Ungi hermaðurinn - 01.01.1922, Blaðsíða 4
4
Ungl hermalSurlnn.
hann: »Hvernig er það á bragð-
ið?«
All-mörg ár voru liðin Spitta
hafði fengið leyfi til að hœtta
við úrsmíðanám, og mátti nú
velja það starf, sem hjarta hans
girntist helzt: að læra til prests.
Hann komst í gegnum latinu-
skólann og hélt siðan áfram
námi við háskólann. Eftir að
hann hafði lokið embættisprófi
var hann fyrst all-langan tíma
húskennari í Liine, og fékk síð-
an prestsembætti í Sudwalde og
loks fékk hann skipun um að
fara til Hameln sem setuiiðs-
prestur og sálusorgari við hegn-
ingarhús þar. Þetta var árið
1830.
Þegar hann fór fyrstu hring-
ferð sina um hegningarhúsið,
gekk fangavörðurinn með hon-
um og opnaði dyr eftir dyr á
hinum ýmsu klefum. Loks opn-
uðust síðustu dyrnar, og Spitta
sér frammi fyrir sér fanga, sem
honum varð mjög starsýnt á.
Honum fanst hann kannast við
andlitsdrættina. Hvar gat hann
hafa séð þennan mann áður?
Svo kom brátt endurminning-
in um fermingardaginn fram i
huga hans, og hann þekti þarna
Binn gamla félaga, sem fyrrum
hafði verið svo háðskur og ó-
skammfeilinn. Hin réttláta al-
mættishönd Guðs hafði auðsjáan
lega hitt þennan blygðunariausa
syndara.
»Því að sá sem etur og drekk-
ur, hann etur og drekkur sjálf-
um sér til dóms.« (1. Kor. 11,
29.).
(Nic. Meier: „Paa Torvet og i Vin-
gaarden11).
B. J. þýddi.
■ -<»1» -------------
»Ungi hermaðurinn«, óskar öll-
um lesendum sínum gleðilegs ný-
árs.
Líttu á myndina hvernig Jesú
leiðir litla drenginn. — —