Templar - 30.09.1917, Blaðsíða 4
40
TEMPLAR.
»Tíminn« hefur við og við flutt góð-
ar greinar um bannmálið. 8. þ. m. ritar
einhver undir geríinafninu »Víðförull« á-
gæta grein, með fyrirsögninni »Einkenni-
leg bjargráð«. Talar hann um kröfur
andbanninga í sambandi við dýrtíðina
og ósköpin sem ganga á nú 1 heimin-
um og bendir á, sem rétt er, að eitt-
hvað væri nær að hugsa um til bjargráða
en áfengið og áfengisnautn.
★
•¥■ *
»Lögrétta« flytur 18. þ. m. ræðu Pét-
urs Jónssonar á Gautlöndum, er liann
hélt í neðri deild þegar frumvarpið frá
allsherjarnefndinni var til fyrstu um-
ræðu. Er sú ræða að nokkru leyti svar
gegn ræðu Jóns Magnússonar forsætis-
ráðherra, er hann hélt þegar frumvarp
Péturs var á dagskrá í deildinni, sem
sagt var frá í síðasta blaði »Templars«,
en að öðru leyti er liún harmagrátur
út af óförum frumv. hans og þeirra vina
hans, andbanninganna, og stefnu þeirra
í þinginu.
*
♦ *
»Fram«, blað Sigltirðinga, flytur 18.
þ. m. ágæta grein eftir Halldór Friðjóns-
son frá Sandi um: »Hvers vegna eru
bannlögin brotin?« Er þar margt mjög
vel sagt og bent á með skýrum rökum
hvar bannlagabrotin eigi rót sína. Ættu
sem flestir að kynna sér grein þessa.
»Fram« á heiður skilinn fyrir að hafa
flutt svo góða og eindregna grein um
þetta mál og fyrir stuðning sinn við það.
* *
»ísafold« ílutti 22. þ. m. upphaf á
grein eftir Jón lækni Rósenkranz og er
það svar gegn grein Gunnars Egilsson-
ar út af »Opna bréfinu« til yfirdómsins.
Hverjum meðalgreindum manni eru
svo augljósar jafnvel allra minstu vit-
leysurnar hjá Gunnari, að óþarli virðist
að benda á þær.
★
* *
Einkennileg varframkoma andbanninga
í neðri deild þegar frumvarp allsherjar-
nefndarinnar var til umræðu og verður
það ef til vill athugað lítilshátlar í næsta
blaði. — Þess er þörf.
* ■¥•
Ellingaleik ákafan hófu andbanningar
í neðri deild gegn Stórstúkunni út af
styrknum, sem hún hafði á fjárlögun-
um og stjórnin lagði til að hún
fengi eins og síðastliðið tímabil, og verð-
ur lítilsháttar talað um það í næsta
blaði — ekkert að því, þó að menn sjái
samkvæmnina hjá sumum þeirra, er
tóku þátt í þeim leik.
Kokkur orð um jarteikn.
(Symbolik).
(Framh.)
í framanskráðum línum liefur stutt-
lega verið drepið á helztu atriðin í tákn-
um þeim, sem kirkjan notar, og skýr-
ingarnar gerðar eins stuttar og kostur
er á og er það gert með vilja, því ef
skýra ætli til fullnuslu, eða svo vel sé,
sum táknin, þá yrði úr því svo langt
mál, að ómögulegt yrði að koma því
fyrir í stuttri blaðagrein; auk þess yrði
þá að fara inn á svið, sem enn eru
að mestu leyti fyrir oían þekkingu alls
þorra manna.
Hér hefur verið talað um þá hlið
kirkjusiðanna, sem hafa sérstaklega á-
hrif á hugsanlífið og skjmvitsgáfuna
og framhjá þeirri hlið sálarlífsins má
ekki ganga þegar um trúamál er að
ræða. Pau verða að fullnægja henni
ef vel á að fara. En þó má ekki
heldur gleyma tilfinningalífinu, og það er
sá hluti kirkjuþjónustunnar, sem hefur
áhrif á það, sem hér verður farið um
nokkrum orðum.
Þess má geta, að trúlineigð margra
manna kemur í ljós í tilfinningalífinu
og á það sína orsök í því, að þroski
þeirra hefur beinst sérstaklega í þá átt.
Þeir hafa minna gagn af táknum og
rannsóknum þeirra; þeir láta tilfinning-
arnar vísa sér leiðina til trúarlindanna.
Til þess að glæða þessa hlið sálarlífs-
ins og gera hana sem allra hreinasta og
fullkomnasta, þarf að liafa um liönd á-
kveðnar siðareglur.
Þessar siðareglur eru altarisþjónustan,
skírnar- og altarissakramentin og hjóna-
vígslan. í katólsku kirkjunni eru sakra-
mentin miklu fleiri en í lúterskunnni,
og er enginn efi á því að lúterska kirkj-
an hefur mist mikið við það að sleppa
þeim — hún hefur mist nokkuð af þeim
krafli, sem hún gat haft yfir að ráða.
Það er og á að vera aðalatriðið í öllum
siðareglum, að þær hafi sem bezt og
dýpst áhrif á þá, sem viðstaddir eru og
taka þátt í þeim. Þess vegna er það af-
arnauðsynlegt að sem fullkomnust sam-
úð geti vaknað lijá öllum, sem viðstadd-
ir eru, því hún opnar farveg fyrir æðri
áhrif og móttækileika fyrir þau. Og þeg-
ar siðaathöfnin bætist þar við, þá opn-
ar hún enn betur en áður þennan far-
veg og fullkomin yfirstreyming æðri
kraftar getur átt sér stað.
Að katólska kirkjan brennir reykelsi
er alls ekki þýðingarlaust — eins og
margir halda — það er einn nauðsyn-
legur undirbúningur til þess að greiða
götu fyrir æðri áhrif í gegnum siðat-
hafnirnar, sem fram eiga að fara.
Eins og kunnugt er, notar kirkjan
mjög sálmasöng og organslátt. Fagur
söngur hefur mikil áhrif á menn og get-
ur jafnvel betur öllu öðru lyft huga
þeirra og tilfinningum á hátt svið,
getur losað þá við vitundina um hið
daglega líf og látið þá gleyma því um
stund. Eitt nauðsynlegasta skilyrðið
fyrir því,að menn geti orðið móttækilegir
fyrir hin æðri áhrif, er að fjarlægja ytri
áhrifin, svo að hin innri geti komist að
og notið sín. Þess vegna er söngurinn
og hljóðfæraslátturinn eitt meðalið sem
kirkjan hefur til þess að opna mönnum
aðgang að áhrifunum, sem siðaathafn-
irnar hafa í för með sér.
Auðsætt er því, hve þýðingarmikið það
er að liafa góðan söng í kirkjunum,
góð hljóðfæri og góða organleikara.
Víða er þessu mjög ábótavant liér á
landi, en það liggur í augum uppi, að
nauðsynlegt er að bæta það sem fyrst
og gera sönginn sem allra fullkomnast-
an, svo hann geti ásamt organtónunum
gert það gagn, sem af honum má hafa
í þá átt að glæða trúhneigð manna og
trúartilfinningu.
(Niöurl.).
Frá útlöndum.
Stórstúba írlands. Margar stórstúk-
ur hafa frestað þinghöldum í ár,vegna
ófriðarins. Þó hélt Stórstúka írlands
þing sitt i páskavikunni. Þrátt fyrir ýmsa
pólitíska erfiðleika hefur orðið nokkur
framför i Reglunni. Þingið var haldið í
Belfast og gaf S. R. skýrslu um að full-
orðnum félögum hefði fjölgað um 975
og unglingum um 276. Sjö nýjar stúkur
voru stofnaðar og ein unglingastúka.
Blað Stórstúkunnar hefur verið stækkað
og kaupendatalan aukist.
Þingið sendi forsætisráðherranum, Mr.
Lloyd George, svo hljóðandi símskeyti:
»Við viljum ekki ríkiseinkasölu á á-
fengi; við heimtum algert bann«.
í sambandi við þingið var haldin
guðsþjónusta og prédikaði S. Kap. séra
William Martin; allir Templarar báru
einkenni við það tækifæri.
Heimsækjendur voru þeir Joseph Ma-
lins frá Stórstúku Englands og Preston
S. Kanzl. í Stórstúku Skotlands.
Frú Angústa Reynholds, ekkja Reyn-
holds skipstjóra í Porsgrund, þess, sem
stofnaði fyrstu Good-Templarstúkuna í
Noregi, er nj'dáin 76 ára að aldri.
Stórstúka Noregs. Louis Monsen, sem
um mörg ár hefur verið ritari norsku
Stórstúkunnar, hefur hætt því starfi, en
Joh. Hvidsten, ritstjóri í Drammen er
orðinn Stór-Ritari. Peder Svendsen, frv.
stórþingismaður, regluboði og einn með
mælskustu mönnum, sem nú er uppi á
Norðurlöndum, er orðinn S. Kanzl. í
stað J. Hv. G.-T.-reglan hefur 100,000
félaga í Noregi.
Pólitískur bannflokkur er nýlega
stofnaður í Skotlandi.
Morgunblaðið flytur 28. þ. m. grein
um bannlögin hér á íslandi eftir danska
blaðinu »Ekstrabladet«.
»TempIar« mun í næsta blaði flytja
nokkrar viðeigandi hugleiðingar út af
þessari grein.
Bannlögin
og reglur um sölu lyfja sem áíengi erí,
fást hjá Stór-Ritara og kosta 10 aur.
Kaupið, leísiö og útbreiðið
„Templar“.
Prentsmiðjan Gutenberg.