Templar - 22.07.1917, Qupperneq 4

Templar - 22.07.1917, Qupperneq 4
28 TEMPLAR. Hokkur orð um jarteikn. (S y m b o 1 i k). (Framh.) í síðasta blaði var talað um búning prestsins og skjTring geíin á honum; einnig var minst á uppruna klukkunn- ar og þjTðingu hennar. Pá er eftir að eins eitt af þeim atrið- um, sem tekin verða til athugunar í þessu sambandi og að þessu sinni, en það er krossinn. Hið sama má segja um krossinn og klukkuna, að hann er miklu eldri en krislnin. Hve miklu eldri hann er er ekki kunnugt. Krossinn hefur birst í ýmsum mynd- um og hafa hver þeirra sína sérstöku þýðingu. Pó eru aðalgerðirnar þrjár: + I Rómversluir. Griskur. Egypskur. Krossinn táknar sameiningu anda og efnis, liann táknar tdveruna. Par sem ekki er sameining anda og elnis er ekk- ert líf til, þar er engin starfsemi, engin vitund né vitundarsvið. Krossinn er samsettur af tveím línum, annari lóðrétlri, en hinni láréllri. Lóð- rétta línan táknar andann, en sú iárétta ejnið. Andinn sameinast efninu til þess að lyfta því upp og gera það sér jafn- fullkomið — hann krossfeslist í efninu, til þess i gegnum þrautir og þjáningar að ná fullkomnuninni. Rómverski krossinn sýnir niðurferð andans eða samrunaskeiðið, gríski kross- inn táknar jafnvægið milli anda og efnis og egypski krossinn táknar sigur andans yfir efninu eða að hann hafi fullkomnað verk sitt. Pessi er krossgangan, að ná hinni æðstu fullkomnun í gegnum þrautir og þjáningar og henni verður ekki náð á annan veg. En hvernig gerist þetta? má spyrja. Svarið liggur í sigurkrossinum eða Svastika, sem í goðafræði Norður- landa er nefndur Pórshamar: Pórshamar cöa Svastika. Pessi kross er hjólið sem snýst án afiáts. Hann táknar lögmál það i nátt- úrunni, sem við nefnum dauða og líf, sköpun, myndun og aðgreiningu eða upplausn. Ef þetta gerðist ekki þá yrði engin framför, engin starfsemi, alt logn- aðist út af. Til þess að fullkomnun- inni verði náð, þarf lííið sífelt að skifta um lífsgervi og öðlast með þeim ný þróunarskilyrði og lífsgerfin verða að uppleysast og myndast til þess að breyti- þróunin geti átt sér stað, en hún sýnir sífelda og stöðuga þroskun lífsins og lífsgervanna. Svastíka táknar því þá aðferð, sem andinn hefir til þess að ná þessu tak- marki sínu, því, sem sýnt er í egypska krossinum. Þar er fullnægt þessu boði Meistarans mikla: »Verið fullkomnir, eins og yðar faðir á himnum er full- kominn«. Hér hefur verið bent á, að verk and- ans sé að Ieiða í ljós fullkomnunina og bent á aðferð þá sem beitt er til þess að koma því i framkvæmd. Á þessari leið, pilagrimsgöngu andans, eru margir áfangar eða vegamörk; veg- ferðinni má skifta í mörg skeið, en þó er hún raunar að eins í tveimur aðal- skeiðum. Þetta felst í atburði þeim, sem gerð- ist á Golgata þegar Kristur var kross- festur og með honum tveir ræningjar. Forherli ræninginn táknar fyrra skeiðið, en iðrandi ræninginn liið síðara. Krist- ur er fullkomnunin. Forherti ræninginn táknar mannkynið á frumöldum þess, þegar það hafði enga meðvitund um rélt eða rangt, en iðrandi ræninginn táknar framlíðarkynslóðirnar, sem vakna til fullkominnar meðvitundar um gott og ilt, rétt og rangt, og »leita guðs rík- is og hans réttlætis«. Þetta er enn frem- ur svo fallega sýnt í dæmisögunni um »Hinn týnda son«. En Kristur er full- komnunin, sem allir eiga einhvern tíma að ná og þess vegna segir hann við iðr- andi ræningjann: »í dag skaltu vera með mér í Paradís«. Pað er fyrirheit um það að allir skuli að lokum kom- ast til föðursins. (Framh.). Þingmálafundaályktanir og bannið. Á þingmálafundi, sem haldinn var sd. 9. þ: m. á Lambahlaði við Dýrafjörð í Vestur-ísafiarðarsýslu, var eftirfarandi til- laga í bannmálinu samþ. í einu liljóði: „Fundurinn skorar á alþingi að nema bannlögin elclci úr gildi, en veita fé ti) og vinna að því á annan hátt eftir mætti að löggæzla þeirra batni, ennfremur að endur- hœta þau þannig, að þau séu sem Ijósust og framkvæmanlegust/'. b („vísír") Á þingmálafundi, sem haldinn var 7. þ. m. í Haganesvík var eftirfarandi tillaga samþ. með öllum greiddum atkv.: „Fundurinn skorar á þing og stjórn að gera ítarlegar ráðstafanir til þess að að- flutningsbannslögunum verði hlýtt í fram- tíðinni". (,,Fram“) Á þingmálafundi, sem haldinn var á Akureyri 16. f. m. var þar feld með öllum greiddum atkvæðum eftirfarandi til- laga frá Árna á Höfðahólum: „Fundurinn skorar á alþingi, að gera nú þegar í sumar annað tveggja, að af- nema aðflutningsbannslögin á áfengi, og koma jafnframt áfengismálinu í það lag, er þjóð og landssjóður megi við una að sinni, eða þá, ef þess er enginn kostur, að lögleiða svo strangt eftirlit, er dugi á öllum höfnum og við allar strendur lands- ins, til þess að vernda bannlögin og fá bannlagabrjótum refsað, hversu mikið sem það kann að kosta“. („íslendingur") Breyting á bannlögunum. Jörundur Brynjólfsson, Stefán Stefánsson, Sigurður Sigurðsson og Pétur Pórðarson bera upp í Neðri deild frumvarp til breyt- inga á bannlögunum. Eru í því ýmsar mjög mikils verðar umbætur, sem nauð- synlegt væri að fengi fram að ganga. „FramCt, nýja þlaðið á Siglufirði flutti 30. f. m. ágæta grein um bannlögin og skýrði frá hreyfingu þeirri er farið hefði af stað eftir að Tryggvi Þórhallsson hafði hefði ritað grein sína í „Lögréttu" í vetur. Ennfremur er talað um þingmálafundinn á ísafirði 3. f. m. og fleira. Greinin endar rpeð þessum orðum: „Hér á Siglufirði hefur ekkert heyrst opinberlega um málið, en áhrif andbann- ingafélagsins í Rvík hefur mátt sjá hér laumast sem úlf í sauðargæru á milli manna. Um árangur þeirrar krossgöngu veit ég ekki, en heyrst hefur að örvasa gamalmenni, og það jafnvel lconur, hafi skrifað sig fyrir afnámi bannlaganna. En undarlegur er hugsunarháttur þess manns og þeirrar konu, sem vill láta það ef til vill vera síðasta verkið sitt i þessum heimi, að vera orsök í öllum þeim hörmungum sem af afnámi bannlaganna myndi leiða. En það mun vera hér sem oftar, þegar um undirskriftasmölun er að ræða að þar ræður oft meira, lævíslega samin skjöl og fögur orð smalanna en sannfæring mann- anna sjálfra. Og hér virðist ekki vera vönt- un á góðum smölum sem hrópa hátt um sjálfræði og frjálsræði, og er strags farið að dreyma um fulla brennivínsflösku í hverjum vasa. F. B annlö gin og reglur urn sölu lyfja sem áfengi erí, fást hjá Stór-Ilitara og kosta 10 aur. Fnndartími Reykjavíkurstúknaiina. Sunnudagur: Æskan nr. i, unglst., kl. 4 síðd., G.-T.hús. Svava nr. 23, unglst., kl. i'A siðd., G.-T.hús. Unnur nr. 38, unglst., kl. n árd., G.-T.hús. Díana nr. 54, unglst., kl. 10 árd., G.-T.hús (uppi). Minerva nr. 172, kl. 6 síðd., G.-T.-hús (uppi). (Annanhvern sunnudag). Mánudagur: Hlín nr. 33, kl. 872 síðd., G.-T.-hús (uppi). Priðjudagur. Verðandi nr. 9, kl. 87= sfðd., G.-T.hús. Skjaldbreið nr. 117, kl. 87= síðd., G.-T.hús(uppi) Miðvikudagur: Einingin nr. 14, kl. 81/* síðd., G.-T.hús. Ársól nr. 136, kvenst., kl. 87= síðd,, G.-T.hús (uppi) Fimludagur: Fjöinir nr. 170, kl. 9 síðd., G.-T.-hús (uppi). (Annan hvern fimtudag). Föstudagur: Bifröst nr. 43, kl. 87= sfðd., G.-T.-hús. Víkingur nr. 104, kl. 87= síðd., G.-T.hús (uppi). Laugardagur: Melahlóm nr. 151, kl. S sfðd., G.-T.-hús (uppi). Unglingaráð Suðurumdæmisins heldur fund fyrsta laugard. í hverjum mánuði kl. 87= síðd. fG.T.húsi Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Templar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.