Trú - 01.03.1905, Síða 4

Trú - 01.03.1905, Síða 4
2 T R Ú . Hver sem útvegrar 9 áskrifendur að þessum árgangi af ,Trú‘, sem hefst með þessu blaði, og stendur skil á andvirðinu frá þeim i tæka tíð, fær I O. eintakið í sölulaun. Okkar eigin orð. Það er ekki neitt, sem mennirnir athuga eins Ktið, eins og orðið. Já, hvað er orð? Það er andardráttur, sem mynd- ar hljóð, og fer út í loftið, og vindurinn ber það burtu, og svo er það búið; þetta heldur maðurinn. En Jesús hafði aðra meiningu um það. Hann hugsaði ekki, að það væri búið. Nei, þvert á móti; eitt orð, sem við höfum talað, er í burtu farið, og ekki hægt fyrir neinn mann, að kalla það aftur til baka. Það fer ótakmarkaðan veg, og verður annaðhvort til góðs eða ills. En á okkar síð- asta degi hljótum við að mæta því aftur. Mennirnir eiga að standa reikningsskap af öllutn ósæmi- legum orðum, sem þeir hafa talað. Við þá hatíðlegu stundu, þar sem allir eiga að standa reikningsskap, hafa orð okkar sérstaklega mikla þýðingu. „Því af orðum þínum skaltu dæm- ast, og af orðum þínutn skaltu frikendur verða". Mennirnir halda, að tungan sé þeirra eigin, og að þeir geti stýrt henni, hvort sem þeir vilja brúka hana til góðs eða ills. En Jesús Kristur hugsaði alt annað, því orðin verða eptir hugsunum hjartans. Því ef maðurinn er hreinn og góður í hjarta, verða orð hans líka hrein og góð, en ef hjarta hans er óhreint, verða orð hans vond og viðurstyggi- leg. Því þótt honum finnist að hann hafi ráð yfir þeim, þá getur liann samt ekki breytt krafti þeirra, nema með því móti, að hann sjálfur breytist, því af gnægð hjartans mælir munnurinn, og af ávöxtunum muntu þekkjast. (Þýtt).

x

Trú

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Trú
https://timarit.is/publication/514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.