Templar - 05.05.1918, Blaðsíða 3

Templar - 05.05.1918, Blaðsíða 3
TEMPLAR. 15 einhverjir fleiri átt hlut í grautargerð. Leiðinlegt er það, að Ari skyldi einn líða fyrir marga, en það er ekki nýtt í þessum heimi. Pegar »bræðurnir« komu á vettvang. Ég settist í »hliðskjálf« — nei, í stól- inn minn — og lagði aftur augun og þá varð ég þess var, að ég sá »of heim allan«. Ég fór að litast um og gat brátt gert greinarmun hlutanna. Ég sá krossgötur; var önnur gatan breiðari og var hún um leið landa- merkjalína, sem aðskildi lönd bann- manna og andbanninga. Ég litaðist betur um á þessum merki- lega stað og varð þess brátt var að ég sá fólk. Ég sá að fátt fólk var á ferli og tók því að athuga stjörnumerkin og komst að þeirri niðurstöðu, að þetta væri snemma morguns — um kl. langt gengin fimrn. Ég sá fjóra karla og eina konu koma eftir götunni og halda áleiðis að kross- götunum. Voru þau öll »ballbúin«. Mér virtist tveir af mönnum þessum vera útlendir sjómenn — skipstjórar. Fólk þetta var mjög frjálslegt og hispurslaust í framgöngu og var auðséð að menn- irnir voru án allra áfengisáhrifa. En þá verður mér litið yíir á götuna hinu megin. Par gengu fjórir menn og leiddust. Mér brá dálítið í brún, því ég kannaðist við menn þessa og sá um leið að þeir voru alt öðru vísi í laginu heldur en ég var vanur að sjá þá hérna megin — nefnilega á götunum í Rvík. Ég er handviss um, að þetta voru sömu mennirnir og skal ég, rétt til að seðja forvitni ykkar, segja ykkur hvers »Stands« þeir voru. Sá fyrsti er lög- maður, fyllilega meðallagi hár og þrek- inn og vel í skinn komið. Annar er sjó- maður — skipstjóri, en er nú hættur þeim starfa fyrir löngu — hvítleitur, mikill á lofti og eins og hann ætli að taka alla veröldina í einu spori þegar hann gengur. Priðji er uppgjafaverzl- unarstjóri, en er nú »grosseri« og »mu- ciserar« með köflum; hann er rauður í andliti og fremur laglegur, en eitthvað óviðfeldið í svipnum og trúað gæti ég því að hann væri illa lyntur. Fjórði og siðasti var barnakennari fyrir nokkrum árum, en er nú kominn í allgóð efni — græddi á úlgerð. Þeir voru fyrir mín- um venjulegu sjónum svona fremur myndarlegir menn og álitlegir á velli. En nú var útlit þeirra á alt annan veg. Snyrtimenskubragurinn var horfinn og vaxtarlagið breytt, því handleggirnir dingluðu máttlausir til og frá og fæturn- ir vöfðust hvor utanum annan eins og lappir undir vixlaðri truntu. Kinnarn- ar löfðu niður undir axlir og augna- lokin voru orðin nálega helmingi breið- ari en venjulega. Þegar þessir herrar komu í námunda við þá, sem fyrr voru nefndir, þá tóku þeir bannlandsherrarnir í höfuðfötin og heilsuðu. »Bræðurnir« mynduðu sig til að »taka ofan« — þeir höfðu auðsæilega einhverja óljósa hug- mynd um að einhverjar aðvífandi verur væru komnar í nálægð þeirra — en þeim fórst það ekki sem allra höndug- legast, enda var sjónin og valdið yfir líkamshreyfingunum orðið mjög sljótt. Þá varð ég þess undarlega var, að ég heyri — ég heyri mannamál. Ég heyri, að annar útlendi skipstjórinn spyr ann- an þeirra sem með honum var: »Hvaða menn eru þetta — svona einkennilega á sig komnir?« Hinn gefur greinagóð svör og segir honum hverjir mennirnir séu. Skipstjór- inn spyr ennfremur, hvaðan þeir muni koma og hinn svarar því og bætir við hvers konar »brœðralagi« þeir tilheyri. í sama bili sé ég að útlendu skipstjór- arnir staðnæmast og breyta gersamlega útliti, svo mjög brá þeim við upplýs- ingar þær, er þeir fengu. Get ég mér þess til, að mennirnir hafi haft hugmynd um það sem hér var um að ræða, að þeir hafi séð sambandið milli »bræðra- lagsins« og athafnar þeirrar, sem »bræð- urnir« báru vott um að hafa tekið þátt í. En mér brá ekkert við það, heldur hitt, hve mennirnir voru orðnir slæptir og slittislegir að sjá, — það var engu líkara en að þeir hefðu verið á nætur- löngu »fylliríi«, enda voru þeir í and- banningalandinu. Sýnin hvarf — ég opnaði augun og nuddaði þau eins og til þess að ganga úr frekari skugga um að sýnin væri engin skynvilla. Hörður. Til athugunar. Ólafur Þorsteinsson, verkfræðingur, er ekki pennalatur maður. Nú er hann far- inn að svara Jóhannesi Þorkelssyni í »ísafold«. Er það sannarlega vel gert af Ólafi að sjma mönnum og sanna, hve afstaða andbanninga er bágborin, menn hljóta óhjákvæmilega að sannfærast um það, er þeir lesa þessi skrif hans. Hann gerir bannmönnum góðan greiða með þessu. * * ¥ Ólafur Þorsteinsson læknir lét þess getið í »Vísi« á dögunum að hann ætti ekkert í greinum eða skrifum Ólafs Þor- steinssonar, verkfræðings, um bannmál- ið. Vel gert var það af Ólafi Þ. lækni, að gefa nafna sínum svona góð með- mæli. * * ¥ Jón Ásbjörnsson, yfirréttarmálafluln- ingsmaður, er skipaður fulltrúi lögreglu- stjórans hér í Rvík. »Templar« væntir mikils góðs af þeirri ráðstöfun. Kristján Linnet lögfræðingur er skip- aður fulltrúi hins nýja bæjarfógeta hér í Rvík og er engin ástæða til annars en að vera ánægður með það, því hann er mjög samvizkusamur og réttsýnn. Allsherjarbræðralagið. Mörgum mun i fljótu bragði virðast næsta undarlegt, einmitt á þessum ægi- legu róstu- og byltingatímum, að gera brœðralagið að umtalsefni, einkum það bræðralag, sem ætti að ná til allra manna eða allsherjarbrœðralagið. En svo er þó ekki. Einmitt nú er fylsta ástæða til að at- huga það mál í sambandi við það, sem nú er að gerast í heiminum með hlið- sjón af þeim tíma, sem liðinn er. Reynsla undanfarinna ára og alda hefur gefið mönnum mörg ný umhugs- unar- og viðfangsefni og eitt hið merk- asta þeirra og yfirgripsmesta er hug- myndin um allsherjarbræðralag mann- kynsins. Undarlegt má það í fljótu bragði virð- ast, að manneskjurnar, sem byggja þenn- an hnött, sem er sennilega eitt af út- hverfum tilverunnar eða eitt hinna minni starfsviða lífsins, skuli ekki gela lifað nokkurn veginn i sátt og samlyndi, því nægilegt er landrýmið enn, svo ekki ætti það að vera lil fyrirstöðu, ef menn annars vildu nota þau gæði á friðsam- legan hátt, sem hnötturinn hefur að bjóða íbúum sinum. Þó hefur sagan svo berlega sýnt, að þetta gátu menn ekki. En víxlsporin, sem mannkynið hefur stigið á liðinni tíð, hafa opnað augu margra manna fyrir þeim sannleika, að svo má ekki lengur vera; hér verður að koma breyting á, ef mannkynið á að eiga sæmilega framtíð í vændum. Það, sem einna berlegast hefur ein- kent liðna tímann er hin svo nefnda Samkeppni. Margir hafa þá skoðun, að samkepn- in sé hin bezta lyftistöng allra fram- kvæmda og sannra þjóðþrifa. Við skul- um nú athuga hana nokkru nánar. Verzlunin og viðskiftaatvinnan hefur um langt skeið verið talin aðallyftistöng þjóðanna og er hún það að vísu, en þó er það mjög undir því komið, hvernig með hana er farið. Kunnara er það en frá þurfi að segja, að margt miður sæmilegt hefur átt sér stað einmitt í sambandi við verzlun og viðskifti. Harðsvíraðir okurkarlar hafa hrúgað saman ofl'jár á kostnað viðskifta- vina sinna og flegið þá miskunnarlaust. Þetta á sér og hefur, því er miður, átt sér stað um langt skeið. Við hliðina á þessum ofjörlum verzlunarstéttarinnar hafa oft verið fátækir kaupmenn, sem hafa mist aleigu sína, af því að þeir gátu ekki staðist í samkeppninni við þá sem sterkari voru, því »engin miskunn er hjá Magnúsi«. Þar er enginn annars bróðir í leik. Oft hafa menn heyrt þess getið, að í kaupliöllum erlendis hafi stórgróðamenn keypt jafnvel heilan þjóð- arforða af einhverjum einstökum vöru- tegundum og á þann hátt gert alla þá, sem ráku samskonar verzlun, atvinnu-

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.