Trú - 01.06.1906, Blaðsíða 6

Trú - 01.06.1906, Blaðsíða 6
30 TRÚ Ríkur, en þó fátækur. Aumt er að vera fátækur mitt í mikilli auðlegð, datt mér í hug, er eg sá áfengis-auglysingu, sem var í blöð- unum rétt fyrir páskana í vor. Hvernig gat veslings aug- lýsarinn hugsað sér svona mikla hrygð og sorgá upprisu- hátíð frelsarans. l3að var líkast því, sem honum fyndist sú stund, svo óbærilega þung fyrir þjóðina, að óhjákvæmi- legt væri fyrir liana að drekkja sorg sinni i bölvunarlind áfengisins. Skyldi þó ekki vínsalinn vera kristinn maður ? Já, það sýnist að vera hið gagnstæða, því ekki er það kærleikans verk að stunda áfengissölu eða fást við slík óheilla verk. Ekki inun þó vera sá tilgangur áfengis-salanna hér í Reykjavík með að hafa þessa vöru á boðstólum hvar sem hægt er að koma henni að, ekki sá tilgangur segi eg, að kvelja lífið úr konum sínum og börnuni, eins og oft á sér stað af völdum áfengisins og vínsalanna. Mikill er hjart- ans jökulkuldi þessara manna! Ætíð hafa þeir á takteinum, þegar þeir heyra og sjá afleiðingarnar af hinu ógöfuga starfi sínu, — ekki biðjum við neinn að koma og kaupa af okkur, ekki biðjum við neinn að verða viti sínu fjær af ofnautn. En eg segi: »Vei þeim er hneyxlinu veldur!« En það ér ekki svo létt að ráða bót á slíku, þar sem blindur og viltur vani og miskunarlaus óstöðvandi aurafíkn leggjast á eitt. Getur nokkur sannur Guðs og frelsarans vinur forsvarað slíkt starf fyrir samvizku sinni. »Aí beiskri kvöl sem vínið veldur von er að hrynji blóðug tár.« Mundu það, faðir og móðir, að áfengið er átumein þjóðarinnar. Mundu það vínsali, að stutt er sú stund er þú færð að búa að gróða þeim, sem eru blóðug tár munaðarleysingjanna. Slíkt er aum atvinna. Bindindissystir.

x

Trú

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Trú
https://timarit.is/publication/514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.