Trú - 01.03.1905, Blaðsíða 8

Trú - 01.03.1905, Blaðsíða 8
6 T R Ú . dag og nótt, og síðasta mánuðinn liafði eg ekki sezt niður til að borða, heldur ekki vissi eg, hvað var að hvílast í rúmi eina nótt af öllum þessum tíma. Eg sagði, að eg hefði farið niður Rosivils-götuna. Veiztu hvað djöfullinn sagði þá við mig það kvöld, eftir að eg hafði þjónað honum í rétt tuttugu ár? Þú ert ekki til neins gagns meir. Farðu bara ofan á bryggjuenda, og steyptu þér í sjóinn, og þá ertu dauður og algerlega úr sögunni. Eg fór og ætlaði að gera þetta, en þá á sömu mínútu. sendi Guð í sinni náð, miskun og elsku, eitt afþess- um blessuðu trúboijahúsum rétt í veginn fyrir mig. Þar inni heyrði eg. að verið var að syngja, og stöðvaðist eg þá, til að hlusta eftir hvað það væri, er verið var að syngja, og þegar eg tók betur eftir, heyrði eg, að þetta var einn salmur, sem eg hafði ekki heyrt, síðan fyrir tuttugu og fitnm arum, og var þetta þá uppáhaldssálmur móður minnar elskulegu. En þa snerti Guðs andi mig, og þá fanst mér eg sjá andlit minn- ar elskulegu móður, eins og það var fyrir tuttugu og fjórum árum síðan, þegar hún skyldi við mig, og þar sem hún hafði lagt báðar hendur sínar um hálsinn á mér, og tárin runnu niður ettir kinnum hennar, og mcð brennandi skilnaðarkossi fékk hún mér nýja Biblíu. Hennar síðustu orð voru á þessa leið: „Elskulegi sonur minnl Að eins trúðu Guði". En eg skildi við hana, og fór til hins mikla og stóra vínsölubæjar, sem heitir Chicago. En það tók mig að eins þrjú ár, til að verða að staðföstum drykkjumanni. En eftir tuttugu og eitt ár. var líf mitt orðið sem eitt helvíti hér á jörðu; ja, eitt drykkjumanns helvíti, já, það dýpsta og víðasta, sem getur opnast í þessari veröld. Eg slingraði inn i dyrnar á þessu samkomuhúsi, og settist svo í eitt af sætunum, sem næst mér var; en þó eg væri í svona slæmu ástandi, þá vissi eg, að eg var kominn inn i Guðs hús, eg heyrði hka menn standa þar upp og segja, aö Jesús Kristur gæti læknað drykkju- mann, og að Jesús Kristur gæti lika frelsað mann frá allri synd. En þegar eg heyrði þetta, þá reyndi eg að komast á fætur, og svo fór eg slingrandi upp að fótskör Drottins vors Jesú Krists. En um leið og eg kraup á mín kné, þá bað eg Guð að vera mér miskunsamur, svo syndugutn manni sem «g væri, og taka burtu alla þa ranglátu náttúru, sem kæmi

x

Trú

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Trú
https://timarit.is/publication/514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.