Templar - 30.09.1917, Síða 3

Templar - 30.09.1917, Síða 3
TEMPLAR. 39 krefst þess, að allir góðir menn meti alþjóð meira en eiginn hag. (Ágrip úr »Reformatorn«). T ugthús-skelkur. Mesta kvíðaefni andbanninga er sú tilhugsun, að bannlögin verði bætt svo séð verði til fulls, hverju góðu þau fá til vegar komið. Með því móti má ganga að því visu, að þau verða öllum nýtum borgurum kærari með hverju árinu, uns þau fest- ast svo í landi, að ekki verður við þeim haggað. Séu lögin þar á móti látin óbætt, og ekkert gjört til þess að halda mönnum til hlýðni við þau, vænta þeir að geta vilt mönnum svo sjónir, að örvænt þyki um útrýming vínsins og fáanlegt verði að leyfa öllu að hverfa aftur í gamla horfið. Ekki seilast samt allir andbanningar svo langt til. Sumum nægir sín daglega þjáning. Þeir vita, að hvenær sem nýtilegt eft- irlit kemst á, verða þeir að skifta um háttu, eða að öðrum kosti sæta vítum. Þeim er ekki neitt gefið um almenni- lega lögreglustjórn, því þeir vilja hafa götur og stræti til að slaga á og slettast, vítalaust, nema þeir berji menn eða brjóti hús. Hvað sem vínbanni líður, er það brot gegn öllu velsæmi að flækjast fullur á almanna færi, enda er slíkt ekki látið viðgangast annarsstaðar en þar, sem ill- ur vani ríkir og landsstjórnin vill halda honum við, ósiðlátum til eftirlætis. í bannlandi getur ekki komið til mála að líða slíka hluti. Meðan leyft er að eiga vín, verður að krefjast þess með harðri hendi, ef ann- að ekki dugar, að nautn þess og merki öll sé byrgð í heimahúsum. Vín, sem þar er löglega komið, mun engi áreita, nema brúkað sé lögum gagn- stætt. En helgi heimilanna má ekki gera að skálkaskjóli fyrir rangfengið vín, eða útlát á því. — Einu sinni barði maður konu sína í ölæði um nótt. Húsið var lokað, en grannar lians brutu upp og björguðu konunni. Varð honum þá að orði: »Helvíti er það hart, að hafa ekki frið í eigin húsum«. Þessu líkt fer sumum andbanninga. Þeir búast réttilega við því, að mega fyr eða síðar feta tugthússtiginn svo framarlega sem þing og stjórn gjörir skyldu sína. Því skýtur hver bannlagabót þeim skelk í bringu. („Njöröur".) er elzta, bezta og útbreiddasta barna- blað á landinu. Afgreiðsla á Laugavegi 19. Verð árg. kr. 1,50. Stærð 112 bls. Öll börn ættu að kaupa hana. Fleirum líkur. Pú gœddur ert andstœðum: illu og góðu, pimi audi er sem ruslið í mangarans skjóðu. Innanum hreystina, gleðina, gullið, er gröfturinn, ýldan og saurlifis-bullið. Pú lýð segir: Efl pig að dáðum og dggðum, en dári ertu sjálfur og ver pig með hjgðum; pú göfugnr pgkist, en Ijúftega lýtur að lastanna fólskör og heilrœði brýtur. M. G. Bannlagabreyt.mgin. Þegar neðri deild alþingis liafði vísað frurnv. þeirra Jóns á Hvanná og Péturs á Gautlöndum frá með rökstuddri dag- skrá, sbr. síðasta blað, þá tók allsherj- arnefnd neðri deildar til að athuga frv. Jörundar Brynjólfssonar og þeirra fé- laga og bjó nefndin til nýtl bannlaga- frumvarp. Eru það gömlu lögin með nokkrum bótum og eru þær, sem hér segir: í 1. gr. bannlaganna á eftir orðunum »En áfengur drykkur eftir lögum þess- um« korni: »telst hver sá vökvi« sem í er meira en 274°/o af vínanda (alkó- hóli) að rúmmáli. í 2. gr. bannlaganna, á eftir orðunum: »nota í stofnuninni« korni: »Einnig er lieimilt að flytja til lands- ins vinanda til eldsneytis, svo og ilm- vötn, hármeðöl og þess konar vökva, enda séu þau gerð óhæf til drykkjar svo sem unt er«. Aftan við fimtu málsgrein 5. greinar kemur: »og getur í því skyni opnað hirzlur skipverja og farþega og aðra staði í skipi, eftir því sem þörf þykir«. í fyrstu málsgr. 11. gr. er bætt tveim orðum og er sú málsgrein prentuð hér orðrétt, en inníbættu orðin eru auðkend með skáletri: »Nú verður það uppvíst, að einstakir menn hafa áfengi í vörzlum sínum, sem ekki hefur verjð sagt til samkvæmt lög- um innan 12 vikna eftir að lög þessi öðlast gildi, og skal þá líta svo á, að þeir hafi gerst brotlegir gegn 1. gr. laga þessara<.(. A eftir þriðju málsgrein 14. gr. kem- ur ný málsgrein: »Auk sektanna skal enn fremur beita fangelsisrefsingu, ef áfengi hefur verið ætlað til veitinga í atvinnuskyni eða sölu«. í fyrstu málsgr. 15. gr. er lægra sekt- arákvæðið hækkað upp í 50 kr. Sektarákvæðin í annari málsgr. sömu gr. eru fyrir að láta af hendi áfengi til annara manna 200—2000 kr. og við í- trekað brot 500—5000 kr. Aftan við sömu málsgrein koma tvær nýjar málsgreinar svo hljóðandi: »Ef nokkur brýtur oftar ákvæði þess- arar greinar, eða gerir sér það að at- vinnu að selja eða veita áfenga drykki, þá varðar það fangelsi, ekki vægara en eins mánaðar einföldu fangelsi, auk sekta eins og að framan greinir. Hver, sem aflar sér áfengis undir því yfirskyni, að hann þurfi á því að halda í lögleyfðum tilgangi, en notar það til drykkjar, skal sæta sektum frá 50—1000 kr. nema þyngri hegning liggi við að lögum«. í 16. gr. er bætt á eftir orðunum »umsjónarmanns áfengiskaupa«: »svo og það áfengi, sein skotið er undan innsiglun á skipum«. Sektarákvæðin í 18. gr., ef læknir lætur af hendi lyfseðil í þeim tilgangi, að áfengið sé notað öðruvísi en sem læknislyf, eru hækkuð upp í 200—2000 kr. Síðasta, 23., gr. þessara laga hljóðar svo: »Með lögum þessurn eru numin úr gildi öll þau lagaákvæði, er koma í bága við þau«. Frumvarpið var samþykl í neðri deild eftir nokkra vafninga og efri deild sam- þykti það breytingalaust og var það þannig afgreitt sem lög frá alþingi. Sigurður Eggerz tók við fjármálaráðlierraembættinu 1. þ. m. af Birni alþm. Kristjánssyni, sem sótti um lausn og hafði gegnt því síð- an þriggjamannastjórnin var sett á lagg- irnar síðastl. vetur. Sigurður Eggerz hefur gegnt bæjar- fógetaembættinu hér í Reykjavík síðan Jón Magnússon tók við stjórnartaum- unum og höfum vér fylstu ástæðu til að þakka honum vel unnið starf og lofs- verðan áhuga hans í því að framfylgja bannlögunum liér í þessu lögsagnarum- dæmi. Til athugunar. Þegar frumv. Jóns á Hvanná og Pét- urs á Gautlöndum kom á dagskrá þings- ins, þá hallaðist »ísafold« að því og talaði um miðlun í bannmálinu. Auð- vitað var þar ekki um neina miðlun að ræða, því frumvarpið var grímuklætt afnám bannlaganna. í næsta tölubl. »ísafoldar« reit Sveinn Björnsson um málið og benti á að um enga miðlun gæti verið að ræða; annað- hvort yrði að vera bann eða ekki bann. Fallega var það gert af honum að taka af skarið og sýna lesendum blaðsins, að hollast væri að ganga hreint að verki og mótmæla allri hálfvelgju og káki. Bannið er eitt þeirra mála, sem eru svo viðkvæm, að þau þola ekkert hálfverk. Annaðhvort bann eða ekki bann. Þjóð- in hefur sagt ákveðið, að það skuli vera bann, og því ber að hlýða.

x

Templar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.