigi að fara að því að „klæða Iandið“ aftur, færa það aftur í dökkgræna möttulinn, sem því fór svo vel. Eg er ekki fróður maður í þeirri grein, en það hygg eg, að eg megi segja, að leiðbein- ingar og fyrirsagnir höf. eru Ijósar og greini- legar, en síðari hlutinn, þar sem talað er um einstakar trjátegundir, er ofstuttur eða þá talað um ofmargar legundir. Pað er sumt þar æði- stutt og ógreiuilegt. En þökk sé ungmenna- fél. og höf. fyrir að hafa komið ritinu út; og þó ungm. fél. gerðu aldrei neitt annað sér til ágætis en koma upp nokkur hundruð þúsund skógarhríslum á islandi, væri það ærið nóg til þess, að saga landsins hefði nafn þeirra í heiðri. Priðja ritið er eftir unga stúlku, sem kallar sig lngibjörgu Ólafsson (hún mun ekki vera svo íslenzk að geta verið dóttir neins), og heitir: »Nokkur orð um siðferðisástandið á Islandi.* Pað er auðséð áð höf. er alvara með þetta, sem hún er að berjast fyrir, að fá því framgengt að vekja þjóðina til fullkomnari siðferðisþroska en hún hefur hingað til haft að hrósa, einkum i samlífi karla og kvenna. Og fyrir það vex henni það í augum, hvað þjóðin sé siðferðiiega gerspilt og hafi verið alla hennar æfi. Hún segir að siðferðiskröfur- nar hér á landi hafi aldrei verið háar. Og svo tínir hún saman á fyrstu blaðsíðunum dæmi úr ísléndingasögu jBoga, landfrasðissögunni og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.