Templar - 21.01.1904, Blaðsíða 3

Templar - 21.01.1904, Blaðsíða 3
7 hættulegt jiað er, að umgangast drykkju- menn. Margur mun sá vera, sem er gjörspiltur og eiðilagður vegna jiess að hann hafði verið með dryk-kjumönnum. það er alkunnugt að drykkjumennirnir hafa svo nhklar mætur á vípmu, að þeir álíta það beztu gjöf og góðgjörðir ! Þess vegna hafa þeir það á boðstólum, og reyna með fagurgala að koma malvinnm sinum til þess að þyggja staup hjá sér. En hver verður afleiðingin? Optast sú að hver tekur sór siði af sínum sessunaut. Sökum skynsemisskorts drykkjumannanna, og því að þeir vilja troða víninu — eitrinu — upp á pnenn, er sérhverjum, er vill gæta velferðar sinnar, er skylt að forðast drykkjumanninn svo hann verði ekki háð- ur tælingum hans ogginningum. Drykkju- maðurinn er hættulegur vinur, sem sór- hver á að forðast. Ekki þó sem mann er hann þarf hjálpar með, heldur sem tælandi táddragara.' Eða hvernig á sá að vera hollur vinur sem er óvinur sjálfs- síns, og veit alls ekki hvað til síns friðar heyrir? Og hann er svo grunnhygginn að hann imyndar sór að hann sé að gei a öðrum vel þegar hann er að gera honum illt. Margur drykkjumaður ann börnum sínum hugástum, og viil ekkert mein þeirra vita. En hvað verður, sami mað- urinn leiðir þau vanalega út á glámstigu ógæfunnar. Hann varnar þeim að kom- ast áfram til farsældar. Ilann verður sjálfux orsök til þess að börnin ^erða ó- nýtir menn, oft sveitárlimir, eða meira eða minna gölluð á sál og líkama. Hann hefir gengið á undan með drykkjuskapar- drasli sínu, og þess vegna verða þau má- ske sakfeidir og dæmdir glæpamonn, Hann hefirlátið barn sitt kaupa fyrir sig víri, og máske dagiega verið ölvaður, og ofan á það hefir hann stundum komið þeim til þess að drekka með sér. Eg h'eld að samvizkan vitni móti slíkri aðferð, því með þessu liefir verið framinn glæpur. Með þe'ssu hefir hann tælt hið unga og sakiaúsa• afkvæmi sitt út á hina hálu og myrku braut lostá og svívirðingar. Og samvizka hans hlýtur að áfella hann. Og er ekki íhuganarvert fyrir æskumanninn að drekka fyrstu staupinn af víneitrinu, þessari óiyfjan og átumeini mannféla'gsins. Það er afaráríðandi fyrir hann að gæta þess að vera ekki með drykkjumönnum. Og sá æskumaður sem enn er óspiltur af áhrifum vínsins, og hlýðir þessari aðvörun, hann má vera viss úm það, að fátækt og féleysi, eymd og örbirgð, sorg og svívirð- ing sneiðir fremur hjá honum. En þetta hafa verið -fylginautar drykkjumannsins á öllum öldum, og munu verða J>að, ; Forð- ist drykkjumánninn, forðist svivirðinguna og lestina sem eru honum samfara. Lárus Pálsson. Kafli úr ræðu, flnttri á 13. Suiinudag c. trin. 1903, af Sigfúsi Jónssyni presti að Mælifeili. . . . En það er fleira en" þessar mein- semdir, sem þjakar og þjáir margan mann- inn. Það er til miklu stærra, sárara og hættulegra böl, bölið, sem sprottið er af því, að hið andlega líf er fátækt, sjúkt og spilt; en við að bæta úr þessu böli er eihatt lögð svo lítil rækt. Það er ekki nóg, að vér gefum hinurn þyrsta svaladrykk, seðjum þann sem svang- ur er, klæðurn liinn nakta og leitum lækn- inga hinum sjúka, manneiska vor á einn- ig að sýna sig í því að vér vitjum þeirra sem í fangelsi sitja, fangelsi syndar og sorgar ofurseldif ýfirráðum illra girnda, Einnig þessum ber oss að hjálpa, reyna með kærleiksríkum áminningum og að- vörunum að leysa þá úr fjötrum, leiða þá út úr fangelsinu og hjálpa þeim til að vera frjálsir. Eg ætla ekki hér að telja upp hinar margvíslegu illu girndir, sem tæla menn og hneppa í þrældóm syndar- innar. Að eins vil eg nefna þá illu fýsn sem leitt hefir svo marga út á glapstigu ofdrykkjunnar, og með því spilt siðferði þeirra, heilsu,' eignurn og mannorði, í einu orði spilt og stundum eyðilagt með öllu þeirra andlegu og likamlegu velferð. Og ekki nóg með það, að ofdrykkjan spilli velferð drykkjumannsins sjálfs, heldur leiðir hún einnig ógæfu, sorg og óumræði- legan sársauka yfir aila þá, sem að hon- um stan<ia. Þetta hafa menn fyrir iöngu séð og kannast við, og þess vegna hafa víðsveg- ar um heiminn kærleiksríkir mannvinir bundist samtökum til þess að reisa skorð- ur við því mikla böli sem ofdrykkjan veldur. Þeir hafa skilið köllun sína þess- 'ir menn og fundið til þess að það er heilög kærleiksskylda að rétta hjálparhönd sínum breysku bræðrum, reisa þá og styðja og ganga á undan þeim með góðu eftirdæmi og frelsa þannig ekki að eins drykkjumennina sjáifa frá áfengiseitrinu heldur einnig þá, sem enn þá hafa ekki flekkað samvizku sína með því að fórna fé, viti og gæfu á altari Bakkusar. Og 1 sannleika vinna þeir fagurt og lofsvert kærleiksverk, sem hafa tekist á hendur hið erfiða starf að frelsa bræðú sína und- an bölfunaroki ofdrykkjunnar. En hins- vegar er það sannlega ilt verk og ámæiis- vert sem þeir vinna, er vilja hindra verk þessara mannvina og reyna mtð því að viðhalda drykkjubölinu, landi og lýð til tjóns og sjálfum sér til syndar, livert held- ur sem þeir gjöra það vegna heimskulegra hleypidóma sinna, eða af iítilfjörlegri hagnaðarvon af annara heimsku ogblindni. Slíkir menn eru sannnefndir ræningjar, sem fletta bróður sinn klæðum og skilja hann eftir nakinn, særðan og dauðvona. J*' m Hvers vegna? Nokkrir segja, áð áfengi auki kraftana. Ef svo er, hyérs vegna neyta þá ekki fim- leíkamenn áfengis þegar þeir' fara í kapp- hláup o. s. frv.? Nokkrir segja, að áfengi auki þol. Ef svo er, livers vegna rainka þá ölgerðar- liúsin ölskamtinn til vinnukaila sinna þegar þeir ciga að vinna vinnu sem er bæði langvinn og erfið,?. Margir segja að áfengi hiti manni. Hvernig stendur þá á því, að þeir norður- heimskautafarar er neita áfengra drykkja þola ekki kuldann, þegar þeir sem eru algjörðir bindindismenn þola hann mæta vel? Margir segja að áfengi sé gott í hita og í heitu löndunum. Hvers vegna bannaði Stanley þá föruneyti sínu að neyta áfeng- is þegar hann fór þvert í gegnum Afríku að leita að Emin Pasha, Ýmsir segja að áfengi styrki taugarnar. Hvers vegna neyta þá. ekki læknar áfengis þegar þeir eiga að framkyæma vandasam- ar handlækningar. Margir segja að áfengi styrki heilsuna. Ef svo er, hvers vegna taka þá hfsábyrgð- arfélögin bindindismenn fyrir lægri borgun en aðra. Ýmsir segja að það só hættulegt að þverhætta nautn áfengra drykkja. Ef svo er, hvers vegna er þá heilsa hegningar- fanganna betri eftir að þeir koma í fang- elsin, þar þeir verða þó að þverhætta nautu áfengra drykkja? [Dansk Good-Templar]. Ný stúka. ’ Hinn 15. þ. m. stofnaði br stórtemplar Þórður J. Thoroddsen nýa stúku í Ivefla- vík, sem nefnd er „Hafaldan" og er nr. 93. Stofnendur hennar voru 32. — Þess- ir voru kosnir embættismenn: Æ. T. Helgi Jensson, þurrabúðarm. V. T. Árni Geir Þóroddsson, útvegsb. Rit. Ólafur Á'sbjárnarSon, verzlunarm. Fjr. Ólafur Þorsteinsson, verzlm. G. Bjarni Ólafsson, útvegsb. Kap. Guðrún Hannesdóttir, húsfrú.. Dr. Guðrún F.inarsdúlu r, vinnuk. A:. B. Högni Ketilsson, þurrabúðarm. A. D. Sigríður Jónsdóttir, húsfreya. I. V. Gísli Einarsson, þurrabúðarm. Ú. Y. Qubjón Einarsson, þurrabúðarm. Mælt var með Ólafi Þorsteinssyni, verzl- unarmánni, sem stúkuumboðsmanni. — Á fyrsta fundi stúkunnar 17. þ. m. gengu 2 nýir meðlimir inn í stúkuna. — Áhugi virtist mikill lijá stofnendunum. — IJm leið og vór gleðjumst yflr þessari við- bót við Regluna, óskum vér stúkunni allrar blessunar. — — m im ---- Ný unglingastúka. -f- Iíinn 1. jan. síðastl. stofnaði br. Ágúst Jónsson í Höskuidarkoti unglingastúku i Keflavik með 14 ungtemplurum og 6 fuil- orðnum félögum ails 20. Stúkan lilaut nafnið „Nýársstjarnan" og er númer 34. Yerndarstúka „Vonin“ nr. 15. Þessir embættismenn voru kosnir og sett- ir í embætti fyrir yfirstandandi ársfjórðung. Æ. T. Guðlaug Ingibjörg Gu dóttir.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.