Ungi hermaðurinn - 15.09.1912, Side 2

Ungi hermaðurinn - 15.09.1912, Side 2
66 Ungl hermaSurlnn. Editli á því eilífa bjargi. Edlth litla er fædd og uppalin í landi, sem liggur norðarlega, þar sem miðnæt- ursólin skín. Hún hafðl þann sið, að standa á brúnni og athuga vatnsperl- urnar, sem blikuðu svo fagurlega í sól- skininu á þeim stað, sem fossinn með mlklum hávaða brotnaði á bjargiuu. Bjargið vakti bæði undrun og aðdáun. Hvernig var það mögulegt . fyrir . bjargið að standa ó- hreyft, þó . að svo . . mikið . vatn við- . stöðu- . . laust . . rynni . . utan i . það? Og . bjargið. druknaði aldrei þó að vatnið yxi og fossaði alt < kring. Edith elskaði bjargið meir og meir og gat horft á það án þess að þreytast. Kvöld nokkurt fekk Edith að fara á samkomu í Hjálpræðishernum með móður sinni. Þar var talað svo fagurt um Jesú, fanst henni. Þeir sögðu, að þó að alt breyttist, væri hann þó bjarg hjálpræðisins. Þetta kom Edith til að hugsa um hennar eigið kæra bjarg 1 fossinum, og hún hlustaði með stakri eftirtekt á ræðuna um Jesú. Löngunin eftir að elska hann vaknaði í hjarta hennar, og hið sama kvöld gekk hún fram að bænabekknum og geymdi sína hreinu óþroskuðu barnssál í dýrð- lega bjarginu Kristi. Edith frelsaðist og það leið ekki á löngu þangað til erfiðleikarnir heimsóttu hana. í skólan- um var hún ofsótt og á götunni var hún hædd. Edith skildi vel, að alt það, sem mætti henni, væri vegna Jesú, og hún byrjaði að líta á þjáningarnar eins og náð. Hún lærði að hvíla á því bjargi, þar engir stormar ónáða vorn frið. Edith varð barnahermaður og tók . mikinn . . þátt í . . barna- . starfinu J . flokku- . um. Að nokkrum . árum . . liðnum . varð hún . að yfir-. gefa það . indæla . . norður-. land; en sól rótt- lætisins rann aldrei í sálu hennar. Seinna mæt- um vór aftur Edith með stóran flokk, þá var hún duglegur Btarfandi barna- liðþjálfi. Hver getur talið þann fjölda barna, sem hún fekk leyfi til að tala um hjálpræðisbjargið sitt við? Og þau börn og unglingar eru ótslj- andi, sem hún hefir lyft upp á bjargið Krist með bænum sínum og trú. Eg sá hana gráta oft, þegar henni fanst eins og einhver væri að renna niður af bjarginu. Ó, hvað hún grót biturt! Þessi tár munu aldrei gleym- ast.

x

Ungi hermaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.