Trú - 01.05.1904, Blaðsíða 1

Trú - 01.05.1904, Blaðsíða 1
MÁN AÐARRIT UM KRISTILEGAN SANNLEIKA OG TRÚARLÍF. I. ár. ReykjttTÍk, ínní 1!)04. Nr. 3. Bréf til blaðsins um sérstaka, kristilega samkomu. Það var nýársnótt, sem kom okkur til að opna sérstak- ar samkomur til að fá sálir frelsaðar. Bróðir okkar í Jesú Kristi, séra J. R. Pitt, var með okkur fyrstu vikuna. Undir eins og þessar samkomur byrjuðu, fengu sálir löngun til að frelsast fyrir kraft heilags anda, sem var sendur af himni niður, og sem vann kröftuglega að því, að gefa þreyttum sálum hvíld, og til að uppvekja þá andlega dauðu, og til þess, að efla frelsaðar sálir, til að leiða týndar sálir til guðsríkis, fyrir Jesú Krists dýrmæta blóð. Sumar sálir leituða guðsríkis, en aðrar sálir hræddust dauðans stund og dóm, og helyítis kvalir. En vér mundum eftir að segja þeim, þessi orð Jesú, sem hann sjálfur sagði: „Keppist eftir að komast hið beina, þröngva hlið, því eg segi yður það fyrir satt, að margir eru þeir, sem reyna að komast þar inn, en skulu ekki geta það". Það var vissulega guðleg sorg, alvarlegur grátur og einlæg iðrun, enda þótt straumar örvæntingarinnar væru í andliti sumra. En öll guðsbörn, sein þar voru, notuðu sérstakar gáfur frá Guði, til að láta Guð sjálfan sannfæra syndarana. En fyrir kraft Guðs, og ákafar bænir og trú, kom frelsið. Sorgir og and- varpanir fóru í burtu, og hin sorglegu andlit urðu sem engla- andlit, bæði á þeim, sem iðruðust synda sinna, og þeirra, sem höfðu beðið með þeim. Vér höfðum ekki neina baráttu með, að sýna þeim ný- frelsuðu veginn til fullkomnari helgunar, og þeir höfðu óbeit og hatur á allri synd. Og þegar þetta fólk varð vart við, að

x

Trú

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Trú
https://timarit.is/publication/514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.