Trú - 01.03.1905, Blaðsíða 6
4
T R Ú.
TRXJ
kemur út'einu sinni í inánuði. Hvert blað kostar 5 aura. Argangur-
inn 50 aura hér á landi. í Amertku 3 cent hvert blað, en 25 cent ár-
gangurinn. Borgist fyrirfram. Borgun fyrir blaðið sendist í póstávís-
unum til S. O. Johnson. Útgefandi og ábyrgðarmaður
Samuel O. Johnson, trúboði.
Reykjavík (P. O.)
Island
Bóndinn var frá sér numinn af þessari ræðu, og sagði :
„Hvar hefir maður heyrt annað eins og þetta?" Prédikarinn
talaði mikið á móti hirðuleysi og eyðslusemi. Bóndinn klapp-
aði saman lófunum af gleði, um leið og hann hugsaði: „Alt
þetta hefir mér verið kent frá rnínum ungdómi". Hann lnigs-
aði, að það, að safna og spara, væri svo mikils virði, að hann
gæti með því frelsað sig og sitt hús.
En Wesley hélt sér nú ekki lengur við þessi tvö atriði,
heldur hélt áfram og sagði, að hið þriðja atriði væri: „Gefðu
alt, sem þú getur". Nú sagði bóndinn við þann, sem næst-
ur honum sat: „Nei, heyrðu! Nú eyðilagði hann alt sam-
an". Nú var hann búinn að fá nóg, bæði af prédikarantim
og ræðu hans.
Góði lesari! Eru það ekki inargir menn, sem að eins
lifa og vinna til að spara, svo sem mögulegt er, en hafa mjög
Htið til að gefa ? Þeir hafa innunnið og sparað svo mikið og
svo lengi, að þeir eru orðnir steinharðir „gnýarar". Þeir hin-
ir sömu hafa lítið eða ekkert að gefa til Guðs verks, eða til
hinna nauðstöddu náunga. Við skulum reyna að innvinna og
spara, svo mikið, sem við getum; envið megum ekki gleyma
því, að við eigum að gefa svo mikið, sem mögulegt er. En
ef við óhlýðnumst í þessu, þá útrekum við Guðs elsku úr
sálu vorri. og þá verðum við Hkir Demasi, sem yfirgaf Guðs
verk, því hann elskaði þessa heims auðæfi meira en Jesú
Krist. Við skulum athuga orð postulans, þar sem hann segir:
„Þeir, sem vilja verða ríkir, falla í freistingar og snörur, og
margar vondar og skaðlegar girndir, sem sekkur manni niður
í algerlega eyðileggingu, því peningaágirnd er rót alls ills, og
fyrir þá skuld hafa margir vilst frá þeirri réttu trú, og gegn-