Templar


Templar - 11.12.1908, Blaðsíða 5

Templar - 11.12.1908, Blaðsíða 5
T E M P L A R 193 — Ekki gat honum samið við konu sína. Og var það nær eingöngu vegna vín- drykkju og þess sem af henni leiddi. Og skildu þau svo. — Hann var mjög tignaður um tíma sem skáld. En svo langt komst óregla hans, að þótt hann væri tiginborinn var hann að lokum hvergi liðinn hjá hinu heldra fólki. Og jafnvel skríllinn var farinn að hrópa á eftir honum á mannamótum. Kom þá svo að hann taldi sér ekki lengur vært á ættlandi sínu; og varð hann að flýa þaðan. Hraktist hann nú land úr landi, ósæll og eirðarlaus; og gekk svo nokkur ár. Að síðustu lagði hann af stað í Grikkja-stríðið sem sjálfboðaliði. Ávalt hélt hann þó uppteknum hætti hvað vínnautnina snertir. Og hefir honum sjálfsagt verið um megn að leggja hana af — Hann hafði ungur verið einhver hinn fríðasti maður á öllu Englandi. En þegar hann var um þrítugt var hann búinn að fara svo illa með sig á slarki og óreglu, að hann leit út eins og sjö- tugt gamalmenni. Átti hann nú skamt eftir ólifað. Og lést hann af afleiðingum víndrykkju, rúmlega hálf-fertugur að aldri, gjörhniginn að heilsu. — Hann hafði, á meðan heilsan leyfði, gengið drengilega fram í Grikkjastríðinu. Og er það al- mæli, að án alls efa hefðu Grikkir gert hann að konungi sínum, ef honum hefði enst aldur til. En Baccus sá fyrir því! Hið langmesta skáld Ameríkumanna, sem og er talinn meðal heimsins allra- fremstu rithöfunda, Edgar Poe, fór eins eða jafnvel ver. Hann var einhver mesti drykkjumaður sem um ér getið. Var hann ungur rekinn burt frá fósturíoreldr- um sínum vegna óreglu. Og var hann þá fyrst nokkur ár á hrakningum, og gekk því næst í herinn; en varð einnig að víkja þaðan af sömu orsökum — Seinna komst hann þó að ritstjórnarstöðu og kvæntist. En vegna ofdrykkju og ó- reglu alls konar gat hann ekki tollað nema örskamman tíma í þessari nýu vist, og lenti nú aftur á hrakningum og basli. Gat kona hans ekki þolað þá örbirgð og það andstreymi, sem ofdrykkja eigin- manns hennar bakaði henni. Misti hún þá heilsuna, og dó i hinum mesta vesal- dómi rúml. tvítug að aldri. — Skömmu þar á eftir komst Poe aftur að blaða- menskustöðu. En það fór sem fyr; hann drakk sig frá henni. Og komst hann nú í slíkt volæði, sem frekast er unt að hugsa sér. Var hann nú og mjög þrot- inn að heilsu, þótt eigi væri gamall; enda létst hann skömmu síðar í hinni sárustu neyð, á fertugsaldri. Skotlands mikla skáld, Róbcrt Burns, sem bæði var rithöfundur fram úr skar- andi og þess utan dugnaðarbóndi, var drykkjumaður mikill og alla tíð örsnauð- ur. — Dó hann á besta skeiði, 36 ára gamall, þannig, að hann sofnaði drukk- inn úti um kvöld í kalsaveðri; varð hann innkulsa og lést að fáum dögum liðnum. Pannig fór sá mikli maður, sem auk margra annarra ágætisverka hef- ir ort hið dýrðlega kvæði, (sem alkunn- ugt er hér á landi í þýð. síra M. Joch.: «Pví skal ei bera höfuð hátt í heiðursfátækt, þrátt fyrir alt?« o. s. frv. Arnold Boechlin, langfrægasti málari, sem uppi hefir verið á Pýskalandi og einn hinna einkennilegustu listamanna heims- ins, var alla ævi bláfátækur drykkjumaður, sem fáirmerkir menn þektu nema að nafni. — Svo ersagt aðGeorg Brandes var staddur í Berlín og langaði til að sjá Boechlin. Tókst honum lengi vel ekki að spyrja hann uppi, fyr en hann eftir langa leit spurði til hans af tilviljun. Var þá þessi dýrðlegi listamaður staddur niðri í arg- vítum veitingakjallara og sat þar að drykkju innan um alls konar óþokkalýð. — Pegar vér virðum fyrir oss ævi- atriði þessara mikilmenna, og reyndar ýmissra fleiri en hér hafa verið nefndir og svipað lán hafa sótt í hendur Bacc- usi, hlýtur oss að reka að þeirri hugs- nn: »Pegar svo fer með hin grænu tré, hvernig mun þá fara fyrir hinum visn- uðu?!» — Fyrsta vistin. Saga eftir Chr. Westergaard. Theodór Árnason þýddi. Frh. Pegar Margrét kom í hagann, litaðist hún um eftir bróður sínum, en sá hann hvergi, en í þess stað varð hún strax vör við hundinn, sem sat undir mjólk- urvagninum. Hann Iá alveg kyr, eins og hann svæfi og varð hún því ekkert hrædd við hann. Hann varð ekkert vond- ur þegar hún kom að vagninum, en lá kyr sem fyrr. Parna lá treya Hans Pét- urs, og fyrst hún gat ekki fundið hann sjálfan, ætlaði hún að forvitnast um hvað væri í vösunum á treyunni, því henni þótti vænt um alt sem Pétur átti. Hún tók treyuna upp til að rannsaka hana, eti í því stökk hundur- inn geltandi á hana. í ofboði flýði hún, en af því, að hún hélt á treyunni elti hundurinn hana, beit í treyuna ogtogaði á móti. Þá slepti hún henni og hljóp grátandi að hagahliðinu og hrópaði á bróður sinn. »Hépp! hépp! Tryggur karlinn!« kall- aði Hans Pétur um leið og hann kom út úr fylgsni sínu. Hann komst við af hræðslu systur sinnar. »Ha! ha! ha!« hló Kristinn. »Pú varst ^hrædd við hann Trygg, Margrét,« kallaði Hans Pétur. »Hann gerir engum neitt.« »Pú ættir að skammast þín, Hans Pétur, að hræða mig svona, og fyrir bragðið skal eg aldrei koma til þín framar», sagði hún kjökrandi. »Pú getur óhrædd klappað honum«, sagði hann. »Hann bítur ekki, en eg hef kent honum að standa vel á verði.« »Ef þú ert hrædd við hund, þá tjáir ekki senda þig til þorpsins«, sagði Kristinn háðslega. »Hundurinn vissi ekki að þú varst systir Hans Péturs, en við verðum að kenna honum það.« »Pað gildir mig einu, Egill, aðeins að þið kennið honum ekki að hræða mig.« »Ha! ha! ha!« hló Kristinn. Peir léku sér nú um stund að hund- inum, því hann varð að gera ýmsar list- ir. Misþyrmdi Kristinn honum þá mjög. Loks þótti honum tími til þess kominn að gá að kúnum sínum, en það fanst honum samt ekki eins gaman og að eika sér. »Pað er gott að Kristinn er hér ná- lægt með kýrnar sínar, svo að við get- um leikið okkur saman«, sagði Hans Pétur. »Það var víst hann sem fann upp á því að láta Trygg hræða mig?« spurði Margrét. »Já, en hann gerði þér þó ekkert.« »Veit eg það«, svaraði hún, »en mér geðjast ekki að Kristni, af því hann fór svo iila með Trygg.« »Pað er ekki vert að þú segir mömmi frá þessu«, sagði Hans Pétur. »Nei, en þá máttu ekki hræða mig oftár«, svaraði hún. »Kemurðu ekki bráðum heim? — Pú ættir bara að sjá öll húsin sem eg hef bygt við veginn, þegar eg hef setið yfir kúnni. En það var miklu meira gaman, þegar þú varst heima.« »Má eg koma með Trygg með mér?« »Já, en ekki með Kristinn!* * * * Kunningsskapur þeirra Hans Péturs og Kristins jókst dag frá degi. Peir voru daglega saman; oftast Ivar það Krist- inn, sem yfirgaf sínar kýr og lét þær eiga sig. Hans Pétur var ennþá jof samvizkusamur til þess að van- rækja verk sitt, þó að Kristinn drægi úr þeirri tilfinningu hans,bæði með eig- n breytni sinni og með því að géra gis að honum fyrir skyldurækni hans. Peir höfðu nú um tíma liaft mikið að gera við að undirbúa fiskiveiðaferð í kíl, sem var fyrir ofan akur Mikkaels Madsens. Var þar mikið af geddum og álum. Kristinn hafði hnuplað sér dálítlu af hrosshári og úr javí fléttuðu þeir strengi, pílviðar greinar notuðu þeir sem fiskistengur, og er þeir höfðu útvegað sér öngla, voru þeir ferðbúnir. Veiðarfærin földu þeir í limgarðinum, því enginn mátti vita af þessu, og um miðdegisleytið ætluðu þeir að byrja veiðina. Hans Pétur loíaði sjálíum sér að vísu að vera aðeins augnablik og fara svo strax til nautgripanna sinna, því það var mjög heitt um miðdegið og þurfti þess- vegna að gæta vel að því, að kýrnar færu ekki í kornakurinn. »Þú skalt sjá«, sagði Kristinn, »að ekkert er til fyrirstöðu.« Eg get heldur ekki séð mínar kýr, en hvað kæri eg mig um það? Pað er heldur ekki nægi- lega heitt til þess að þær rási. Ög við getum veitt margar geddur og ála. Eg hef séð fiskana byltast um í vatn- inu á hverjum degi.«

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.