Templar


Templar - 11.12.1908, Síða 6

Templar - 11.12.1908, Síða 6
194 T E m P L A R •>Húsbændurnir verða víst glaðir þeg- ar við komum heirn með stóra byrði«, sagði Hans Pétur. »Nei, við skulum svei mér ekki gefa það sem við fáum, okkur verður varla þakkað mikið fyrir það<, svaraði Krist- inn. »Mamma mín getur gengið um með fiskinn og selt hann, því hann er mjög dýr. Ef við getum veitt fáeina stóra ála, getum við á stuttum tíma inn- utinið okkur meira en sem svarar hinu litla kaupi sem við fáum « »Já! og svo skiftum við péningunum á milli okkar.« »Nei, bíddu nú við!« sagði Kristinn, »mamma verður þó að fá eitthvað fyrir að selja fiskinn.« »Pað er satt, það hugsaði eg ekki um.« »Hún fær nú ekki minna en helm inginn, þar að auki lagði eg til hross- hárin og önglana og fyrir það vil eg fá eitthvað. Eg tek tvo hluti af helmingn- um sem eftir verður og svo mátt þú eiga afganginn.« »Pað verða nú víst éngin ósköp,« sagði Hans Pétur og stundi við. *Pað geta orðið 3 — 4 krónur.« Peir komu nú að kílnunt og beittu önglana, og er þeir höfðu hent færun- um í vatnið, settust þeir undir gamalt pílviðartré, sem slútti út yfir kílinn. Með eftirvæntingu horfðu þeir á færin og vonuðu, að nú yrði bráðum bitið á. En það gekk ekki eins vel með veiðina og þeir höfðu gert ráð fyrir. Hver hreyf- ing á vatninu endurnýjaði vonina, en það var aðeins vesöl skemtun, þvi von- in dó strax aftur. »Megum við veiða hérna ?<- spurði Hans Pétur. »Nei! En hvað gerir það til; kíllinn er að vísu leigður, en hingað kemur enginn um miðdagsleytið svo það skiftir engu. Ef einhvér skyldi koma getum við stokkið burtu.« »Eg verð víst að fara að gæta að kúnum«, sagði Hans Pétur. Pví sam- viskan ásakaði hann með endurnýjuðu afli, við þá hugsun að fremja þannig tvöfalda yfirsjón. »Eg er hræddur uni að þær hlaupi í hafrana. Við höfum nú verið svo lengi og við fáum víst engan fiskinn í dag.» »Hvaða bull«, svaraði Kristinn. »Kýrn- ar gæta sín sjáifar og við förum bráð- um heim. Parna skaltu nú sjá!« hélt hann áfram. »Nú kemur það.« Við fiskifærið sást hreyfing, eins óg fiskur væri við það. Pað var ný freisting fyrir Hans Pétur og hann settist aftur niður til þess aðbíða úrslitanna. Færið hreyfð- ist dálítið og »bólið« hossaðist upp og niður, og éinu sinni hvarf það alveg undir yfirborð vatnsins. »Nú er hann á færinu«, hvíslaði Krist- inn; »en, þey, þey!« t iskurinn hlaut áð vera á, og Kristinn dró færið upp, en — ekkert var á því, aðeins beitan farin. »Óhræsið. Parna fór liann mtð orm- inn«, sagði Kristinn. «En við skulum samt ná honum. Hann kemur strax aftur þegar hapn er búinn að bragða á beitunni.« Hans Pétur varð aftur ókyr og vildi fara heim. »Nú skulum við sjá hvað klukkan er«, sagði Kristinn; eg hef ágætan »sólhring«, sem ég stilti í dag svo eg veit að hann er réttur.« Hann tók nú þetta verkfæri upp úr vasa sínum: málmhring með skoru öðrumegin en tölustöfum hinumegin, dálítið málmband, sem hægt var að færa til, huldi skoruna að undanteknu ofurlitiu gati, sem sólin skein í gegnum yfir á tölustafina, »Klukk- una vantar fjórðung í eitt«, sagði Krist- inn. »Viltu kaupa hringinn?» sagði hann við Hans Pétur. »Pað er ágætur ->sól- hringur«, hann sýnir stunda-fjórðunga.« Petta var freisting; hringurinn var jafngóður og úr og við hann hékk gul festi, sem mundi fara vel á brjóstinu. «Hvað á hann að kosta?« spurði, hann. »Eg keypti hann fyrir 40 aura«, svar- aði Kristlnn. Pað var auðvitað ósatt. en hvað kærði hann sig um það, ef hann aðeins gat blekt Hans Pétur. »En þú skalt fá hann fyrir 30 aura.« »Fæ eg festina líka?« »Nei! Hana færðu fyrir 10 aura.« »Pú getur grætt þá, ef við aðeins höldum áfram,« »Jæja, láttu mig þá fá hann.« Nú varð hann að vera kyrr við kíl- inn; en það var líka mikilsvirði, sem hann hafði veitt, því honum fanst hann eiginlega hafa fiskað hringinn. Ýmist stakk hann honum í vasann til þess að sjá hvernig festin færi, eða þá hann gáði að því, hvað klukkann væri. En veiðiskapurinn gekk illa og loks varð Kristinn að játa að til einskis væri að eyða tímanum lengur í þetta. »Eg vildi óska að enginn hefði nú komið út í hagann«. sagði Hans Pétur við sjálfan sig á heimleiðinni, »og eg vildi, að kýrnar væru allar kyrrar!« Kristinn var ekki hryggur, en samvisk- an nagaði Hans Pétur ári afláts, og j hann flýtti sér sem mest hann mátti. Pað var heldur ekki hið ákjósanleg- asta ástand þarna hinumegin. Sólar- hitinn var mjög mikill og blæja logn. Af því leiddi að kýrnar ókyrðust og leituðust við að brjóta hlekkina, er þær höfðu étið nægju sína. Pær slógu hölunum upp í loft og stukku um í tjóðrinu og eftir marga sterklega rykki j hepnaðist tveim þeirra að slíta sig laus- ar, og leituðu þær síðan á akurinn. Nú vildi svo til, að Margrét litla var aftur send þenna dag, einhverra erinda til bróður hennar, og af því að hún hélt að hann væri í haganum, eða að minsta kosti ætti að vera þar, fór hún rakleitt þangað. Par fann hún Hans Pétur hvergi. »Skyldi hann hafa falið sig?« Trygg var hvergi að sjá! En þegar hún sá lausu kýrnar skildi hún, að Hans Pétur væri ekki viðstaddur. Hún reyndi nú að ná í kýrnar. Pað var nú hægra sagt en gert, því kýrnar undu vel frelsinu. Pað urðu þessvegna kapphlaup og við það skemdist kornið, því það tróðst niður víðsvegar. Hún gat náð annari kúnni og teymdi hana á eftir sér, þegar Morten Nielsen, sem hafði kcmið til hugar að líta eftir nautgripunum, kom í hagann. »Hver ert þú?« spurði hann telpuna. «Eg er systir hans Hans Péturs.« »Hvar er hatin þá, þegar kýrnar eru að rása um kornið?* — Hún fann að hún var í klípu ; það hafði eitthvað komið fyrir bróður hennar. Hún gat ef til vill frélsað hann með því að segja að hún hefði tekið að sér að gæta kúnna rneðan hann hefði skroppið yfir til Kristins, því þar hugði hún hann vera. Pað var að vísu ósatt, en hvernig mundi honum annars reiða af. Hún hætti því á þetta. Hefði hann al- varlega athugað hana er hún sagði þetta, hefði hann getað séð hve hrædd hún var. »Við skulum nú ná í hina b eljuna hann kemur lfklega á meðan, og þá get eg talað við hann «

x

Templar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.