Templar - 10.11.1915, Side 3

Templar - 10.11.1915, Side 3
TEMPLAR. 63 það, sem bylting þessi gjörir, þegar hún verður nógu sterk og útbreidd, er, að sameina tvo dýrmæta hluti, sem fremur eru sjaldgæfir hjá einum og sama manni — en það er lífsgleði og reynsla, eða sem enskir kalla: enthusiasm and expe- riance. Alt til þessa hefir því verið þannig varið, að vérjhöfum lífsgleðina, en vant- ar reynsluna, og þegar vér höfum feng- ið reynsluna, þá er lífsgleðin farin. Ég þekti hinn mikla lærimeistara minn, Sir Francis Galton, þegar hann var á áttræðisaldri, og hann var full- komið sýnishorn af manni, sem hefir hvorttveggja til að bera: lífsgleðina og regnsluna. Hann var ótrúlega vitur og eftir því reyndur. Hann var glaður og fjörugur sem ungur drengur, og æfin- lega yngstur og glaðastur í herberginu. Og heilsufræðin, sem hann grundvallaði, — mun á komandi tíma breyta öllum heimi. Vafalaust má æskan biða lengur eftir uppfyllingu vona sinna. Og þeir verða ekki margir forsætisráðgjafar eða stjórn- arformenn Breta rúmlega tvítugir eins og Pitt. En hins vegar verða þær líka færri hetjurnar, sem deyja úr drykkju- skap eða gigt um fertugl, eða stjórn- málamennirnir, eins og áður fyrri. Og æskan mun leika sér sem áður; en hún mun endast miklu betur en áður og vara lengur á komandi timum, en liing- að til hefir verið. Fegurð kvenna hjá hinum lægri mann- llokkum er öll farin þegar þær eru 23. og 24. ára gamlar og þegar þær eru orðnar 35 ára, þá eru þær orðnar skorpn- ar og hrukkóttar og gular og tannlaus- ar kerlingar. — Hjá hinum hvítu mann- llokkum endast konur miklu lengur. þó að mjög sé það mismunandi lijá hverri þjóð í sama Iandi. En þetta: fegurð kvenna, er sama eðlis og alt annað. Það er æskan og lífsgleðin, sem er farin þegar reynslan er eiginlega rétt að byrja. Æðarnar eru orðnar harðar og stirðar af eitrun, og sálin er orðin sliguð og útpind og getur ekki höfði lialdið. Eftir það er maðurinn á leiðinni hröðum fet- um til grafar, hvort sem hann er ungur eða gamall að aldri til. (Heimskringla). Br. Sig, JúL Jóhannesson, læknir var kosinn Stór-Templar á síðasta þingi Stórstúkunnar í Manitoba og Norðvest- urlandinu, sem haldið var i ár. Hann er lesendum »Templars« að góðu kunn- ur. Einnig er hann þjóðkunnur hér á landi fyrir kvæði sín, sem bróðir hans, Jóh. heilinn Jóhannesson, gaf út fyrir nokkrum árum. Br. Sigurður er dugnaðarmaður og á- hugasamur um reglumál. Stórstúkan mun þvi ná miklum framförum undir stjórn hans. Næsta blað kemur út kringum 25. þ. m. Áfengisbann í Svíþjóð. Bindindismenn í Svíþjóð héldu alls- herjarþing í sumar er leið og ákváðu að fara þess á leit við konung og stjórn, að áfengisbann verði í lög leitt meðan á styrjöldinni stendur. Það hefir nú heyrst, að í ráði sé að koma á áfengisbanni í Svíþjóð meðan á ófriðnum stendur. En áfengisframleið- endur eru óðir og uppvægir og gera alt, sem í þeirra valdi stendur til að hindra það. Jafnvel hefir heyrst að gistihúsin hafi hótað að loka ef þetta yrði ákveðið. Einnig kvað nýtt bindindisfélag(II) vera í undirbúningi, sem á að vinna á móti því, að þessi ófagnaður, bannið, komist í framkvæmd. Það er félag, sem »Morgunblaðið« hlýtur að hafa álit á ; það mundi vinna að Morgunblaðs-bindindi. Frá stúkunum. Útsölu (bazar) hélt Unglingaráðið sunnu- daginn 31. f. m. í Good-Templarahúsinu og stóð hún frá kl. 10 árd. til kl. 6 síðd. „Svanir“ léku á lúðra gestunum til skemt- unar. Einnig var sunginn tvísöngur. Að- fóknin var dauf og inn komu alls 51 kr. og 8 aurar. Unglingastúkurnar í Rvík eru nú að skifta félögum sínum í flokka, til þess að hafa betra eftirlit eftir fundarsókn og fræðslu. Er það sniðið eftir amerísku fyrirkomu- lagi. S'tórstúkan mælti með því á þingi sínu í sumar er leið. Leiðrétting. í greininni „Konunglegur bindindisdrykkur", í síðasta blaði, stendur „tvær teskeiðar", en á að vera tvœr barna- skeiðar. Frá útlöndum. Landsforeningen »Bort med Tobakken« í Danmörku hélt þing sitt í Óðinsvé 15. ágúst s.l. Samkvæmt skýrslunum hafði félagið rúmlega 500 félaga. Ýms mál voru til meðferðar á þinginu. Formaður var kosinn dr. Bille-Top. Fólagið gefur út blað, sem heitir „Frisk Luft“. Vindlingareykingar í Danmörku. í fyrra var brent í Danmörku alls 417 miljónum vindlinga. Það ber þó ekki að líta svo á, að úr þeim væri búið til himin hátt fjall og svo kveykt í öllu saman. Nei, danskir drengir, konur og menn reyktu vindlingana — og borguðu „nautnina" með miklu fé. Þessar 417 miljónir vindlinga kostuðu um 6 miljónir 2 hundruð og 50 þúsund krónur (eða einn og hálfan eyrir hver). Þetta geta menn, þrátt fyrir dýrtið, at- vinnuleysi og fjárhagslega afturför. í sannleika þróast vitleysan mæta vel hjá mentuðustu þjóð heimsins. (Frisk Luft). Votka og styrjöldin. Forstöðumaðurinn fyrir skattadeild rússnesku stjórnarinnar, M. Kharitonoff, sagði við umræðurnar um fjárlögin í Dúmunni: Rússland er ham- ingjusamara með stríðið og án áfengisins, heldur en með áfengið og án striðsins. í Þýzkalandi hefir ríkisþinginu verið send áskorun um ýmsar takmarkanir á áfengis- framleiðslunni — meðal annars um ákvörð- urarrétt héraðanna — og fékk hún 2 milj. undirskrifta. í Bandarikjunum hefir nefnd 51 vísiuda- manns lagt til, að whisky og cognac sé strykað út úr lyfjaskránni, því það sé ekki hægt með sanni að segja, að þau eigi þar heima eftir þeim upplýsingum, sem nú eru fengnar um eðli þeirra og áhrif. L.eystur úr álögum. Eftir Guido Ritler Gebell von Ennsburg. (Framh.). Framhald söngleiksins varð alveg eftir vonum manna. Áhuginn óx stöðugt eftir því sem lengra leið á leikinn og við lok næstsíðasta þáttar urðu fagnaðarlæti áhorf- endanna svo mikil að höfundurinn varð að sýna sig á leiksviðinu. Og óskunum var fullnægt. Hann kom fram á leiksviðið á- samt með aðalleikendunum. Hann var í svörtum lafafrakka og bar hvítt hálsbindi. Það var Wilhelm Rhode! Páll greifi. Hann hneigði sig djúpt fyrir hinum hug- föngnu áheyrendum og fyrir keisaranum og fylgdarliði hans, sem tóku kveðju hans brosandi. Blómvöndum og krönzum var fleygt í hrúgum upp á leiksviðið. Karl- mennirnir heilsuðu Rhode með háum á- vörpum, og konurnar — og á meðal þeirra voru þær göfugustu og fegurstu af Vínar- aðlinum — teigðu sig langt fram fyrir brjóstvörn stúkunnar, til þess að þær gæt.u virt fyrir sór listamanninn. Þá dundi við lófaklapp sem aldrei ætl- aði að taka enda. Ungi listamaðurinn hafði einnig af öðrum ástæðum vakið sérstaka athygli þeirra, sem viðstaddir voru. Ýmsir meðal fyrir- fólksins könnuðust undir eins við Willrode greifa og varð það endalaust samræðuefni. Menn gerðu bæði að lofa og öfunda hann. En í stúku Leibnitz greifa komst undrun- in á sitt hæsta sig, er það var ljóst, að Wilholnr Rhode væri hinn frægi höfundur söngleiksins „Elmira". María hné niður náföl á stólinn; en svo brá purpurarauðum roða á vanga hennar. Hæg hræring fór um líkama hennar er hún með gleðibrosi svarið hinu elskuverða augnaráði, sem Rhode sendi henni þaðan sem hann stóð á leiksviðinu. „Nei, nei! nú er mér öllum lokið!“ hróp- aði Leibnitz. „Slíkt hefir ekki áður heyrst! Það er ótrúlegt — þessi Rhode — slikur launmælamaður!" Nú konr Alfons hlaupandi til þeirra; hann var einnig forviða af undrun. „Hvernig lízt þér á?“ spurði hann greif- ann ör í bragði. „Hann er á einu auga- bragði orðinn frægur tónsmiður — hann,

x

Templar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.