Templar - 16.12.1904, Qupperneq 3
91
TEMPLAR
Blað Stórstúku íslands. Argangurinn 24 blöð
ura árið (og aukablöð). Verð : innanlands 2 kr.
árg., utanlands 2 'kr. 50 aur., í Amei'íku 75 cent.
Einstök númer 10 aur.
Útsölumenn óskast; þeir fá 20% í sölu-
laun, ef þeir selja 5 eint. eða meira.
Augl jsingar: 1 kr. 25 aur. þumlungur-
inn Afsláttur þegar mikið er auglýst, eftir sam-
komulagi.
Afgreiðslumaður GUBM. GAMA-
LÍELSSON, Hafnarstræti 16, Reykjavík.
Bústaðaskifti kaupenda verður að tilkynna slcrif-
lega og gcta um leið fyrverandi bústaðar.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður PÉT-
UR ZÓPHÓNÍASSON, P. 0. Box 82A.
Reykjavik, og sendist lionum alt viðvíkjandi rit-
8tjórn blaðsins.
föl. Hann tók í hendur hennar. „Marnma"
hvíslaði hann.
Hún opnaði augun. „Ert það þú
drengur minn! Auminginn litli, nú færðu
enga kápu á jólunum".
„Eg kæri mig ekki um neina kápu bara
að þór batni Jljótt mamma“.
„Hún var næstum því búin, eg átti að
eins eftir, að sauma ermarnar við hana“.
Hún strauk hendinni eftir kinninni á
honum.
„Með guðs hjálp vei'ð eg bráðurn frísk“.
• * *
*
Litli Jóhann sat þolinmóður á stað sín-
um og hreyfði sig ekki. Hver klukku-
tíminn leið á fætur öðrum. Madama Larsen
hafði komið tvisvar til sjúklingsins til þess
að gefa henni inn meðul. „Nú sefur hún
og þá batnar henni víst“ hafði hún sagt.
-Hvað var þetta í tröppunum, fyrst þungt
fótatak, svo var stamað, svo voru aftur
gengin nokkui' skref og það liktist því að
það væri dregið eitthvað, eitthvað þungt.
Skömmu siðar var dyrunum hrundið upp,
og faðirinn skögraði inn.
Lafhræddur mælti Jóhann með lágum
rómi: „Hafðu hljótt, hafðu lágt pabbi,
henni mömmu er ilt“.
Með hinu þunga fótataki sínu gekk faðir
hans áleiðis að eldhúsdyrunum, hann rak
sig á stól á leiðinni, og datt með voða-
miklum hávaða á gólfið.
Hann þölvaði og reisti sig á íætur, en
það tókst ekki betur en svo, að hann valt
nm koll aftur.
Hann var vanur því, að konan hans
hjálpaði honum. þegar svona stóð á.
Pabbi! pabbi! geturðu ekki heyrt, hún
mamma er veik, og þú verður að hafa
lágt. Læknirinn hefir verið hérna“ bætti
drengurinn grátandi við.
„Já, já, urengur minn, svona komdu
og hjálpaðu mér, eg segi ekki neitt"
drafaði karltetrið.
En Jóhann þaut inn í svefnherbergið,
þar sá hann sjón, sem hann aldrei gleymdi.
í rúminu lá mamma hans en fölari en
áður. Koddinn og rekkuvoðirnar voru
blóðugar, og önnur hendin, er hékk nið-
ur með rúmhliðinni, var ísköld.
„Mamma mín! Elskulega mamma mín !“
Ekkert svar: Hann kastaði sér skæl-
andi upp í rúmið, og þrýsti hinni heitu
kinn sinni að vörum rnóður sinnar, er
enn voru blóðugar og milli grátkveinan-
anna: „Mamma -- Mamma!“
En út i eldhúsinu heyrðist hin nef-
mælta rödd föðursins:
„Mamma, mamma! Komdu og hjálpaðu
mór á fætur. — Nú hvað er orðið af
kerlingunni".
En á borðinu lá kápan, hún var næst-
um því búin, það var að eins eftir, að
sauma við hana ermarnar.
Sönn saga.
—:0:-
Saga sú er hér fer á eftir er með öllu
sönn. Hún átti sór stað árið 1904, og
set eg hana hór bæði til þess menn sjái
hver hugsunarháttur ríkir enn sumstaðar
gegn Góðtemplarreglunni og starfsemi
hennar, og svo ef það mætti ýerða til þess,
að góðtemplarar sem eru atvinnurekendur
hugsuðu sig betur um eftirleiðis er þeir
ráða starfsmenn sína, yfirvegi hvert ekki
só rétt, að láta góðtemplara — bræður —
sína sitja í fyrirrúrni.
Yegna þess að það er inér þægilegra
set eg hér samtalið eins og það var.
Tildrög eru þau, að kaupmann hór á
staðnum — hann verzlar með allar vörur —
vantaði bókhaldara. Eg hefi verið hér
verzlunarmaður og fengist nokknð við bók-
færslu. Hann hitti mig eii.t sinn og spurði
hvert eg vildi ráðast til sín, eg svaraði
þvr að það rnundi eg vilja ef kaupið væri
gott.
K.: Eg hefi hugsað mór að borga
800 kr.
E.: Það þykir mór fulllágt. Eg vil
ekki ráðast upp á minna en 1000 kr. til
yðar.
K.: Það þykir mér fullmikið, en þar eð eg
veit, að þór eruð vel fær bókhaldari, skal
eg ganga inn á það, því eg vil gjarnan
fá yður. Þetta er raunar meir en eg
ætlaði að greiða.
E.: En eg verð að vera laus úr búð-
inni á kveidin nokkrar mínútur fyrir átta,
til dæmis kl. 7,50 siðdegis. Eg hefi starf-
að fyrir Regluna og því vil eg halda. á-
fram.
K.: Það getið þór ómögulega fengið,
þér getið náttúrlega sótt fundi mín vegna
ef yður þóknast, en annars vil eg ekki,
að þér starfið neitt fyrir Itegluna, þér
32
mikilli hræðslu og æstu skapi. „Nú á ný Imra, þú
hlýtur þó að hafa heyrt það!“
„Nei, vinur minn, eg heyri ekki nokkurn sknpnðan
hlut. Enginn nema þú heyrir neitt ! Fáðu þér morfíns-
skamt svo þú verðir rólegur, það er ekkert annað ráð
við þessu" heyrði Pála að Irma svaraði með rólegri og
öruggri röddu.
Sjúklingurinn stundi hátt, og Pálu fanst eins og ■
hún væri stungin í hjartað er hún heyrði stunur hans.
Ósjálfiátt gekk hún nokkur fet áfram, og þá heyrði
hún þessi óviðfeldnu hljóð fast við sig. Gætilega þreif-
aði hún sig áfram, og þreifaði þá á skáp er var hafður
í ganginum. Skápurinn var stór, og var hafður til þess
að geyma í honum ýmsa hluti vegna þess að ekkert
skápherbergi var í húsinu. Kornu hljóðin frá skápnum,
var einhver eða eitthvað falið í honum?
Gætilega þreifaði hún um skápinn, en í sama vet-
fangi heyrðust hljóðin og strax á eftir mælti sjúkling-
urinn:
„Æ, þetta er ógurlegt, hræðilegt! Nú koma hljóð-
in enn þá!“
Hrædd og gripin af meðaumkvun þreif Pála í dyrn-
ar á herbergi föður hennar, því þær voru rótt hjá skápn-
um, og opnaði þær.
Irma rak upp óp og rauk á fætur á móti henni
fram að dyrunum. En nú var Pála reið, og henni fanst
29
Fram til þess hafði Pála ekki haft nein tækifæri til
þess að kynnast ungum mönnum, en þrátt fyrir það
hafði hún eins og allar ungar stúlkur í huganum mynd-
að sér mynd af manni þeim er henni ætti að geðjast
og ef t.il vill að öðlast hjarta hennar. Þegar hún í hug-
anum framkallaði mynd þessa, kom henni það kynlega,
fyrir sjónir, hvað hún var sérlega lík Theodor John.
Þannig hafði hún hugsað sór mann þann er henni
ætti að þykja vænt um, \ingjarnlegan, kurteisan, með
hreinskilinn svip, með viðfeldnum málrórn og fallegan í
vexti — en allt þetta hafði Theodor til að bera. Ilún
skammaðist sín eiginlega fyrir það, hve oft hún stóð
sig að því, að hugsa um hann. En að öðru leyti — er
það nokkuð undarlegt þó hún hugsaði oft um þann
mann er hún bjóst við að mundi hjálpa sér svo hún
gæti fengið breyting á þessum óþolandi kringumstæðum
sínum? Ákveðið nei var svar það, er hún gaf sjálfri
sér við spurningunni.
*
* *
Það var komið kveld, klukkan var nálægt því ellefu.
Klukkan níu hafði Pála eins og vanalega, boðið föður
sínum góðar nætur og farið upp í herbergi sitt. Nokk-
urn tíma lót hún loga hjá sér !jós, en svo slökti hún
það. Ilversvegna? Af þeirri einföldu ástæðu, að ljós-
meti fékk hún af skornum skamti. Þegar hún bað um
meir, svaraði griðkan því, að frúin hefði skipað sór að