Templar - 30.09.1917, Qupperneq 2
38
TEMPLAR.
„Templar“
kemu út 12 sinnum á þessu ári. Verð árgangsins er
2 kr., í Ameríku 75 cents. Dtsðlumenn fá 25°/# i sölu-
laun.
Afgreiðsla og innheimta er á Laugaveg 2, Box 104,
Reykjavík.
Útgefandi: Stórstúka íslands I.O.G.T.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Jón Arnason, prentari.
Box 221, Revkjavik.
regluboða 1200 kr. á ári hverju meðan
hann liflr. Því hafl þjóðin haft gagn af
nokkurs manns starfi, þá á það við um
þennan mann. Og eiginlega hefur Sigurð-
ur verið þjónn þingsins eða landsins, úr
því landið hefur þó veitt 20 þús. kr. til
bindindisútbreiðslu og Sígurður fengið það
fé mestmegnis — nálægt 1000 kr. á ári
til uppjafnaðar og sjá áliir hve rífleg borg-
un það hefur verið fyrir að vera á ferða-
lagi um 6 mánuði á ári hverju.
Ég hef áður sagt, að ársíjórðungsgjöld
Templara hafl numið 137 þús. 418 kr.
Hvert ársfjórðungsgjald reikna ég á 50 au.
Verða það þá 274836 ársfjórðungsgjöld (þ.
e. tala ársfjórðungsgjaldenda). Hver sá fé-
lagi, sem mætir á hverjum fundi í stúku
sinni, eyðir 24 stundum á ársfjórðungi að
minsta kosti, og borgar svo í ársfjórðungs-
gjald 50 aura. Reikni maður nú, að hver
félagi mæti annanhvorn fund og eyði því
ekki nema 12 stundum á ársfjórðungi, og
ef maður reiknar svo 35 aura um klukku-
stund, þá verða það 12 stundir á 35 aur.
— 4 kr. 20 aur. á ársfjórðungi á hvern
félaga. Margfaldi maður svo 274806 (tölu
félagsgjaldenda) með 4 kr. 20 aur., þá
verður það 1,154,311 kr. og 20 aur. Ég
hygg, að þessi tala, hvað tímann snertir,
sé mjög næiri sanni, en til frekari full-
vissu, að ég reikni ekki of hátt, legg ég
öll aukastörf ofan á, er unnin hafa verið i
Reglunnar þarfir, sem ég hef áður sýnt
fram á, að verið hafa æði mikil.
Það hafa gengið inn í Goodtemplarregl-
una 28067 félagar, eða réttara sagt, 28067
upptökur átt sér stað. Inngangseyrir í
Regluna er vanalega 2 kr. fyrir karlmann
og 1 kr. og 50 aur. fyrir hvern kvenmann
og menn yngri en 18 ára. Geri maður
nú inngangseyrinn 1 kr. og 50 aur., þá
verður hann samtals fyrir öll árin 42 þús.
250 kr.
Þá eru gjafir félaga (samskot) til sjúkra
og fátækra. Mikill hluti starfs kvenna inn-
an Reglunnar hefur verið í því fólginn, að
safna i sjóði til hjálpar veikum og fátæk-
um Regluféiögum og nú síðast Samverja-
starfsemin hér í Reykjavík. Ég get ekki
hugsað mér gjaflr félaganna í hverri stúku
til hjálpar fátækum og sjúkum, minni en
þá upphæð, sem hver stúka borgar Stór-
stúkunni í skatt, en það eru, eins og áð-
ur er sagt, samtals 42 þús. 850 kr. frá
öllum stúkunum.
Þá eru kaupin á Hótel ísland. Hvernig
svo sem á þau er iitið, þá er það ómót-
mælanlegur sannleiki, að í þau hafa farið
beint úr vasa félaganna 20 þús. kr., fyrir
utan það, sem stúkurnar létu, en það eru
um 20 þús. kr.
Stórstúkuþingin hafa verið haldin 17.
Fjögur utan Reykjavikur: 1 á Akureyri, 1
á Seyðisflrði, 1 á ísafirði og 1 í Hafnar-
firði, en 13 í Reykjavík. Þau eru vana-
iega haldin í júni — um mesta annatíma
ársins á mörgum sviðum. Enginn fulltrúi
hefur nokkuru sinni fengið meira en út-
borgaðan ferðakostnað og oft ekki nándar-
nærri það. Á hverju stórstúkuþingi mæta
sjálfsagt 50 manns, og hvar svo sem þingið
er haldið, eyða ávalt margir 12—20 dög-
um í það. Þingin standa vanalega 6—8
daga, og geri ég því, að hver þeirra manna,
er þingfundina sækja, eyði að meðaltali 8
dögum í hvert þing. Ef maður reiknaði
nú hverjum þingfundarmanni 3 kr. á dag
sem dagkaup, þá verður upphæðin, sem
þeir hafa lagt til starfsins með þvi að eyða
þessum dögum án kaupgjalds á 17 þing-
um, 20 þús. og 400 kr.
Svona mætti lengi halda áfram, en ég
læt hér staðar numið. Það sem ég vildi
sanna með þessum útreikningi er það, að
eftir allri framkomu þingsins með styrk-
veitingar, á Reglan hér á ísiandi fullkomna
sanngirniskröfu á að fá sómasamlegan
styrk, þegar miðað er við framlag og annan
kostnað íélaga hennar.
Það sem Goodtemplarregian hefur því
lagt í starf sitt frá byrjun, er þá að minsta
kosti eins og hér segir:
1. Peningar í ársfj.gjöld . . kr. 137,418
2. Inngangseyrir .... — 42,250
3. Vinna í undirstúkum og
fyrir þær...................— 1,154,311
4. Dagkaup á stórstúkuþing-
um..........................— 20,400
5. Gjafir til veikra og fátækra
í stúkunum..................— 42,850
6. Gjöld til útbreiðslusjóðs
Reglunnar...................— 62,900
7. Til Hótel ísland frá stúk-
um og stúkufélögum . . — 40,000
Samtals kr. 1,500,129
Um gjafirnar til útbreiðslusjóðs Regl-
unnar vil ég segja það, að síðastliðin 10
ár hafa stúkur og stúkufélagar geflð beint
til Stórstúkunnar og útbreiðslusjóðs 21
þús. 147 kr., og síðastl. 2 ár hafa þær
gjafir numið 3 þús. 700 kr. Taki maður
nú seinni upphæðina, sem verður lægri til
jafnaðar á ári en meðaltalið af 10 árun-
um, er fyr voru nefnd, þá verður það
1850 kr. á ári, og margfaldi maður þá
upphæð (1850 kr.) með 34 (áratölunni,
sem Reglan hefur staðið hér á landi), þá
verður það 62 þús. og 900 kr. En ef mað-
ur miðaði gjafirnar við það, sem gefist
hefur í þessu skyni síðastl. 10 ár, þá yrðu
gjafirnar 65 þús. 556 kr.
Ef maður vildi nú sleppa allri vinnu, og
það þætti ef til vill vel við eigandi í slíku
framtali, þá yrðu samt bein peningafram-
lög félaga Reglunnar til styrktar málefni
hennar 325 þús. 418 kr.
2. 9. ’17. Sveinn Jónsson.
Þess má geta, að síðar verður sýnt, að
þjóðinni hefur verið full þörf á þessari
vinnu. Rilstj.
Nokkur orð um áfengismálið.
Eftir prófessor Ilarald Westergaard.
í umræðum þeim, sem upp á síðkastið
hafa orðið um áfengismálið — sem bráða-
byrgðaráfengisbannið hefur komið af stað —
er stöðugt beitt' þessu handhæga vopni:
„ofstæki". Mörgum virðist þetta orð nægja
til þess slá mótstöðumanninn af laginu, og
gegn bindindisofstækismanninum þurfi eng-
ar röksemdir.
Samt fer ekki hjá því, að ofstæki geti
komist að þegar um þjóðmál eins og þetta
er að ræða. Áfengiseyðileggingin er svo-
augljós, að hún hefur vakið sára gremju.
Eyðilagðar fjölskyldur vegna áfengisnautn-
arinnar, frásagnir móðurinnar um að hún
hafi orðið að ráfa um göturnar með börn-
in á næturþeli, því faðirinn, eiginmaður-
inn ætlaði að misþyrma þeim, barátta
slíkrar konu fyrir lífi sínu og barnanna
meðan maðurinn sat í veitingakránni og
drakk út vinnulaun sín og jafnvel hennar
líka, og börnin undirorpin miklum hættum
í siðferðilegu og heilbrigðilegu tilliti. Eðli-
legt er það, að þeir, sem eru sjónar- og
heyrnarvottar að sliku noti helzt til sterk
orð — og svo nefna andstæðingarnir þá
ofstækismenn.
Sé ofstækisblær á framkomu bindindis-
mannanna, þá er það áreiðanlegt, að með-
haldsraenn áfengisins eru ekki heldur iausir
við ofstækið, því þeir koma með ástæður,.
sem fara fyrir ofan garð eða neðan, eða
neita staðreyndum, sem bent er á.
Þessi mótþrói áfengismanna hefur ýtt
undir bindindismenn til þess að fylgjast
með rannsóknum þeim, sem gerðar hafa
verið í áfengismálinu. Reynsia lífsábyrgð-
arfélaganna hefur í því efni ekki verið
léttust á metunum. Menn hafa stöðugt
reynt að finna nýjar mótástæður, en þær
hafa stöðugt verið ónýttar samstundis..
Gamalt breskt lífsábyrgðarfélag hefur eftir
nákvæmar rannsóknir komist að þeirri
mðurstöðu, að dánartala bindindismanna
— þegar aðrar ástæður séu líkar — væri
þrír fjórðu hlutar af dánartölu þeirra, sem
ekki eru bindindismenn. Ýms önnur félög
hafa komist að líkri niðurstöðu. Hér er á-
rangurinn svo Ijós, að andstæðingarnir eru
alveg magnlausir.
Hér má benda á annað rannsóknarsvið,
sem gefur mun skýrari sönnunargögn, sem
sé, að litlir áfengisskamtar séu skaðlegir.
Áhrif áfengisins á starfsþrekið nákvæmlega
rannsakað: nákvæmni í reikningi, flýtir
við stílsetningu, skotfimi, vinnuþol, göngur
o. s. frv. Nýjustu rannsóknir hafa hvað-
eftir annað sannað það, að litlir áfengis-
skamtar draga úr vÍDnuþróttinum. Ekki
er það hyggilegt að bregða þeim um of-
stæki, sem vilja láta þjóðina tryggja að-
stöðu síria í samkepninni við aðrar þjóðir
með því að neita sér um áfengið.
Menn benda á að bezt sé að hækka á-
fengisskattana, þegar um áfengistakmörkun
er að ræða, en reynslan hefur sýnt, -að sú
aðferð hefur borið lítinn árangur og hór 1
Danmörku hafa skattarnir verið hækkaðir,
en nautnin lítið eða ekkert minkað.
Auðsætt er því, að bindindismenn séu
mótfallnir þeirri leið. Hún útvegar ríkinu
auknar tekjur og mönnum er illa við „að
slátra hænunni, sem verpir gulleggjum"..
Þá verður að reyna aðrar leiðir til þess að
útrýma böiinu, og þá er það bannið, sem.