Templar - 22.07.1917, Síða 1
TEMPLAR.
XXX.
Reykjavík, 22. júli 1917.
7. blað.
Stefnuskrá Good-Templara.
I. Algerð afneitun allra áfengisvökva til drykkjar.
II.Ekkert leyfi 1 neinni mynd, hversu sem á
stendur, til að selja áfengisvökva tildrykkjar.
4II.Skýlaust forboð gegn tilbúningi, innflutningi
og sölu áfengisvökva til drykkjar; forboð
samkvæmt vilja þjóðarinnar framkomnum í
réttu lagaformi, að viðlögðum þeim refsing-
um, sem svo óheyrilegur glæpur verðskuldar.
IV. Sköpun heilsusamlegs almenningsálits á máli
þessu, með ötulli útbreiðslu sannleikans á
alla þá vegu, sem mentun og mannáít eru
kunnir.
V. Kosinng góðra og ráðvandra manna til að
framfylgja lögunum.
VI. Staðfastar tilraunir til að frelsa einstaklinga
og bygðarfélög frá þessari voðalegu bölvun,
þrátt fyrir allskonar mótspyrnur og örðug-
leika, þar til vér höfum borið sigur úr být-
um um allan heim.
Áskorun andbanninga.
Þess var getið í síðasla tbl. »Templ-
ars«, að andbanningar hefðu samið und-
irskriftaskjöl og látið ganga með þau
um bæinn og fengu þeir eitthvert hrafl
af undirskriflum, og beittu þeir við það
fremur misjöfnum meðölum.
Nú hafa þeir samið og birt áskorun
í »Lögréttu« 4. þ. m. Er andbanninga-
félagsstjórnin útgefandi, en samþykkir
eru nærfelt allir hinir æstustu andbann-
ingar og aðalfrumkvöðlar þeirrar stefnu
í Reykjavík.
Vel gert var það að þeir birtu álit
sitt í málinu og seltu nöfn sín nndir,
svo mönnum gæfist tækifæri til að at-
huga það ásamt tillögum þeim, sem
þeir hafa fram að bera.
Einnig er rétt að athuga suma þá, er
undir hafa ritað í sambandi við það,
sem sagt er og haldið fram í nefndri
áskorun, því líklegt er, að það rnuni
bregða ofurlítilli birtu jTir aðstöðu þeirra
sem starfsmanna þjóðfélagsins, þeirra,
sem það eru, og svo samræmið hjá hin-
um með tilliti til framkomu þeirra í
öðrum málum. Þá gæti svo farið, að
mönnum yrðu þessir heiðursmenn dá-
lítið kunnari eftir en áður, er þeir fyrir
þessar sakir yrðu skoðaðir í öðru ljósi
en áður hefur átt sér stað.
Það verður þá fyrst byrjað sjálfri á-
skoruninni og liún rakin lið fyrir lið.
I. Reynslan.
Þeir segja:
»t*að er nú orðið fullljóst, af hálfs
þriðja árs reynslu, að lögin um aðflutn-
ingsbann á áfengi koma alls ekki að
þeim notum, sem til var ætlast af frum-
kvöðlum þeirra og fylgismönnum«.
»Svo mæla börn sem vilja« má segja,
er maður sér þessa slaðhæfingu and-
banninga. Það nær auðvitað ekki nokk-
urri átt, að full reynsla hafi fengist um
bannlögin á þessum stutta tíma, sem
þau hafa staðið. Full reynsla er að
sjálfsögðu ekki komin fyrri en manns-
aldur er liðinn frá því að þau komu í
gildi, eða sú kynslóð, sem nú er uppi,
er gengin fyrir ætternisstapa. Fyrri er
ekki fullreynt um gagnsemi bannlag-
anna. Þetla viðurkenna þeir menn, sem
með stillingu og alvöru líta á málið og
láta ekki lilfinningarnar hlaupa með sig
í gönur, eins og forkólfar andbanninga
gera.
2. Drykkjuskapur.
Og enn fremur segja þeir:
»Þótt áfengisnautn hafi minkað eitl-
livað til sveita, en þar var drykkjuskap-
ur þegar að mestu úr sögunni, þá hefur
liann ekki minkað í kaupstöðum og
sjáfarþorpum«.
Þeir viðurkenna þó, að drykkjuskap-
ur hafi minkað til sveita; þeir hafa ekki
þorað að bera á móli því; hafa fundið,
að nægilegt byðu þeir af ósannindum í
áskoruninni, þótt þeir vikju frá regl-
unni í þessu atriði, enda verður sýnt
fram á það, að ekki er alt sannleikan-
um samkvæmt, sem í þessu skjali þeirra
stendur. Að drykkjuskapur hafi verið að
mestu úr sögunni til sveita áður en
bannið komst á er ekki rétt; í því efni
má benda á ólöglegu áfengissöluslaðina
austur með vegunum frá Rvík og alla
leið austur í Mýrdal, sem lifðu og döfn-
uðu áður en bannið komst á, en eru
nú úr sögunni og er það alment mál
manna, að mörgum þeirra, sem undir
áskorunina hafa ritað, hafi ekki verið
ókunnugt um þessar áfengisholur. Full
djörf er þessi fullyrðing andbanninga.
Þeir eru enn fremur svo ósvífnir að
segja það að drykkjuskapur hafi ekki
minkað í kaupstöðum og sjáfarþorpum
síðan bannið komst á. Mikill er nú
munurinn á Reykjavík eða þegar veit-
ingakrárnar, »klubbarnir« og brennivíns-
búðirnar voru hér i algleymingi sínum
og lögreglan varð að reka menn í tug-
um og hundruðum út á götuna þegar
veitingakránum var lokað á kvöldin.
Þeir eru ef til vill búnir að gleyma
»klubbunum« sumir þeirra sem undir-
rituðu áskorunina, og þuí, sem par gerá-
ist. — Það hefur sýnilega ekki komið í
bága við réttarmeðvitund þeirra.
Auk þess má vitna í álit borgarstjóra
Reykjavíkur um áhrif bannlaganna og
ætti það að vega meira en óhugsaður
sleggjudómur manna, sem vitanlega
bal'a enga reynslu í þessu efni og enga
þekkingu. Þetta hvorttveggja — reynsl-
una og þekkinguna — hlýtur borgar-
stjórinn að liafa samkvæmt stöðu sinni.
Þess gerist læplega þörf að minnast á
lokadagana fyrrum og nú — breytingin
sem þeir hafa tekið er svo augljós.
3. »Ódrykkir«.
Svo halda þeir áfram:
»En (drykkjuskapurinn) hefur aftur
á móti orðið miklu skaðlegri heilsu
manna vegna ney/.lu alls konar ódrykkja,
sem allir vita, að margir leggja sér til
munns, þegar hörgull verður á ómeng-
uðu áfengi, og alt eru það sterkustu
brendir drykkir, sem til landsins flytjast
nú«.
Svo virðist sem andbanningar ætli að
telja mönnum trú um, að menn hafi
þá fyrst farið að drekka »ódrykkina«
er bannlögin komu í gildi. Þetta er
rangt, því þegar áfengið liækkaði í verði
og takmörkun varð nokkur á því að fá
það, þá fóru menn að drekka »ódrykk-
ina«. Þetta vita allir, sem fylgst liafa
með því sem gerst hefur á undanförn-
um árum í áfengismálinu. Svo er að
sjá, sem aldrei liafi eimdir drykkir ver-
ið til í landinu fjrrri en nú, samkv. á-
liti andbanninga, en skjddi ekki hafa
verið lítið drukkið af þeim bæði fyrr
og síðar og »ódrykkjunum« líka, ef
menn hefðu aldrei lært að drekka á
daufu drykkjunum og fínu vínunum,
svo nefndu. Ef þeir ætla sér að útrýma
nautn sterkra drjdckja — og þá um leið
ódrykkjanna — þá ná þeir aldrei því
takmarki með því að opna mönnum
leiðina að áfenginu á njT.
4. Efnahagur.
Þá skulum við skoða ofurlítið næstu
kláusu í áskoruninni:
»Staðhæfing bannmanna um að það
sé bannlögunum að þakka, að efnahag-
ur landsmanna hefur batnað hin síðustu
árin, verður tæplega tekin í alvöru, því
öllum er það vitanlegt, að öll hlutlaus
lönd hafa alt til þessa stór-efnast á ó-
friðnum, og svo er liér«.
Þeir hafa haldið, andbanningarnir, að
óhætt mundi að lialda þessu fram, því
engar skýrslur séu til um þetta efni, svo
alt af sé hægurinn hjá að þræta fyrir
sannleikann. Það er auðvitaður lilutur,
að þeir, sem eiga að athuga hag lands-
manna og gefa skýrslur um, liafa ekki
getað gert grein fyrir gróða þeim, sem
þjóðinni ynnist vegna bannsins og satna
er að segja umbankana; þeir hafa ekki
gert sér mikið far um að athuga það, og
ber ef til vill engin skylda til þess. Samt
liafði Schou bankastjóri það á orði að
hann fjrndi mun á þvi hve innlög manna
— einkum verkamanna — liefðu orðið
örari eftir að bannið kom í gildi og