Templar


Templar - 08.04.1908, Blaðsíða 1

Templar - 08.04.1908, Blaðsíða 1
TEMPLAR 21. árg. Kemur út hvern Miðvikudag. Kostar 2 kr. á ári. > UI IM nr QQ Md. 13.mars. Sigurgeir Sigurðs nml\ III- 00. son; Sjálfvalið efni. sPað varðar mest til allra orða að undir- staðan rétt sé fundin« segirgamalt spak- mæli, og er það hiklaust rétt mælt íalla staði, eins"og mörg slík spakmæli. Mér datt^þetta í hug, er eg las langa grein í Pjóðólfi ^um aðflutningsbann á áfengi. Greinin slær úr ogíogerýmist með eða móti,‘ þó meir hallist hún að mótflokki templara, og mest fyrir þá sök, að henni finst það ekki réttmætt. Það eru raunar engin rök færð fyrir því, heldur er því slegið fram, og talið best að bindindismenn starfi áfram. En hvað gerir bannlögin réttmæt? það — ef það er rétt — að áfengið er skaðlegt. Og um skaðsemi þess munu eigi vera skiptar skoðanir, Á það eru allir sáttir. f’ess vegna eru bannlögin réttmæt. Stuart Mill segir um áfengisverslunina: »Hún spillir rétti mínum til öruggleika, með því að hún sífeldlega vekur og eflir óreglu í mannfélaginu. Hún spillir jafn- rétti mínum með því, að hún gerir það að gróðavegi, að skapa eymdar ástand, sem skattar eru á mig lagðir til að bæta úr. Hún tálmar rétti mítium til frjálsra siðlegra og andlegra framfara, með því, að hún dreyfir hættum á leið mína og veikir mannfélagið og siðspillir því.« Og enginn efi er að það að þetta er rétt. Og sá, er grein þessa ritar í Þjóðólf mundi viðurkenna fvllilega að þetta sé rétt. En hvað er þá að? Það, að hann virðist hafa þámargúr- eltu og vitlausu skoðun, að til sé það, er hófdrykkja nefnist; og því eigi bind- indismenn aðeins að vinna að því, að útrýma ofdrykkjunni. Br. Guðm. Björnsson landlæknir er margbúinn að sýna fram á að þessi skoð- un er skökk, og að hún byggist á gam- alli hjátrú. Greinarhöf. þessi heldur nú ef til vill, að br. G. B. geri svo vegna þess að hann er templar, og eg vil því taka hér upp ummæli eftir herra Lárus Pálsson læknir og j dannibrogsmann. Hann segir svo í fyrirlestri er hann hefir flutt um þetta mál og að mörgu var á undan sínum tíma: Ollum vísindamönnum ber saman um .það, að.hvort heldur sem alkoholið flyst í líkamann í stærri eða minni skömtum, UPPLAG 4000 EINTÖK Sleykjavík 8. Jlpríl 1908. þá sé það í raun réttri það sama, að því leyti að hver helst sem víns neytir taki um leið meira og minna inn af eitri því, sem öllum alkóhólvínum fylgir. Og því hafa vísindin skift nautn áfengra drykkja í fjögur stig. Ganga mannsins um öll þessi stig er bein ganga að gröf- inni eða réttara gryfjunni, því þegar einu sinni aðferðin er byrjuð þáveitalls engin hvar Iendir.« Og sýnir hr. L. P. eitt af dæmum þeim, þar sem hófdrykkjan »kemur eitraninni fram«. Á þessu byggist greinin, og þar sem undirstaða hennar er skökk, þá er eigi að undra þótt að greinin sé það sjálf, og eg finn enga ástæðu til að lengja hér ummæli um hana, því henni er rækilega svarað í ísafold og eins í Lögréttu. En ætli grein þessi sé ekki, cins og hr. Lárus Pálsson segir í sama fyrirlestr- inum »komin af afhalds og ósiðgæðis- hvötum sem sprotnar eru af mentunar- leysi og gömlum synda vana«? hygg að svo sé, því eins og L. Pálsson segir, þá verður ekki annað sagt, en að þeir, sem amast við afneitun á- fengra drykkja, og þá aðallega útrýming þeirra, amist við siðgæði og friði. Og margt bendir á að svo sé, þótt hér sé það eigi tilfært. Mottintottar og skrælingjar. í PjóðóJfi nú nýverið, var grein þar sem sagt var, að íslendingar settu sig á bekk með Skrælinguni og Hottintottum, ef þeir samþykktu bannlögin á áfengi næstkomandi haust. Pað þarf dæmafáa fáfræði og fram- hleypni til að rita slík orð, og er auð- séð að á því, að sá er það ritar sér ekki útfyrir hlaðvarpan hjá sér, og þekkir ekkert bindindisstarfsemina í hinum ýmsu löndum. Petta þykja ef til vill hörð orð, en eg skal reyna að finna þeim stað. f fylkinu Maine í Bandaríkjunum hafa verið lögleidd lög er banna allan tilbúning og aðflutning á áfengum drykkjum, og eru nú meir enn 50 ár síðan að lög þessi voru lögleidd. Eigi hafa heyrst neinar raddir um það, að Hottintottar bjuggu þar, en 6 Jylki í Bandaríkjunum, liafa síðan tekið lögin upp og lögleitt þau hjá sér. En það er elcki nóg með það. Sum ríki hér í Norðurálfu hafa Auglýsingaverð: I kr. Afgr. Þingholtsstr. 23, . sent menn þangað á ríkis kostnað til að kinna sér lögin og áhrif þeirra, og skoða lögin sem fyrirmyndar lög. Á meðal þeirra er England og Finnland. Er það af því þau álíti vert að taka upp lög Skrælingja? Fáir munu líta svo á, og naumast greinarhöfundnninn sjálfur, ef hann er gæddur meðaldmógreind eða varla það. Eg gæti tilfært ótal mörg dæmi fleiri, en eg álít þess sé ekki þörf, en það er alltaf mjög leitt, er menn rita um það, er þeir bera ekkert skynbragð á, og þó Pjóðólfur muni eigi vera jafnkunnur bind- indissögunni og öðrum greinum sagn- fræðinnar, þá ætti hann eigi að láta þessa endileysu sjást án athugasemda frá sinni hálfu. En geta má þess til þóknanlegr- ar athugunar, að Finnlendingar sömdu bannlög fyrir sig síðastliðið haust, og öll blöð útlend er eg hefi séð, þar á meðal Times, liæla því mjög; það hefir aukið álit þeirra hjá umheiminum. Svar til L, P. í hóðólfi. Hr. L. P. teist svo til, *að 80 — 200 manns af liðugum 80 þúsundum á land- inu vanbrúki áfengi«, — »ef þeir ann- ars eru svo margir, sem vanbrúka það«, bætir hann við. Veslings-maðurinn virðist hafa þá menn eina í huga, sem fyrir ofnautn áfengis eru orðnir verri en viltir menn, sbr. grein hans á öðrum stað. En þótt hann eigi nú að eins við svonefnda of- drykkjumenn, þá eru þeir — því er miður — mjög vantaldir. Eg hygg, að ekki mundi skorta á þá tölu í Reykjavík einni. — Engar nákvæmar skýrslur eru til um það, hve mikill hluti þjóðarinnar það er, sem beinlínis ber áfengisbyrðina og greiðir áfengistollinn í landssjóð. Um það má því þrátta. En sanni nær tel eg, að það sé um l/n hluti, eða lóþús- undir manna. Par ber ekki einungis að telja drykkjumenn eða þá, er neyta áfengis, heldur og þá, er þeir eiga fyrir að sjá. Áíengisbyrðin er um 600 þús. kr. á ári, samkvæmt landshagsskýrslunum. 14. b/að.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.