Templar


Templar - 11.12.1908, Blaðsíða 7

Templar - 11.12.1908, Blaðsíða 7
T t M P L A R 195 Hfcngir drykKír og berttaður. Einhver frððlegasta bók, sem til er um áfengismálið, er bók eftir Dr. Matti Helenius; og hefir Tempiar áður vakið athygli manna á henni. Hér skulu tilfærðar nokkrar upplýsingar urn skaðsemis-verkanir áfengis og hernað til samatiburðar. Helenius segir svo frá: Árlegar mannfórnir á altari Bakkusar eru taldar sem hér segir: Á Bretlandi hinu mikla . . . 40,000 - Hollandi og Belgíu .... 20,000 - Rússlandi................... 100,000 - Frakklandi.................. 30,000 - Rýskalandi.................. 40,000 - Sviss og Norðurlöndum . . 10,000 Sanitals 250,090 Á rúmum aldarfjórðungi eru því píslar- vottar áfengisins í þessum löndum einum '7:/2 núljón, eða eins margir og þeir menn saman-taldir, er féllu í öllum styrjöldum nítjándu aldarinnar. Um bein útgjöld til hermála og áfengis- kaupa ættu þessar upplýsingar að nægja: Árið 1898 — 99 voru útgjöld Þjóðverja til sjó- og landhers samtals 730'/2 miljón marka, en bein árleg útgjöld til áfengiskaupa 3000 miljönir marka (1 mark = 89 aurar). Áárunum 1897-1900 varvarið 727,200,000 kr. til hermála á Englandi, en til áfengís- kaupa 2,780,640,000 kr. á sama tíma. Árið 1890 guldu Svisslendingar 175 milj. franka fyrir áfengi, eða sexfalt á við hermála- kostnað þeirra það ár. Árleg útgjöld Svía til áfengiskaupa kring um 1890 voru utu 80 milj. kr., en til land- varna 35 milj. kr. Árlegur áfengisreikningur Finna á árunum 1891—95 nam 24 milj. trarka, en hernað- arútgjöldin tæpum 9 miljónum. Danir eyða árlega 62'/2 miij. kr. fyrir á- fengi, en 17 — 18 milj. kr. til hermála. Frakkar guldu þjóðverjum 5 miljarða franka í herkostnað eftir ófriðinn 1870 — 71. En þá uppæð drukku Þjóðverjar upp á einu ári og fjórum mánuðum. — Árið 1884 eyddu Frakkar sjálfir 1 miljón og 500 þús- und tunnum (á 103 j3t.) af áfengi, og nam verð þess 1600 miljónum franka. Áfengi, veikindi og dauði. Til merkis um skaðsemi áfengis getur hr. Helenius þess, að af einni ölvan geti leitt langvarandi magakvef. Pað er sannað með daglegri reynslu, að maður, sem er óvanur áfengum drykkjum, finnur þegar til svíma npkkrum mínútum eftir að hann hefir drukkið úr litlu vínstaupi, og er það merki þess, að blóðrásin hefir truflast. Og þó er naumast þriðjungur þess áfengis, sem í víninu er, búinn að blandast blóðinu á þessum fáu mínútum. Reir eru margir, er virðast vera harla móttækilegir fyrir áhrif áfengisins. En þess ber að gæta, að það sein vér í daglegu tali nefnum ölvun, er aðeins ein hlið áfengis- eitrunarinnar; það er tilkynning taugakerfisitis um að eitrun sé þegar byrjuð. En jafnvel þó þessa -sjáist engin ytri merki — ^engin sýnileg ölvan, þá Itefir þó eitrið engu síð- ur sömu verkanir. Hinn frægi finski háskólakennari í læknis- ræði, Pippingskjöld prófessor, sem engan veginn ber að telja með fortnælendum bind- indismálsins, fór þessum skýru orðum um þá menn, er daglega neyta áfengis, en þó í hófi, sem kallað er: »Mætti þeim auðnast það látnuin, að vera við vísindalega’ rannsókn á lifrum þeirra, mundu þeir flestir sannfærast um að þeir hefðu stytt sér aldur; og þeir mundu að líkindum bregða við og hvísla að sonum sínum þeim lífsreglum, er þeir höfnuðu sjálfir í lifanda lífi.« Alt í einu — ef til vill þegar minst varir, þrýtur viðnámsafl líffæranna; og þá koma í ljós afleiðingar langvinnrar áfengisnautnar. Áhrif áfengis á líkama mannsins eru ekki komin undir sjálfri eitursöfnuninni í líkarn- anutn — því áfengi er efni, sem leysist upp og brennur —, heldur því aðallega, að eitrið veldur ákveðnum breytingum á taugakerfinu. Þessar breytingar, sem í fyrstu eru injög litlar, aukast smámsaman við á- fengisnautnina, þar til þær loks valda ákveð- inni veiki. Pessar athuganir lúta einkum að þeirri grein þessa máls, sem nefnd er langvinn áfengissýki. Pær sýna bæði það, með hverjum hætti iðuleg ölvan veldur alvarlegri veiki, og hitt, að reglubundin og langvfnn áfengisnautn, þó í smaskömtum sé, ntiðar í sömu átt. Þess vegna ryður sú sannfæring sér æ meir og meir til rúms meðal lækna, eftir því sent þeir athuga þetla mál vandiegar, að það eru ekki ofdrykkjumennirnir einir, sem verða fyrir skaðiegum áhrifum áfengis, heldur og fjöldi þeirra rnanna, er taka ntundu það illa upp, ef nefndir væru því nafni. Þegar dr. Helenius er búinn að sýna frant á það með ljósum rökum, að þeir menn, er áfengi ltafa mest um hönd, veitinga- menn, ölgerðarmenn og þeirra nótar, séu að jafnaði skammlífari eu aðrir, skýrir hann áhrif áfengisins á blóðrásina með því að til- færa eftirfylgjandi greiu eftir sænska vísinda- manninn Selden: »Ef rannsakaðar eru smáæðar í líki manns, sem lifað hefir áu áfengis og við góða heilsu, má sjá, að þær eru teygjanlegar, mjúkar og jafnar og láta undan ef við þær er komið; þegar tekið er á þeim, eru þær hálar, slím- kendar og snerpulausar. En í drykkju- manninum eru þær aftur á móti óteygjan- legar, harðar viðkomu, ójafnar og hrukkóttar, eins og börkur. Hver verður nú afleiðing- in þegar blóðið rennur hægt og seint uin þessar óteygjanlegu og ójöfnu æðar frá mátt- lausu og utslitnu kvaphjarta? Það getur þá auðveldlega komið fyrir, að litlar blóð- agnir festist í hrufunum; og þegar blóð- koruin eru ekki hál og slétt eins og þau eiga að vera, heldur hrufótt og ójöfn, er hætt við að þau loði saman á göddunum eins og kambar. Smámsaman bætast fleiri við, þangað til blóðkökkurinn er fullger — blóðæðin stífluð. Og þetta er æfilangt mein. Því þegar æðin er stffluð skeður eitt af tvennn: Annað- hvort yfirvinnur hjartað þessa mótspyrnu og sprengir æðina, en það getur valdið hættu- legum blóðmissi; - ef slík æð springur í heilanum er sagt að sjúklingurinn deyi af slagi; springi hún í lungunum eða magan- um, deyr maðurinn af blóðspýju. — Þetta var annar mögulegleikinn. En ef blóðkökk- urinn situr í æðinni og hún er nógu sterk til að standast þrýsting hjartars, þáj lýist hjartað að lokum og drykkjuinaðurinn deyr af hjartabi 1 un«. Dr. Helenius nefnir þessu næst margs konar veikindi, er séu sérstaklega hættuleg drykkjumönnum. Því var snemma veitt eftirtekt, að kólera lagðist þungt á drykkju- menn. Árið 1853 varð »gula sýkin* 5000 drykkjumönnum að bana íjí.New Orleans, áðnr en nokkur bindindismaður.jsýktist. Einna eftirtektaverðastj er þó hið nána samband, sem er á milli langvarandi áfengis- eitrunar og ofsafenginnar lungnabólgu. Líka er það kunnugt, að sjálfsmorð eru hvað tíðust meðal drykkjumauna; sömuleiðis það, að þeim er mjög hætt við hvers konar ó- höppum. Eftir því sem dr. Carlsen skýrir frá, er áfengisnautnin ýmist ein eða með öðru or- sök þess, að sjöundi hver maður í sveita- þorpum í Danmörku deyr á 35 — 55 ára aldursskeiði. Dr. Helenius endar þennan hluta bókar sinnar með því að tilfæra það 'sem hér segir, eftir Sirj Andrew Clark, fyrrum líflækni Viktoríu drotningar og yfirlækui við sjúkra- hús Lundúna: »Þegar eg var í rannsóknarferð í sjúkra- húsi mínu í dag og sá,“ að 7 af hverjum 10 sjúklingum áttu raunir sínar að rekja til áfengisnautnar, gat eg ekki annað en hrygst af því, að fræðslan um þetta mál hefir aidre verið svo hrein og bein, skýr og ákveðin sem skyldi. Og þegar eg hugsa sjálfur um þetta, er mér næst skapi að segja af mér emþætti mínu, leggja á stað í krossferð og flyíja hvarvetua þennan varúðarboðskap: Varið yður á þessum skæða óvin kynslóðar vorrar«,l Sannleika þeim, er vér bindindismenn förum með, verður ekki móti mælt. Menn treysta sér ekki til þess þó þeir fegnir vildu. En þá verðum vér að vona, að menn breyti eftir þessum sannleika og geri áfengið landrækt. Þjóðin væntir þess nú af fulltrúum sínum. Minnist þessa löggjafar, þegar þér búið yður í þingferð næst! - d. Vér sjáum það. Sflir flrnhóim. Vér sjáuum það félagar kæru í kvöld, að krafturinn fylgir því góða; því nú eftir starfstímann einn fjórða’ úr öld í öndvegi situm þar höfum völd, og flestir oss fylgi sitt bjóða. Því frón vort í sannleika unnið er alt, þess andi nú fyrir oss starfar. í haust þjóðin verklaunin veglega galt, svo verða þau borguð oss þúsundfalt, er blessa vort erfiði arfar. Þessar vísur orkti br. Magnús Gíslason ljósmyndari á samsæti því er haldið var hér 7. þ. m. og getið er hér á öðrum stað í blaðinu. Gerði það undir ræðuhöldum.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.