Nýjar kvöldvökur - 01.11.1915, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1915, Blaðsíða 17
MENNINOARÞÆTTCR 281 arðsins jafnt; greiða átti fyrir vinnunni með því að útvega sem beztar vélar að unt væri, og gera sér þannig lífið svo þægilegt sem unt væri. Louis Blanc fór enn lengra, að því leyti sem hann vildi ekki annað heyra nefnt en stjórn- in í landinu væri iýðstjórn, og svo átti stjórnin að annast hag fátæklinga og sjá fyrir þörfum þeirra; átti hún að setja upp þjóðverkstæði eða vinnustofnanir, þar sem allir gætu fengið vinnu og kaup. Síðan áttu þessi verkstæði að bera sig sjálf. Þetta jafnaðarríki (sócialdemókrati) fekk fyrst fast vísindalegt form hjá Þjóðverjum, og var Lasalle höfundur þeirrar fræði. Hann áieit að verkmannaflokkurinn mundi breyta stefnu sög- unnar, en það gæti ekki komizt á fyrri en launa- lögunum væri breytt. Hann heimtaði því að ríkið væri bygt á almennum kosningarrétti, og svo ætti það að leggja fram fé til þess að framleiðslufélög kæmust á. Þetta vildi hann yrði sem byrjun til gagngerðrar breytingar á félagslífinu, og breyta stefnu rikisbúskaparins svo hægt og hægt, að það leiddi til alþjóðar- heilla. Margt í kenningum hans átti kyn sitt að rekja til Louis Blancs. En enginn þessara manna náði fullum tök- um á þjóðunum. Það gerði Karl Marx hinn þýzki fyrstur manna, enda fór hann miklu lengra. Hann setti sér fyrir að finna út »bún- aðarlögmál það, er þjóðfélagið stjórnast af«. í sögunni birtast tveir flokkar nú á dögum: Auðmennirnir, sem eiga öll vinnutækin og verkalýðurinn, sem er að nafninu til frjáls, en verður þó að sæta þeim kjörum, er auðmenn- irnir setja þeim, eða svelta ella. Kaupið, sem þeir fá, er ekki ígildi vinnunnar, sem auð- mennirnir fá af verkmönnum; verðið fyrir þessa óborguðu vinnu kallar Marx aflögufé eða gróða; og þetta fé er það, sem leiðir auð- mennina til að reka stórfeldar iðnaðarstofnanir, og það er það, sem dregur auðinn saman í fárra manna hendur. Og þetta fé er það sem veldur deilunni hörðu milli auðvalds og ör- birgðar. Þetta útlistaði hann með miklum lær- dómi og skarpskygni, og varð það til þss, að hreifing fór að koma á verkamannalýðinn um heim allan. Mynduðu þeir félag 1864, sem kallast alþjóðafélag (Internationale), og var það í fyrstu svipað almennu verkamannafélagi, en varð síðar stórum víðtækara og beittist fyrir byltingafélagi jafnaðarmanna. Þetta félag hefur naft afarmikil áhrif, því að það hefur orðið til þess að velskipuð jafnaðarmannafélög hafa komið upp og fest djúpar rætur meðal þjóð- anna í flestum löndum. Aðalmarkmið jafnaðarmanna er að gera enda á öllum einkaréttindum bæði til jarðeigna og auðsafna, sem einn viss flokkur hefur, og segja þeir að þetta hljóti að verða árangur þessarar byltingarstefnu. Þetta er hin fyrsta grein í stefnuskrá þeirra, og reyna þeir að laga þetta með því að breyta jarðeignunum og auð- safnseignunum í félagseignir, en þessu sjá þeir að ekki verður komið í verk nema með því eina móti, að þeir nái haidi á stjórn landanna og ríkjanna. Sósialdemókratar (eða lýðvalds- jafnaðarmenn) í öllum löndum hafa því sett sér það markmið að búa verkmenn undir hið mikla pólitízka lilutverk er þcirra bíður, og það er ekki þjóðlegt verk einstakra landa, heldur alþjóðastarfsemi. Verkmannalýðurinn verður því að gera sitt til að ná sem mestura pólitískum þroska, og það sem menn skulu setja sér að ná er þetta: almennur kosningar- réttur, kjörgengi tii ríkisþinganna, beint lög- gjafarvald í öllum málum ríkisins, almenn varn- arskylda í öllum her, bæði varnarliði og sókn- arher, algert jafnrétti karla og kvenna, jafnað- arbundin skattalög, algert trúfrelsi fyrir hvern mann og engin trúmálakensla í skólum. Enn- fremur hafa þeir á stefnuskrá sinni kröfur um lagavernd fyrir verkmenn, átta stunda vinnu- dag, stranga gæzlu með verksmiðjunum og um- sjón með heilbrigðismálum þar, og ótakmark- aðan rétt til þess að halda fnndi og mynda félög sín í milli, o. s. frv. Byltingar og koll- vörpunartilraunir gagnvart trú og hjónabandi finnast ekki í stefnuskrá þelrra, þó ým&ir hafi sagt að svo væri. Franskir jafnaðarmenr hafa gengið lengst, og komið þar á aðskihiííi ríkis 36

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.