Ungi hermaðurinn - 15.04.1911, Qupperneq 2
26
Ungl hermaðurlnn.
Sigrandi lif!
Páskarnir hafa líf í sór fólgið. Geislar
sólarinnar tala til vor um nytt líf. Þó
lítið snjófjúk falli úr Iofti eða vindur-
inn fœri oss kalda kveðju frá norður-
Bkauti heimsins, þá sór þó sá, sem yfir-
vegar hlutina í kriugum sig, líf — nýtt
líf — vorlíf.
Ef vór lesum páskasögu Krists og
páskaguðspjallið og tökum það aðeins
bókstaflega, þá leiðir það oss eða huga
vorn að píslum og dauða og síðast að
þessari óskiljanlegu endurlifnun, — upp-
risunni. En þar sem sjálf sannindi náð-
arboðskaparins eru meðtekin og skoðnð
í ljósi trúarinnar, með aðstoð Guðs heil-
aga anda, þar verða þau til að vekja
nýtt líf og fœra mönnunum frið og gleði.
Á þessum tíma, fremur en nokkrum
öðrum, mætti og ætti öll gleði guðs
barna að sameina sig gleði trúarinnar.
Því hann uppreis, og vór skulum einnig
upprísa. Hann lifir, og vór skulum
einnig lifa, Það virðÍBt svo sem manu-
legar hugsanir vilji dvelja við líðanirnar
og sársaukann, þegar þyrnikransinum
var þrýst á höfuð Krists, og þegar nagl-
arnir skáru hold og bein á höndum hans
og fótum. Vór, sem í sannleika trúum,
getum vel tekið þátt í þessum hugsun-
um og þannig fundið til meðlíðunar.
En þá kemur hitt, sem fær yfirhönd-
ina. Ó, það mikla undraverk ! Hann
er upprisinn! Hver getur gripið eða
skilið þetta? Hór sýnist næstum því
sem freistarinn ætli að vinna og einhver
hula legst yfir hina trúuðu sál, hula,
sem skyggir á geisla sólarinnar, svo að
hjartað fær ekki í trú meðtekið eða skil
ið kraft upprisunnar. Og þó er það
hór við hina tómu gröf, som vor sigur
er unninn. Hór á vor gleðinnar lind
sín upptök. Dauðinn verður uppsvelgd-
ur í sigur, Hór lifnar von vor, trúin
flytur oss til hans, sem nú situr við
föðursins hægri hönd, og biður fyrir
8yndurum og yfirtroðslumönnum. Frelsi
sálarinnar er eilíft líf og er iunifalið 1
því, að meðtaka í trúnni þessi lífglæð-
andi orð: Eg er upprisan og lífið.
Engiu góð verk, sem vór kunnum að
hafa unnið, geta veitt oss þenna sigur.
Vonin getur ekki heldur velt steininum
burtu, upplýsing og lærdómur geta ekki
lyft blæjunni, svo vór sjáum kærleika
hans. En kraftur trúariunar, hann get-
ur endurreist, hann getur hafið hið ei-
lífa upp yfir það tímanlega, hann getur
reist það kalda og dauða og gjört það
lifandi og sigrandi.
----------------------
í mörgum hættum, en
bjargaö aö síöustu.
----- Nl.
Það var þessi hetjudáð, sem gerði
Grace Darling svo fræga og ávann henni
ódauðlegt lof á meðal æðri og lægri.
En, lofaður veri Guð, þetta hugrekki er
ekki einsdæmi. — Enn í dag eru til
margar konur, sem af fúsum og frjáls-
um vilja fórna lífi sínu til að reyna að
bjarga þeim vesalings manneskjum, sem
liðið hafa skipbrot og kastast af syndar-
innar voðabylgjum fram og aftur um hið
ólgandi haf spillingarinnar, eða liggja
hjálpar og vonarlausir á skerjum ör-
væntingarinnar.-------— —------------—
Hór er lítið eitt, sem mór var sagt
um þennan aldraða vélastjóra.
Hann hafði áður fyr verið óttalegur
maður, var mór sagt, og hann var vissu-
lega einn eldibrandur, sem hrifinn hafði
verið út úr glóðinni, já, það var hann.