Templar - 29.04.1908, Qupperneq 3
TEMPLAR
67
„Utiamcmtafélag Rcykjav>íkur“ og „Uttgtncmta-
Tclagiö IðUttlt" höfðu fagnað á sumardaginn tyrsta
í Báruhúsinu. Voru þar veitingar, ræðuhöld og
ýmsar skemtanir Þar var og sungið kvæði það,
er þér fer á eftir, er Einar P. Jónsson hafði ort
fyrir minni íslands, og stýrði Sigfús Einarsson
söngnum.
Sagnauðga land með ný og fornhelg fræði,
framsóknar land með æfintýr og kvæði.
Ungir sem gamlir falla þér að fótum,
flytja þér lof af hjartans instu rótum.
Elskaða land með fjallabarminn breiða,
brosandi Iand með tignarsvipinn heiða.
Þú hefir yljað æskuvonum mínum,
unaðslegt væri’ að geta hlynt að þínum.
Heilaga land, í hjörtum þinna sona
heimur er opinn nýrra sólskins vona,
vona sem eiga að öðlast fullau blóma
okkur og þér til heilla, gagns og sóma.
Framtíðar land þinn fána láttu skína —
fáninn skal öllum þjóðum rétt vorn sýna. —
Undir því merki eigið þér að verjast
íslenzku hermenn, fæddir til að berjast !
Skrúðgöngu með íslenska fánann höfðu og fé-
lögin ákveðið að hafa á sumardaginn fyrsta, en
sökum ofveðurs, er þá var, var henni frestað,
þar til á sunnudaginn 26. þ. m. Gengu félögin
með 25 íslenska fána með hornablástri um götur
bæjarins. Að tilhlutun félaganna flutti Indriði
endurskoðari Einarsson minni íslands af svölum
á »Hotul Reykjavík«, og Guðmundur héraðslæknir
Harmesson mælti þar fyrir minni fánans. Tókst
skrúðganga þessi vel og félögunum til mikils
sóma.
Félögin höfðu og gengist fyrir því, að um 20
íslenskir fánar voru dregnir á stöng hér í bæn-
um sumardaginn fyrsta.
úr Strattdasý$lu. Steingrimsfirði, ll.Apr. 1908.
Frá nýári og til þessa dags, er aðeins skortir rúnta
viku til sumarmála, hefir veðráttan verið yfirleitt
hagstæð og hlý, og veturinn mátt heita venju-
fremur góður og snjóaléttur. Sunnanátt hefir
verið tíð, en ákaflega stormasamt með köflum.
Síðustu vikuna af Febrúar viðraði hér illa, norð-
an stórhríð á hverjum degi. En menn mega nú
ekki kippa sér upp við slíkt, síst á þessum slóð-
um. Það var nú bæði að sett var hér á með
minsta móti í haust er leið, enda er heyforði bú-
enda góður, og gæti vel þolað hart vor, ef því
þyrfti að taka. —
Vel og greiðlega hefir gengið með stauraflutn-
inginn á símalínuna fyrirhuguðu milli Staðar og
ísafjarðar, að því er þetta hérað snertir. Hafa
allir þeir, sem stauraflutninginn tóku að sér, á-
batast á því verki nteira og minna, nokkrir jafn-
vel haft alt að 200 krónurn í hreinan ágóða. Guð-
jón kaupstjóri Guðlaugsson hefir haft sig ntjög í
frammi með að útvega verkamenn til sumarvinn-
unnar við símalagninguna. Fór hann ekki alls
fyrir löngu inn í Hrútafjörð, sjálfsagt aðallega í
ráðningarferð. En ekki mun hann þó enn hafa
fengið fleiri en unt 10 verkamenn. Sagt er að
margir þeirra séu léttingsmenn, og þykir nijög
misráðið af Guðjóni að festa slíka til vinnunnar.
Sýnu betra, að hér væri autt sæti en illa skipað,
þv'í sæmd landsmanna liggur við, og leitt til frá-
sagna, að hinir innlendu verkamennirnir standi
ekki hinuni útlendu nokkurn veginn á sporði hvað
dugnað snertir. —
Heilsufar manna hefir heldur verið með lakara
móti í vetur. Kvefsótt og kverkabólga hafa stung-
ið sér niður sumstaðar hér, og orðið fáeinum
börnum að bana. Urn nýársleitið fluttist misl-
ingasóttin að Stað Iiér í firðinum, vestan frá Djúpi.
Var bærinn þegar settur i sóttkví, og dó veikin
,þar út. Má nú ætla, að héraðið sleppi við misl-
ingafarsóttinna að þessu sinni. Seint í f. m. and-
aðist merkiskonan Guðrún Jónsdóttir, húsfreya
Þórðar Bjarnasonar á Kleifum, hér í firðinum.
Hún var komin á áttræðisaldur. Guðrún sál, var
hin mesta starfs- og hyggjukona, vönduð í dagfari
■og vel metin.
Miklum áhyggjum valda peningavandræðin,
ijafnt í þessu sem öðrum héruðum landsins, ekki
síst þegar þar ofan á bætist, að verslunarhorfurn-
ar eru slæmar. Talið er, að öll nauðsynjavara
hækki allniikið í verði hér í verslunum í ár, og
innlenda vai in lækki jafnframt. Það er vel skilj-
anlegt, að kaupmenn vilji reyna að jafna hallann,
sem þeir urðu fyrir á versluninni síðastliðið ár.
Mælt er að Riis kaupmaður hafi orðið fyrir mikl-
um skaða á innlendu vörunni frá í fyrra, ogsölu-
deildin hér, eign ýmsra bænda, ekki síður, auk
annars tilfinnanlegs eignatjóns, sem hún hefirorð-
ið fyrir, að sögn kaupstjóra sjálfs. Það er ekki
lítið áríðandi, að stjórnendur slíkra innlendra versl-
unarfyrirtækja séu verulega hyggnir og ráðdeild-
arsamir menn, en alloft vill til, að misbrestur
verður á því, og kemur það illa niður.
{ bindindislegu tilliti er það gott héðan að segja,
að útlit er fyrir að mun minna verði pantað af
brennivíni í ár af héraðsbúum en undanfarið.
Eymundur gamli í Bæ er búinn að fá þessa venju-
legu pöntun sína, eina brennivínstunnu, en hinir
pöntunarmennirnir munu allir ætla að skerast úr
leik, og er það sannarlega gott og blessað.
S.
Rckstur landssimanna 1907.
Tekjur:
Símskeyti innanlands .... kr.
» til útlanda .... —
» frá útlöndum ... —
Símasamtöl......................—
Aðrar tekjur....................—
Kr.
Gjöld:
5770,00
10047,30*
5256,49
22 482,00
3 614,41**
47 170,20
Laun starfsmanna (þar með talinn
landsímastjóriun), þóknun til
landssímastöðva etc...........kr. 22087,25
Viðhald á símanum 10352,20
Önnur gjöld 9737,32
Kr. 42176,77
Reykjavík 11. Mars 1908.
f. h. Iandsímastjórans.
Smith.
r'c-"CT
í Ohio-ríkinu er bær, sem Columbus
heitir, og er hann nefndur eftirColumb-
usi sem Ameríku fann fyrir liðnum fimm
öldum. Columbus er stór og fagur bær.
Kljúfa liann víða sundurj stór og víð
trjágöng. Þar má ganga svo klukku-
stundum skiftir í skjóli skuggasælla lindi-
og kastaníutrjáa. Við trjágöng þessi
standa íbúðarhús smekklega gerð, girt
yndislegum blómgörðum. í þessum
snotru húsum búa einknm ríkir kaup-
menn þar í bænum.
í miðjum bænum er ferhyrntur flötur
°g l'ggur járngirðing umhverfis hann.
Á þeim fleti miðjum er stjórnarbygging-
in prýdd fögrum súlum. Tré mörg og
fögur eru í garði þessum og stórirblóm-
runnar, og iðgrænir grasbalar brosa þar
við sjónum á sumrin. Móbrúnir íkorn-
ar velta sér þar í grængresinu og hoppa
milli trjánna. Þeir eru svo gæfir sem
tamdir væru, og bæjarbúum þykir minsta
kosti mjög vænt um þá.
En utan við þessa járngirðingu er
mikill sægur af litlum drengjum, sem
keppast um það við íkornana að ná hylli
bæjarbúa, og mun á því sem hér fer á
eftir sjást hversu þeim tekst það.
*) Tar af erj kr. 1 200,00 fyrir veðursímskeyti
uil útlanda.
**) Viðtengingarejöld, símnefni etc.
í Ameríku eins og víðar er það sið-
ur, að menn snúa sér að götudrengjum
og láta þá bursta skóna sína ef með
þarf, eða menn kaupa blöð af þeim á
götum úti. Eins og i öðrum bæum í
Ameríku eru drengir þessir að heita má
í hverju stræti í aðalbænum. Þeir hafa
með sér dálítinn trékassa, skósvertu og
skóbursta og dagblöðin undir hendinni
eða í poka á öxlinni. F’eir gæta vand-
lega að fótabragði þeirra sem um fara
og ef þeim sýnast óhreinir skórnir, þyrp-
ast þeir að vegfaranda og æpa: »Skó-
burstari! Skóburstari!•.>., og ef þeim líst
svo á manninn sem hann muni meta
nokkurs viðburði þá sem gerast, romsa
þeir upp nöfn dagblaðanna, sem þeir
hafa til sölu.
Oft tekst drengjunum að selja blöð
sín þeim mönnum sem þeir bursta skó
fyri.r.
A einu götuhorninu andspænis þess-
um fallega garði stóð fyrir fáum árum
lítill drengur með herðakistil. Dag eftir
dag stóð hann á þessu sama horni með
skóburstann sinn og dagblöðin. Hann
var fátæklega búinn, og mátti sjá á and-
liti^hans fölu og mögru, að hann var
heilsutæpur og átti við þröngan kost að
búa.
Pað var komið fram í Nóvembermán-
uð og farið að kólna í veðri. þá gat
hann ekki haldið hita á fótum sér öðru-
vísi en að tifa hröðum fetum fram og
aftur um gangstéttina, en fingurnir rauð-
bláir af kulda réttu blöðin að þeim sem
fram hjá fóru. En vegna þess að ýms-
ir heldri borgarar bæjarins þektu Harry
vel, þá gekk honum furðanlega að selja
blöðin sín og margur koparskildingurinn
innhentist honum fyrir þau. Aftur á
móti virtist honum ekki ganga eins vel,
að ná í að bursta skó manna. Hefir
það líklega verið vegna þess að hann
sýndist helst til veigalítill til vinnu.
Á götuhorninu rétt á móti honum voru
tveir stallbræður hans, og hötðu þeir
sama verk fyrir stafni, en virtust þó hafa
auga á litla skóburstaranum með herða-
kistilinn. þegar þeir höfðu lokið viðað
selja öll blöð sín hröðuðu þeir sér þvert
yfir götuna og fóru að hrópa hátt og
snjalt: »Skóburstari! Skóburstari«
Verksmiðjueigandi einn mikilsmetinn,
er smíða lét ýmiskonar vandaða vagna,
til handa öðrum efnuðum íbúum bæar-
ins, var vanur því að staðnæmast á
hverjum morgni á götuhorninu þar sem
Harry stóð og kaupa dagblað sitt þar,
áður en hannfæri á skrifstofu sína. En
einu sinni hitti hann svo á að. blöðin
voru upp seld, og til þess að láta
drengaumingjann ekki missa af þeim
skildingum sem vant var að greiða
honum sté verksmiðjueigandinn upp á
skóburstarkassann hans og gaf með því
í skyn að Harry ætti að fá að bursta
skóna hans þann daginn.
Báðir stallbræður Harry’s komu hlaup-
andi að vörmu spori og fóru á hnén til
að bursta skóna. Verksmiðjueigandinn
vísaði þeim burtu og sagði:
»Eg ætla að láta Harry litla kunn-
ingja minn bursta skóna mína í dag, og
engan annan!«