Templar - 29.07.1908, Page 1
2i. árg. Kemur út hvertx Miðvikudag. Kostar 2 kr. ú úri. Jieykjauík 29. Jú/i i908. Auglýsingaverð : 1 kr. þml. Afgr. Þingholtsstr. 23, Rvík. 1 30. blað.
Ccmplar
«r útbrciddasta blað landsins, uppiag 4,ooo - og
btn' langbcsta auglýsingablaðið.
fir. Socinn Jónsson trcsmiður, Þingbolts-
stratti 2$, tckur á móti auglýsingum í blaðið.
fllla afgrciðslu blaðsins annast br. Davið
estlund prcntsmiðjucigandi, Pingboltsstr.23.
Kostir víns og
ókostir.
Fyr á öldum, einkum á miðöldunum,
sem hefir verið eitt hið allra-dökkleitasta
tímabil hvað menning og andlegan þroska
snertir, var ekki svo óalgeng trú hjá al-
þýðunni víða, að vínið væri allra meina
bót. — Eftir þeirri þekkingu sem reynsl-
an hefir veitt oss í því atriði, er ekki
sérlegur vandi að vera skjótur að ganga
úr skugga um, við hve mikil rök sú
gamla trú hafi að styðjast, hvað sem
öllum vísindarannsóknum líður; og þarf
ekki til þess nema einfaldan samanburð
á verkunum þeim til hins betra og hins
verra, sem vínnautnin hefir.
— — Til kosta víndrykkjunnar verð-
ur aðallega að telja augnabliksáhrif þau,
sem menn verða fyrir er þess er neytt;
og kannast flestir við þau áhrif að ein-
hverju leyti. Menn verða örari, kátari,
»gáfaðri« svo litla stund sumir, menn
gleyma sorgum sínum og verða óvana-
lega sælir á meðan víman stendur sem
hæst; og er það vanalega örstutt stund.
Og þarf mjög mikla temprun og gætni
til þess að þetta þæginda-ástand geti
varað svo neinu nemi. — Sumir kom-
ast í draumakent hugsjóna-ástand; en
vanalega munu þeir draumar aftur gleymd-
ir jafnskjótt sem víman er horfin. Ein-
stöku menn verða og hugaðri til stór-
ræða; og hefir kappsmönnum stundum
orðið það að hvetja sig til framkvæmda
með brennivíni. En um hetjuverk víns-
ins er svipað að segja og sæludraum-
ana, að daufara mun að jafnaði um efnd-
ir þeirra og framkvæmdir en stóryrðin
fyrstu og hugarfumið.
— —‘ Til ókosta vínnautnarinnar aft-
ur á móti ber fyrst og frenist að telja
óþægindi þau, sem eru óhjákvæmileg-
ar afleiðingar vímunnar í hvert skifti
eftir á. Eru þau að vísu lítið eitt mis-
jöfn eftir heilsufari manna og hreysti,
og geta eðlilega verið mismunandi sterk,
eftir því hversu vel maðurinn þolir vín-
ið, og hvað mikils hann hefir neytt og
hve ört. En þessi eru hin algengustu
óþægindi: höfuðverkur, ógleði, hrollur,
lystarleysi, magaverkur, titringur í hönd-
um og óstyrkur í öllum líkamanum.
Sé vínsins aftur neytt að staðaldri og
ár eftir ár geta þessi óþægindi leitt af
sér reglulega sjúkdóma, ýmist hjarta-
sjúkdóma — og deya þá sjúklingarnir
oft úr slagi — eða þá hvimleiða og
þráláta meltingarkvilla. Enn fremur veld-
ur vínnautn því oft, að líkaminn í heild
sinni veiklast; — og er þá hvort tveggja,
að slíkum mönnum er miklu hættara við
öllum sjúkdómum en öórum mönnum,
enda eru peir og hrörlegri útlits að jafn-
aði en aðrir og eldast oftast fyrir tím-
ann. Verða miklir drykkjumenn og
mjög sjaldan eins langlífir og aðrir.
Stundum legst og veiklunin þannig á,
að þeir geta ekki sofið, og geta svo
upp úr því orðið geggjaðir eða albrjál-
aðir um lengri eða skemmri tíma, sem
kunnugt er. — Annar ókostur víndrykkj-
unnar er efnatjónið sem hún dregur
á eftir sér, bæði vegna þess tíma, sem
drykkjan tekur til sín, og vegna þess fjár
sem vínið kostar. Og þarf ekki að orð-
lengja það, að á þá verður ekki tölu
komið, sem víndrykkja hefir komið al-
gjörlega á vonarvöl. — þriðji og mesti
ókostur vínsins er þó vafalaust hinn
seiðandi kraftur þess. Pví það er
alkunna, að einn sopinn gerir annan
lystugan. Oþægindin á eftir slokna oft
helst með nýrri vímu; og þannig getur
gengið koll af kolli þangað til út í glöt-
unina er komið. Og er engin vafi á,
að þeir menn eru óteljandi, sem orðið
hafa óbætanlegir drykkjumenn einmitt
á þennan hátt. — Fjórði ókostur drykkj-
unnar er siðferðisspillingin. þegar
maðurinn er orðinn drukkinn, vakna að
jafnaði hjá honum óstýrilátar hvatir og
langanir, sem hann annaðhvort mjög
lítið eða alls ekki varð var við áður,
ýmist til losta, grimdar, strákskapar, eða
hverra þeirra klækja, sem nöfnum tjáir
að nefna, og stundum jatnvel til hins
versta saurugleika og óeðlis. Parf ekki
lengra að fara en þangað, að mikill
hluti af hinum verstu glæpum niann-
kynsius er unninn at mönnum, sem
eru viti sínu fjær af ölæði. Sýnist að
vísu rangt að refsa mönnum fyrir þau
verk sem þeir fremja í slíku óeðlis-
ástandi. En löggjöf vor er nú ekki
lengra komin í þessu efni. þess er
og getandi einmitt hér, að alsiða hefir
það verið þegar uppreisnir hafa átt sér
stað utanlands, að forsprakkarnir æstu
skrílinn upp til hermdarverka með brenni-
víni. — Fimti ókostur drykkjunnar er
spilling hennar áafkvæmumdrykkju-
mannanna. Því fyrst og fremst geng-
ur drykkjufýsnin sjálf í ættir, og það
þótt slept sé öllum áhrifum föðursins
á börnin; og er þó það eitt út af fyrir
sig mjög mikið böl. En svo bætirt hitt
við, sem einnig eralvarlegt, að fjölmörg
börn drykkjumanna eru aumingjar ann-
aðhvort tll lfkams og sálar, eða hvort
tveggja. Pau áhrif hefir veiklun diykkju-
mannsins á afkvæmi hans. Hef eg
séð marga slíka grísi, sem hin gömlu
svín feður þeirra hafa valdið æfilangri
ógæfu. — — Má þvf með fylsta rétti
segja, þegar á alt. þettað er litið, að
drykkjusemin sé,.ein hin stcrfeldasta
frumorsök mannkynsins til óteljandi sjúk-
dóma og alls konar böls. Hún er .eins
konar erfðasynd, sem gengur frá kyn-
slóð til kynslóðar og veiklar bæði lík-
amann, siðferðistilfinninguna og hugs-
unarháttinn í heild sinni. Hófdrykkjan
svo kallaða er byrjunarstig þessa sjúk-
dónis; og fer því betur, að eólisbygging
sumra er svo sterk, að sjúkdómurinn
nær aldrei að fullu og öllu tökum á
þeim. En þroskastig sjúl:dómsins er
ofdrykkjan, þegar allur andi mannsins og
líkami er gagnsýktur orðinn, þegar mað-
urinn talar í óráði íormælingar og alls
konar heimsku, lítur út eins og svín og
hagar sér eins og fífl.
Það er alls ómögulegt að geta sér til
um, hvar mannkynið stæði nú, ef engin
víndrykkja hefði nokkru sinni átt sér
stað í heiminum. En víst er um það,
að margfalt miklu frainar stæði það.
Ef til samanburðar ætti að taka nokk-
urn annan mannkyns-sjúkdóm, sem hefði
gagnsýkt mannkynið jafn lengi og skað-
lega eins og áfengið, kærnust styrjald-
irnar þar ef til vill helst til jafnaðar.
Pví jafnvel trúarbragða-ofstækin, sem
valdið hefir svo mörgum illvirkjum og
níðingsverkum og komið hefir til leiðar
blóðugum Og hryllilegum ofsóknum á
öllum öldum og alt.til vorra daga, kemst
þar þó ekki að. Stríðin ein með öllum
sínum afleiðingum, eins og þau hafa
verið og eru, nema þar helst nærri. En
sameiginlegt einkenni allra þessara and-
legu mannkynssjúkdóma, stríðanna, trú-
arofsóknanna og víndýrkunarinnar, er