Templar - 22.07.1917, Síða 2
26
„Templar^
kemur út 12 sinnum á þessu ári. Verö árgangsins er
2 kr., i Ameriku 75 cents. Dtsölumenn fá 25°/o í sölu-
laun.
Afgreiðsla og innlieimta er á Hveríisgötu 34, Box 164,
Reykjavík.
Útgefandi: Stórgtúka ísla.ndt« I.O.G.T.
Ritstjóri og ábyrgöarmaður:
Jón Arnason, prentari.
Rox 221, Revkjavilc.
hafa þau ekki minkað síðan. Einnig
má benda á reynslu sum'ra kaupmanna
sem skifta við almenning. Þeir segja að
viðskiftin séu miklu ábyggilegri og trygg-
ari síðan bannið kom á heldur en áð-
ur. Mað nokkur, sem aldrei hefur ver-
ið bindindismaður, veitir forstöðu stór-
verzlun einni hér í Rvík og befur marga
menn í vinnu, hefur látið það álil í
ljósi, að það sé alt annað að láta menn
vinna uú en áður en bannið komst á;
það sé geysimikill munur á þvi hve
menn stundi vinnuna betur og bve
miklu meiri not mennirnir haíi af vinnu
sinni og verzlunin hafi einnig svo miklu
meiri not af ]>eim. Einnig er umsögn
borgarstjóra, sú, sem áður er vitnað í
hér í þessari grein, eitt sönnunargagnið
gegn þessari staðbælingu andbanninga.
Hvers vegna ætti reynslan að verða
önnur hér en allstaðar annarsstaðar í
heiminum þar sem bannlög og ákveðn-
ar tilraunir til útr^'mingar áfengisins
hafa verið gerðar? Má í þvi efni nefna
mörg dæmi frá Bandaríkjum Norður-
Ameríku og Rússlandi, sem bygð eru á
opinberum skýrslum eða umsögnum
embættismanna.
5. Réttarmeðvitundin.
Og svo segja þeir:
»Bannlögin fara I bága við réltarmeð-
vitund alls þorra landsmanna«.
Meira en litla ósvífni þarf til þess að
bera annað eins og þetta á borð fyrir
alþjóð manna. Það er öllum vitanlegt,
að bannmálið var borið undir atkvæði
þjóðarinnar og þrír [bntu hlutar þeirra,
sem atkvæði greiddu, lýstu því ylir, að
þeir væru bannlögum fylgjandi. Ekkert
liefur komið fram síðan, sem vefengt
geti þennan eindregna þjóðarvilja nema
síður sé, og þvi er það harla undarlegt,
að þeim skuli hafa doltið í hug að setja
jafn-augljósa /jarstœðu og hein ósannindi
i áskorunina.
6. Bannlagabrotin.
»Og því er það, að þau (bannlögin)
hafa verið brotin eins alment og raun
er á orðin, eins og hitt, að óhugsandi
er að þau verði nokkurntima haldin svo
að í lagi sé«, bæta þeir við.
Vér neitum því nú, eins og svo marg-
oft áður, að almenningurinn brjóti bann-
lögin eða hafi brotið þau ; þaðerkunn-
ugt, rneira að segja, að menn ahnent
hafa lögin í heiðri. Það eru undantekn-
ingar að menn brjóti ]>au, jafnvel hér í
Reykjavík. Það er kunnugt, að nokkrir
menn brjóla lögin í ábata skjrni, en þeir
eru fáir. En hitt er líka kunnugt, að
of margir hinna suo ne/ndu heldri manna
hafa haft allar klær í fratnmi, til ])ess
TEM PLAR.
að ná sér i áfengi og liaft suma af inn-
ílutningsbrjótunum fyrir aðstoðarmenn
og vikadrengi; þeir hafa sætt lagi og
farið út í skipin í þeim tilgangi að ná
sér i ólöglegt áfengi. Er það ef til vill
þess vegna að þeir gera svona mikið
veður út af lagabrotunum, því þau eru
þeim svo kunn og þeir lialda sennilega,
þessir fáu menn, að þeir séu öll þjóðin
eða meiri hluti hennar. Óhætt er að
láta þá vita að hafi þeir talið sér trú
um það, þá fari þeir villur vegar.
Pað er ef til vill af sömu rót runnið
er þeir halda að bannlögin verði aldrei
haldin, en varlega skulu þeir treysta
því. Pað kveður við annan tón víða af
landinu þar sem frést hefur um hugi
manna viðvikjandi þessu rnáli. Engum
dylst það, að þeir setn undir þessa á-
skorun hafa ritað nöfn sín, muni ekki
mikið gera til þess að halda bannlög-
unum í heiðri; en hilt ætlu þeir að
geyma lil siðari tíma að spá um það,
hvernig bannlögin verði haldin í fram-
tíðinni. Vér staðhæfum það nú ])egar
að þeir séu engir menn til að dæma
um það.
7. Virðing fyrir landslögum.
Peir segja enn fremur:
wPau hafa orðið lil þess að veikja
virðingu manna lyrir lögum landsins
yfirleitt«.
Hér fara þeir með bláber ósannindi,
þvi menn voru vitanlega löngu áður en
bannlögin komu til sögunnar farnir að
tapa virðingu fyrir lögum og hafa bann-
lögin goldið þess menningar- og þroslra-
lej’sis, sem ált befur sér stað hér á
landi í því að halda landslög og er það
deginuin Ijósara, að sú spilling er kom-
in frá lærðu mönnunum og höfðingjun-
um* leiðtogunum, sem þjóðin álti yfir
höfði sér. Hitt er réttara að segja, að
tilfinning manna fyrir bannlagabrotun-
uin sé miklu næmari heldur en brotum
á öðrum lögum, af því að þessi lög
hafa náð svo miklu fastari og dýpri
rótum með þjóðinni en nokkur önnnr
lög. Hefur það ekki hvað sízt komið
fram gagnvart öllum tilraunum and-
banninga til þess að hnekkja lögunum,
því þeim liefur ekkert orðið ágengt. Pað
sannar bezt á hve miklum rökum þessi
staðbæíing þeirra er bygð.
8. Heiðarlegir lögbrjótar.
Og þeir halda áfram:
»Enda hafa þau gert menn svo þús-
undum skiltir að lögbrjótum, jafnvel
beiðarlegustu menn, sem aldrei hafa
látið sér til hugar koma að brjóta önn-
ur lög«.
Að bannlögin bafi gerl menn svo þús-
undum slciflir a<) löybrjótum er fjarri
öllum sannleika og leyfuin vér
oss að skora á andbanninga að gefa
skrá yfir alla þá sem lögin bafa brotið
fyrst þeir halda {>essu svo eindregið j
fram, til [)ess að þeir færi fullar sönnur j
á þessa staðhæíing sína. Þangað til höld- j
um vér því fram, að þetta sé fjarstæða, !
sem ekki nái nokkurri ált og sé haldið
fram gegn betri vitund.
Að heiðarlegir menn liafi brotið lögin,
því neitum vér sem gersamlega rangri
ályktun; sá yetur ekki talist lieiðarleyur
boryari, sem ekki ber ótakmarkaða virð-
inyu /yrir landslöyum oy liefur þau i
lteiðri.
Hilt er kunnugt orðið, að bannlögin
hafa öllum lögum betur sýnt, hvar spill-
ingin á aðsetur sitt í hinu íslenzka
þjóðliíi og það er sannarlega heppilegt
að þau komu til þess að leiða það sem
bezt í Ijós, þvi þess var brýn þörf að
þjóðin sjái hvar spillingin er, svo hún
viti í hverja átt hún á að snúa sér til
þess að útrýma henni og henni verður
ekki útrýmt með því að veita áfenginu
inn í landið aftur.
9. Bannmenn — lögbrjótar.
»Og þetla á engu síður við um þá
menn, sem í orði kveðnu eru með bann-
lögunum«, bæta þeir við.
Vér skorum á andbanningana að segja
til hverjir þeir séu, sem þeir eigi við
með þessari ásökun, því þeir eiga að
koma fram í dagsbirtuna, ef nokkrir
eru. Geri þeir það ekki, þá lýsum vér
þá sem undir þetla hafa ritað ósanninda-
menn að þessum orðum.
10. Að striðinu loknu — sþádómur.
»Vér teljum það þegar fullreynl nú«,
segja þeir, »að gersamlega ómögulegt sé
að framfylgja bannlögunum svo, að girt
verði fyrir drykkjuskap í landinu og
inun {>etta þó sannast enn belur að ó-
friðnum loknum, er eðlilegar siglingar
hefjast á njr«.
Eins og áður er sagt í þessari grein,
þá er ekki fullreynt um það, hvort bann-
lögin nái fylsta tilgangi sínum. Þó er
það sýnt, þar sem gott lögreglueftirlit er,
að það er hœyl að framfylyja lögunum.
Það er sannað nú þegar. Um hitt, hvað
verða muni að ófriðnum loknum er
siglingar hefjast að nýju, ættu andbann-
ingar sem allra minst að spá, því það
má alveg eins segja, að það verði alls
ekkert lakara að framfylgja lögunum
þá en nú síðan siglingar hótust aftur í
vor. Á því verður enginn efi, að í ná-
grannalöndunum verður tilbúningur, sala
og framleiðsla áfengis freinur takmark-
að en aukið að stríðinu loknu og verð-
ur það fremur til að styðja framkvæmd
bannlaganna en draga úr henni. Þjóð-
irnar hafa sennilega í önnur horn að
líta og alt annað við afurðir sínar
og verkmenn að gera en að nola það
lil áfengisframleiðslu. — Þær læra það
á þcssum eríiðu timum — þó andbann-
ingunum hér á íslandi ætli seint að
skiljast það, að það hefir enginn bú-
hnykkur verið að áfenginu og verður
aldrei.
II. Réttur borgaranna.
Þá kemur maður að því, sein er merg-
urinn málsins bjá þeim:
»Vér staðbæfum það ennfremur, að
bannlögin séu óþolandi brot á rétti