Templar - 22.07.1917, Qupperneq 3
TEMPLAR.
27
borgaranna til þess að ráða þeim at-
höfnuin sinum, sem ekki koma i bága
við réttmæta hagsmuni annara og al-
ment velsæmi«.
Vér bannmenn höfum æfinlega haldið
því fram, að áfengisnautnin komi alt af
í bága við réttmæta hagsmuni annara
og sé því engum óviðkomandi og þar
afleiðandi liafi þjóðin rétt til að skipa
fyrir um áfengi alveg eins og öll önnur
eiturefni, sem nú eru lokuð inni í lyfja-
búðum.
En liér kemur maður að því, sem er
mergurinn málsins lijá andbanningum.
Þetta »óþolandi brot á rétti borgaranna«,
sem þeir nefna svo, er einungis yfirborðs-
ástæða frá þeirra hendi, því hitt er
sannleikurinn, að þeir eru sárgramir út
af því að geta ekki haft frjálsan aðgang
að áfenginu. Eiginhagsmunirnir ráða hjá
þeim einvörðungu í þessu máli og þeir
gægjast svo greinilega í gegnum þessa
staðhæfingu þeirra. Svartasta eigingirni
rær undir öllum þessum gauragangi and-
banninga. Pað á að sýna mönnum á
hve völtum fótum sú stefna stendur,
sem lætur eigingirnina reka sig áfram
eins og húðarbykkju.
12. Bannlögin afnemist.
Svo kemur aðalkrafan:
»Vér leyfum oss því að skora fastlega
á hina íslenzku þjóð, að hún hlutist til
um, að bannlögunum verði sem allra
fyrst létt af, og snúi sér að því að finna
aðrar leiðir og henni samboðnari sem
frjálsri þjóð, til þess að koina áfengis-
málinu í viðunandi horf«.
Sem stendur eru litlar líkur fyrir því
að þjóðin taki þessa áskorun til greina.
Nærfelt allir þingmálafundir, sem um
málið hafa talað, hafa lýst eindregnu
fylgi sínu við það; áskoranir hafa kom-
ið í blöðunum frá mörgum mjög merk-
um borgurum með málinu, einnig nú
nýverið hefur komið út ágæt áskorun
frá konunum. Alþingi 1912 og 1913 lét
uppi álit sitt í málinu. Þetta bendir á
alt annað en það að þjóðin sé inálinu
fráhverf. Engar líkur eru fyrir því að
þeir fái vilja sínum framgengt.
Svo vilja þeir að farnar séu »aðrar
leiðir, þjóðinni samboðnari sem frjálsri
þjóð«. Leiðirnar, sem þeir stiuga upp á,
koma til athugunar í næsla atriði og
þá sjáum við hvað þeir álíta, andbann-
ingar, þjóðinni samboðið.
En auðsætt er það, að óljósa hug-
mynd hafa þeir um það hvað frelsi er
í raun og veru. Á kröfum þeirra sést
það eilt, að þeir vilja engin bönd á sér
liafa; þeir vilja að öllu leyti ráða at-
höfnum sínum; en slíkt er vitanlega
ekkert annað en kúgun fyrir aðra sam-
borgara þeirra; það sem nefnist frelsi í
þessari merkingu fyrir einn, það er kúg-
un fyrir annan. Peir eiga sennilega eftir
að læra að skilja það, að sá einn, sem
he/ur glegmt sinum eigin hag annara
oegna, er í sannleika frjáls. Sá, sem
miðlar er frjáls — hinn er þræll eigin-
girninnar.
Sú þjóð, sem ekkert heimtar af þegn-
um sínum heildinni til handa er ekki
frjáls og getur aldrei orðið frjáls. Sú
þjóð, sem á llesta af þeim borgurum,
sem vilja fórna hagsmunum sinum,
hæíileikum og þekkingu annara vegna,
er sú frjálsasta þjóð sem til er.
13. Tillögur.
Þá koma tillögurnar, sem þeir klykkja
út með:
»Af þeim tillögum, sem fram hafa
komið, virðist oss sú leiðin einna til-
tækilegust, að landssjóður hafi einn rétt
til innflutnings á vínföngum, taki af
þeim liæfilegan toll, og úthluti mönnum
vinföngum eftir pöntunum, en að sala
þeirra sé að öðru leyti bönnuð, nema
þar sem sýslufélög eða kaupslaður tek-
ur að sér sölu, að undangenginni al-
mennri atkvæðagreiðslu (lokal oplion)«.
Enn þá einu sinni koma þeir með
gömlu einokunartillöguna, sem Hannes
Hafstein var að burðast með í peninga-
málanefndinni, sem gerði vitlausu á-
ætlunina um áfengistolltekjurnar.
Reynslan er nú inargsinnis húin að
sýna það, að sú aðferð heftir ekki á-
fengisnautn að neinu leyti, heldur eyk-
ur liana að miklum mun; svo fór það
í Rússlandi á þeim 20 ára tíma sem
einokunin stóð þar í landi. »Templar«
flutti fyrir nokkrum árum skýrslu um
það mál. Þetta fyrirkomulag hefur einnig
verið reynt í Ameríku og illa gefist.
Pelta vilja þeir fá með því að gefa
sýslu- og bæjarfélögum leyfi til að selja
áfengið. En að öðru leyti sé salan
bönnuð.
Þetta er í nákvæmu samræmi við
hvöt þeirra til þess að ná sér í áfengi.
Er það rétt að landssjóður útvegi á-
fengi handa einstökum mönnum og
græði á því fé?
Þjóðin hefur sjálf felt dóm sinn yfir
áfenginu og álitið það skaðlegt heilsu
manna og óhafandi allra hluta vegna,
og þetta viðurkenna vísindi og reynsla
og þá er það rangt að landssjóður hafi
það til sölu og græði á því fé. Lands-
sjóður gæli jafnvel ekki verið þektur
fyrir að gera það sem einn borgari gæli
látið sér sæma að gera.
En dregur þá þetta fyrirkomulag,
einkasalan og áfengisútvegun landssjóðs,
nokkuð úr lagabrotunum ? Verður betra
að framfylgja því en bannlögunum?
Vér fáum ekki séð að það bæti neitt
úr skák nema síður sé; því þá koma
leynisöluholurnar í sveitunum, sem nú
eru horfnar úr sögunni, og ekki verður
léttarp fyrir lögreglustjórana að. hafa
eftirlit með því að ekki verði farið í
kringum einkasölulögin og pöntunarrétt
landssjóðs. Eigi lögreglan fult í fangi
með að framfylgja þeim lögum sem nú
gilda, þá er það áreiðanlegt, að liitt
verður miklu verra viðfangs. Fyrir því
er fengin margra ára reynsla og virðist
því engin ástæða til að deila um það.
Hér hefur verið leitast við að athuga
áskorun andbanninganna frá almennu
sjónarmiði. Nú er eflir að fullnægja
síðara loforðinu, sem gefið er í inn-
ganginum að þessari grein, því, að at-
huga áskorunina í sambandi við suma
þeirra, sem undir liana hafa ritað eða
réttara sagt, bera þá saman við það,
sem þeir hafa selt nöfn sín undir með
hliðsjón af stöðu þeirra í þjóðfélaginu
og afstöðu til annara mála, sem verið
hafa á dagskrá með þjóðinni.
Um það kemur grein í næsta blaði.
Bakkus er rekinn — og þó ?
Gleðjist ná allir pér ísafróns-búar,
pvi úirekinn Baklcus er landinu /rá.
Hann lengur ei pjóðina að parflausu kúgar,
og praulirnar fœkka er lögðust hana’ á.
Pó við höfum sigurinn borið úr býtum,
að bardaga loknum við egmdanna her;
hann er ekki fultkominn, ennpá við lílum
aumingja-fjölda í spillinga hver.
Vökum pvi allir er vínguðinn hölum,
vökum og reijnum að bceta okkar pjóð;
vökum, pvi ennpá á villunnar gölnm
veslingar ráfa á eymdanna slóð.
Pví miður eru ennpá hér margir, sem eigi
meta að verðteikum Reglunnar starf;
pað er sem að skgnsemi allri peir fleggi
pá öldungnum Bakkusi stökkl er á hvarf.
Til hvers er menning og mentun vors tima,
ef mennirnir gela ekki spillingn séð!
En vinið pað svœfir, svo skgnsemisskima
skikkanteg sofnar par Bakkusi með.
Verk okkar er pví að vekja pá skimu,
er vínguðinn svœ/ir í nautnanna kló;
og draga af mönnum pá dáðlegsis-grimu
er dglur hið sanna og rélla, — er nóg.
Áfram við höldum, pví enn parf að vinna,
áfram, til blessunar landi og pjóð;
áfram að stríða og egmdinni’ að linna,
áfram, á tneðan að rennur vort blóð.
P. H.
„Alliance“-bjórinn. Með skipinu „Alli-
ance“, sem kom hingað í vetur og átti að
fara með cement til Vesturheimseyjanna
dönsku, var mikið af bjór og óáfengu öli.
Skipið strandaði hér og var þá allur bjór-
inn tekinn úr því og látinn í hegningar-
húsið. Nú hefur verið ákveðið að gera
þennan bjór óáfengan og gosdrykkjaverk-
smiðjunni „Mímir" falið að framkvæma
það. Alt þetta átti að gerast undir vernd
og umsjön lögreglunnar. En hvað sem því
liður, þá hefur nú samt eitthvað skotist
undan af bjórnum, að sagt er, og horfið í
hendur nokkurra sárþyrstra náunga, sem
ekki kváðu vera af lakara taginu. En ekki
kvað lögreglnnni, aðstoðavmönnum hennar
eða Jóni Laxdal vera neitt kunnugt um
þetta.
Næsta blað kemur út skönnnu eftir
mánaðamólin næstu.