Ungi hermaðurinn - 15.09.1912, Side 5

Ungi hermaðurinn - 15.09.1912, Side 5
UngJ hermaðurlnn. 69 þröngan stíg í skúginum, heyrði hann skyndilega rödd, sem sagði: Gefðu mér berin þín. Drengurinn sneri sér við óttasleginn og sá gamlan mann með langt, grátt skegg, og var hann í slitnum, upplituð- um fötum. Maðurinn leit á hann mjög vinsamlega og sagði aftur: Eg bið þig að gefa mór berin þín. En, — sagði drengurinn, eg verð að fara með berin heim tii móður minnar; hún er r.ijög fá- tæk, og selur berin fyrir brauð handa mór og . litlu systur . minni. Eg á einnig, . svaraði gamli . maðurinn, veikt barn heima, sem þætti vænt um að fá berin þín, já, hún gæti orð- ið heilbrigð, ef húti fengi aðeins nokkur af þeim til að borða. Drengurinn . kendi í brjósti nm gamla manninn og veika barnið, og hugsaði með sjálfum sór: Eg vil gefa honum berin mín, og ef eg verð iðinu, get eg fylt fatið fyrir kvöldið aftur. Og svo sagði hann við gamla manninn : Já, þú fær þau; á eg að hella þeim í tóma fatið, sem þú hefir með þór 1 Nei, eg vil fá fatið þitt með berjun- nm í, og svo getur þú fengið mitt í staðinn, svaraði gamli maðurinn. Fatið þitt er gamalt en mitt er nýtt, en það gerir ekkert til. Og svo gaf drengurinn gamla manninum berin sín, og tók nýja fatið. Gráskeggjaði mað- urinn þakkaði honum fyrir með bros á vörum og gekk hratt leið sína. Drengurinn sneri aftur til þess staðar þar sem berin voru, en aldrei hafði hon- um fundist að berin væru svo stór og sæt eins og nú. Hann flýtti sér mikið, og það leiðekki á löngu fyren hannhafði týntennþá fleiri berenhann hafði haft í fyrraskift- ið. Þegar hann kom heim, sagði hann móðirsinni fráfátækamann- inum, sem hann hafði gefið ber- in, og hann sýndi henni nýja fatið sitt. . Ó, barnið mitt, sagði móðir hans . nú erum við . . hamingjusöm,. því fatið, sem gamli maðurinn hefir gefið þór er úr hreinu gulli, — sjáðu hvað það er fagurt! Hann gaf þér þetta fat, sök- um þíns góða hjartalags. Þökk á hann skilið fyrir; nú þurfum við aldrei að sakna brauðs framar, og við skulum aldrei gleyma að hjálpa þeim fátæku, veiku og hryggu.

x

Ungi hermaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.