Templar - 11.12.1908, Page 2
T t M H L A k
ígo
hagsins. Einmitt nú, þégar stórbylting
liggur fyrir í skattamálum landsins, verð-
ur að ganga út frá því, að þjóðin vilj
bannlög. Tekjur þær — 'blóðpening-
arnir« —, sem landið liefir haft af áfeng-
issölunni, eiga nú að hverfa, og aðrar
réttlátari tekjur að koma í þeirra stað.
Ekkert mælir móti bannlögum, en alt
með þeim.
Pví eiga þau að koma. Og munu
koma. r.\
Þriðj a atrennan.
Vanþekking og skynieysi.
Pað bar til nuna ekki alls fyrir löngu,
aó ‘lngólfur* flutti all-langa grein eftir
einhvern Ó. þorsteinsson: »Uin aðflutn-
ingsbann«. Er þar í heyranda hljóði
hafin hin þriðja rödd gegn bannlagamál-
inu á þessu ári*; og er þessi hin vesæl-
asta, og er þá mikið sagt. — þó
virðist mér alls órétt að virða
þetta síðasta erindi að engu, þótt
minni háttar sé. Pví hitt er sannreynd,
að ýmsir af almenningi glæpast alloft á
rökiausum málstað, sem eðlilegt má vera
um órökfróða menn, sé ekki tekið
í strenginn á móti og höggvið úr göt-
unum. Og má því alls ekki vio gang-
ast að nokkurt orð — hversu auðvirði-
légt sem er - , sem gegn því mikla máli
gengur (þ. e. bannlagamálinu), standi
óhrundið. Pví hver veit, hvað í húfi er?
Eins og eg sveigði að, þá er erindi herra
Ó. Porsteinssonar óvanalega röklaust og
ruglingslegt. Hitt fæst eg ekki eins mik-
ið um, þótt styllinn á greininni sé við-
vaningslegur; er slíkt ekki svo mjög til-
tökumál. — En þó þykir mér sá svipur einna
óviðfeldnastur á rnáli hans, að stefn-
greinarinnar og andi bera næstum
ótvírætt með sér, að því er mér virð-
ist, að þar sé í rauninni ekki hjartans
mál mannsins, sem hann flytur, heldur
sé það öllu fremur eins konar tilraun til
að láta á sér bera, eða stýlæfing í verstu
merkingu. Og væri slík blaðaför
hin ?/óheiðarlégasta<, sem vera mætti, —
engu að síður þótt höfundur hefji mál
sitt með því að afsaka sig ftá öllum
>óheiðarlegum« tilgangi. — Skal eg taka
það til dæmis, að hann ræðst eingöngu
þar að málinu, sem tvísýnast ert lárása,
rétt eins og hann væri að leika sér; bend-
ir þetta óneitanlega í kynlega átt. En
mjög hefir sá leikur misheppnast höf.
Höf. byrjar skynsamlega. Pví þar af-
sákar hann sig frá aó eiga neitt við þau
tvö stór-atriði, sem bannlagamálinu hefir
hvað mest verið til foráttu fundið: að
það skerði frelsi einstaklinganna, og að
það valdi landsjóði fjártjóni með tolla
missi. Og hefði æskilegt verið, að
*) Hinar tvær voru greinar þeirra Björns
Líndals og L. P. (Lárusar hómöopatha.)
hann hefði verið svo hygginn, að faia
á sarna hátt með öll önnur árásaratriði
við málið. — Hann lætst að vísu kann-
ast við skaðsemi áfengisofdrykkju, og að
reisa þurfi rönd við henni. En óhæf að-
ferð finst honum aðflutningsbann, af því
að forgöngumenn þess hafi það fyrir
»æðsta markmið(!) að koma í veg fyrir of-
drykkju«, þar sem það eigi þvert í mót
eingöngu að vera >meðal(H) til að gera
menn betri og hamingusamari.«, Og má
það vera stór-furðanleg sijóskygni að
sjá ekki, að þetta tvent geti farið saman.
Nú fer höf. að »sýna og sanna«(!l)
óhæfi aðflutnmgsbannsins »til að gera
menn betri óg hamingjusamari« — og
þykist að lokum hafa gert fulla grein
fyrir, að það sé bæði »gagnslaust« og
»skaðlegt«. — Sýnist viðurkvæmilegt að
athuga nokkru nánar þær »sannanir«.
Hugsanagangurinn í grein höf. er hér
um bil þessi: Pað sé oss nauðsynlegt,
óhjákvæmilegt, að hafa áfengið til að
glíma víð; að taka það frá oss sé að
♦takaburtu freistingarnar með valdi«; það
sé oss eins konar uppeldismeðal til
t'ramfara og þroskunar; þess vegna sé
aðflutningsbannið eðlilega ekki að eins
»gagnslaust«, heldur einnig »skaðlegt«.
— Vill hann nú í þremur málsgreinum,
sem eru þungamiðja aðalgreinar hans,
hafa fært sönnur á: að áfengið sé alls
ekki böl, heldur þvert á móti gæði,
sem að vísu má misbrúka, að vér mund-
um jafnharðan taka upp eitthvert annað
ekki betra nautnarmeðal en vínið, þótt
vér hættum við það, og að vandræði
sé að svifta menn víninu, því »þágleym-
ist þeim æfing, sem þeir hafa fengið í
að hafa stjórn á sjálfum sér.« Pessu
næst segir hann í sérstakri stuttri máls-
grein, að sá galli rnuni hér við bætast,
að bannlögin verði heldur ekki haldin,
og verði í því tilliti að eins til skaða
fyrir löggjöfina í heild sinni; og að lok-
um klykkir hann út með því, að fræða
menn á að víða hafi aðflutningsbann
verið leitt úr lögum aftur vegna leyni-
legrar vínsölu, þar sem það hafi verið
lögleitt.
Sé nú snúið sér að því, að dysja
allar þessar rökleysur höf., þá er fyrst
að íaka þar til, að sé um það að ræða,
hvort áfengið sé böl eða »illvættur«,
þá verður slíkt eingöngu dæmt af verk-
ununi þess. Pví enginn hlutur er í
sjálfu sér vondur eða góður, án sam-
bands eða samanburðar við eitthvað
annað. En íivort verkanir áfengisins séu
fremur gagnlegar eða skaðlegar, það
leyíi eg mér að leggja undir dóm skyn-
bærra manna, — hvorumegin sem
ofannefndur greinarhöf. kann að vera.
Um hitt skal eg fúslega vera höf.
samdóma, að »rót bölsins býr í okkur
sjálfum*, eins og hann kemst að orði,
þótt ekki sé fremur um slíkt að ræða,
hvað áfengi snertir en annað böl. — Til
dæmis er það eingöngu að kenna skorti
vorum á hreysti-þroska, að kuldinn hef-
ir skaðleg áhrif á oss. Og verðum vér
þó fegnir að klæða hann af oss, og höfum
meira að segja sett »bannlög« gegn hon-
um: byggt honum út með hæfilegum
hita í híbýlum voruni! Sama er að
segja um sjúkdóms-gerlana, að þeir
mundu alls ekki valda oss neinum skaða,
ef vér værum nógu hraustir. Samt er
það læknunum fjærst skapi að ala þá
kynslóð, heldur reyna þvert á móti að
ganga af þeim dauðum; og mun það
eðlilega vera flestum næst skapi, að
óska öllum gerlum út í hafsauga. Og
eru allar sóttvarnir í reyndinni ekkert
annað en tilraunir til »bannlaga« í viss-
um skilningi. —
Alt eins er með áfengið, sém með
fylsta rétti má nefna arfgengan mann-
kynssjúkdóm, og hann alis ekki af
»bestu sortinni«, — þótt áhrif þess finn-
ist sælu-kend á vissu augnabliks-stigi
veikinnar, á sinn hátt eins og hitaveikis-
óráð. Og get eg ekki annað fundið, en
að einmitt þessi ímyndaða þæginda-
kend sé lang-hættulegasta einkenni sjúk-
dómsins. Pví að lienni er það að kenna,
að margur leitar sér ekki lækningar við
honum, og vill ekki við hann kannast,
eða veit jafnvel ekki af honum. Og ber
siikt við um ýmsar sóttir, einkum þó
þær, sem á sálinni iiggja. Pessa sótt
er nú allmikill hluti mannkynsins búinn
að dragast með, svo aldatugum skiftir.
Og er mér nær hyggju að undrast, að
hún skuli ekki vera búin að leggja það
í grölina, heldur en að ímynda mér, að
sú öld muni nokkru sinni upp renna,
að það venji sjúkdóminn af sér. Og að
minsta kosti er ekki ennþá rieitt útlit
fýrir, að sú stund sé í nánd, — og
harla ótrúlegt, að hún muni nokkurn
tíma koma. — Virðist því ekkert annað
ráð vænna, en að bægja frá sér pessu
óviðráðanlega böli að fullu og öllu,
sem hin versta óvætt væri, ef með
nokkru móti er unt. Og álítum vér
góðtemplarar þess kost með traustum
lögum bundnum samtökum. Og er ör-
uggust tegund slíks, hvað vort Iand
snertir, hið margumrædda aðflutnings-
bann.
Hvað aftur á móti viðvíkur áfenginu
sem uppeldis-meðali, þá nær skoðun
höf. í því efni alls engri átt. Hef eg
aldrei séð slíkan barnaskap á prenti, hvað
þá meiri, og tel eg furðu á, éf fullorðinn
maður skrifar svo skynlaust. Maður
þarf ekki að vera sögufróður til að veita
því eftirtekt, að almenn ofnautn áfengis
verpur einni þjóð af annari í hvarfsins
djúp. Og ska! þó sú næsta aldrei láta
sér segjast af forlögum hinnar. Sýnir
þetta ekki annað en að Bakkus verður
að jafnaði brátt ofjarl, þar sem hann
kémur höfðinu inn; þótt einna næmust
séu ef til vill dæmi villiþjóða í þeim efn-
um. Ennfremur er það engum ofætlun,
að hafa veitt eftirtekt því, sem gerst hef-
ir fyrir skemstu og enn gerist daglega í
þessu hjá vorri eigin þjóð og í voru
eigin bygðalagi: að mjög er úr vegi,
að almenningur hafi tök áhófi vínnautn-
ar, heldur er hitt það sanna, að all-
flestir sem vín smakka áannaðborð,
drekka sér til skaða að meiru eða
minna leyti. En hitt skal eg játa, aðþað
gerir vaninn að verkum, að menn verða
fyrir böli þess (vínsins) blindir. Og er