Templar - 01.11.1927, Side 2
2
TEMPLAR
að þeim var það sérstaklega kært. f hag-
fræðisfyrirlestrum mínum.notaði eg þá
niðurstöðu, sem eg hafði komist að við-
víkjandi sjálfum inér. Eg sá að áfengis-
notkunin var stórfeld sóun fjármuna og
á marga lund eyðileggjandi fyrir þjóðfé-
Iagið.
Spurningin um það, hvernig best væri
að draga úr þessu böli, olli mér mikilla
heilabrota, eins og öllum þeim, sem um
þessi mál hugsa. Það var fjarri mér þá
að telja bannið bestu leiðina. Eg vissi,
að öll lög sem snerta venjur og lifnaðar-
háttu einstaldinga, koma sér illa hjá
mörgum, og er því erfitt að framfylgja
þeim. Eg áleit þá, eins og eg álít enn, að
lög, sem ekki ættu sér stuðning í sann-
færingu fjöldans, yrðu dauður bókstafur
og lagaleysi. Það var því ljóst, að enda
þótt bann kynni að vera æskilegt — sem
eg þó ekki áleit — þá hlyti fyrsta sporið
að takmarkinu, stöðvun áfengisstraums-
ins, að vera uppfræðsla og þroskun
mannanna. Með eldlegum áhuga lýsti eg
þessu og taldi von um skjótan sigur.
En eg sá brátt, að torfæra var á þess-
ari leið, sama torfæran, sem æfinlega
mætir, er telja skal. menn af nautn deyf-
andi eiturtegunda.
Erfiðleikinn er þessi, að þeir, sem
þurfa að sannfærast um skaðsemina, eru
venjulega orðnir svo sýktir af nautninni
og vananum, að þeir eru ekki færir um
að skilja hættuna, sem þeir eru í staddir.
Það er oftast nær þýðingarlaust að pré-
dika fyrir drukknum manni eða of-
drykkjumanni. Getur verið, að hann hafi
skynsemi til að skilja það, sem við hann
er sagt, en viljinn er ekki nógu sterkur
til að fylgja kröfum skynseminnar. Vana-
nautnin niðurbrýtur viljaþróttinn.
Þá eru hins vegar þeir, sem eru á Ieið-
inni til að verða ofdrykkjumenn. Það er
oftast gagnslaust að ætla sér að sann-
færa þá. Þeir telja sig ekki í neinni hættu
stadda. Hófdrykkjumaðurinn sér vana-
lega ekki neina nauðsyn eða þörf á að
bæta ráð sitt. Hann verður þess ekki
sjálfur var, hvernig áfengið smám sam-
an, dag frá degi, eyðileggur líkama hans
og sálarkrafta, og hann sér ekki hættuna
framundan: að verða ósjálfbjarga of-
drykkjumaður.
Þegar eg athugaði þetta, varð mér það
ljóst, að þeir einu, sem eg gat snúið mér
til,' voru æskumennirnir, sem voru ekki
enn komnir inn á hófdrykkjubrautina, og
þar með ofdrykkjubrautina. Undirstaðan
virtist mér hljóta að vera fræðsla í skól-
unum, fræðsla um áhrif áfengisins.
Þetta var líka undirstaða baráttunnar
gegn áfenginu í Bandaríkjunum.
En fræðsluleiðin verður ákaflega sein-
farin, ef löggjöfin hjálpar ekki til. Auk
þess eru þýðingarmikil öfl, sem vinna á
inóti og hafa áhrif á unglinginn í þver-
Öfuga átt, sem sé eftirdæmi foreldranna
og áfengisbúðirnar, sem löggjöfin heim-
ilar. Eg sá, að það var áfengisverslunin,
sem hélt drykkjusiðunum við. Eiginlega
veltur alt á því, hvort nýliðar bætast við
í her Bakkusar. Það skiftir minstu um
drykkjumenn þeirrar kynslóðar, sem nú
lifir, ef aðeins er hægt að fyrirbyggja að
nýir komi í skörðin, jafnóðunr og hinir
eldri falla frá. Aðalatriðið er að rjúfa
keðjuna, drykkjusiðatengslin, sem tengja
kynslóðirnar sarnan, svo að ein tekur við
af annari. Áfengisnautn er ekki eðlilegri
en ópíumsnautn.
Ef það tekst að venja eina kynslóð af
slíkum nautnum, eru þær þar með úr
sögunni að fullu og öllu.
Þegar eg hugsaði málið gaumgæfilega
og með rökum, gat eg ekki varist þeirri
áiyktun, að samfara fræðslunni og upp-
eldinu þurfi að vera löggjöf, sem hindri
eða minki áfengisverslunina, svo að hún
geti ekki tælt nýliða inn á drykkjuskap-
arbrautina.
Þvert á móti vilja mínum og skapi
varð eg að gera þá ályktun, að banniö sé
einasta leiðin til að koma þjóðfélaginu í
skilning um ábyrgðina, sem á því hvílir.
Reynslan af banninu í vesturfylkjum
Bandaríkjanna reið að síðustu bagga-
muninn og sannfærði mig til fulls. At-
kvæðagreiðslurnar í Washington-fylkinu
voru einkum sláandi. Sumar stórborgirn-
ar þar voru á sínum tíma andstæðar
banninu, en sveitahéruðin voru með því
og urðu í meiri hluta. Bannið var lögleitt.
Eftir nokkur ár knúðu andbanningar
fram atkvæðagreiðslu uin innflutiúng og
sölu léttra vína. Þá greiddu stórborgirn-
ar atkvæði með fullkonniu banni. Menn
höfðu Jtá séð og sannfærst um blessun
þá og vehnegun, sem bannið hafði í för
með sér. Ritstjóri einn í Washington
hafði spáð afturför og hnignun viðskifta-
lífsins, ef bannið kæmist á, og að þar
myndu verða rústir einar, er veitingahús-
in höfðu staðið. Hann viðurkeudi síðar,
að sér hefði stórlega skjátlast.
Eg hlaut að beygja mig fyrir slíkum
sönnunum sem þessum.
Þó álít eg, að bannið hafi kornið held-
ur of snemma í Amerílcu. Það er að
segja: Það kom áður en búið var að ala
þjóðina nógu vel upp til að mæta and-
stöðunni frá stórborgunum og austur-
fylkjunum.
Væri nokkurt vit í að snúa nú aftur,
hopa á hæli fyrir nokkrum smáerfiðleik-
um, og lenda svo í öðrum miklu stórfeld-
ari?
Hversvegna skyldu menn snúa aftur til
veitingahúsa-fyrirkomulagsins og neyðast
svo til að taka bannið upp aftur að fáum
árum Iiðnum? Er ekki hyggilegra að
halda áfram heldur en að fara aftur á
bak, og bæta nú úr því, sem á vantaði í
uppeldinu, áður en bannlögin voru sett?
Að minsta kosti ættu menn að vega
nákvæmlega allar ástæður ineð og móti,
áður en þeir ráðast í gagngerðar breyt-
ingar.
Og úr því nú að bannið, þrátt fyrir ó-
skaplega erfiðleika á fyrstu árunum, erf-
iðleikana t. d. í stórborginni New York,
sem alls ekki var viðbúin að taka á móti
því og þar sem inörgum góðum manní
fanst það vera þrælalöggjöf, — úr því
að það þrátt fyrir þetta hefir í aðalatrið-
unum komið að tilætluðum notum, að
afnema veitingahúsin og draga stórkost-
lega úr áfengisnautninni, þá skyldu menn
vissulega hugsa sig um tvisvar sinnum,
áður en það er afnumið án frekari
reynslu.'
------o------
Nýr templarasalur
í Reykjavík.
Vegna hins mikla aðstreymis í Góð-
templararegluna í Reykjavík, fjölgunar
stúkna og félagafjölda i sumum stúkun-
um, var það sýnilegt á síðastl. vori, að
óumflýjanlegt væri að útvega Reglunni
aukið húsnæði nú í haust. Varð það að
ráði að taka á leigu, til tveggja ára fyrst
um sinn, sal þann við Bröttugötu, sem
»Gamla Bíó« hefir notað til sýninga
mörg undanfarin ár. Var byrjað á við-
gerð og breytinguin á húsnæöinu í sept-
ember, og því verki að mestu lokið í
byrjun nóvember. Er þar fenginn vel við-
unandi fundarsalur, sem rúmar í sæti yf-
ir 250 manns, þ. e. nokkru meira en sal-
urinn í Góðtemplarahúsinu.
Vígsla salsins fór fram 7. nóvember.
Voru í embættum embættismenn Um-
dæmisstúkunnar nr. 1, en embættismenn
þeirra 6 undirstúkna, sem flytja í salinn
voru skrýddir einkennum sínum; en það
eru stúkurnar Verðandi, Einingin, Dröfn,
Víkingur, Skjaldbreið og íþaka. Við-
staddir voru rúml. 270 manns.
Formaður hústiefndarinnar, br. Pétur
Zophóníasson skýrði frá tildröguin þess,
aö þessi salur jjar orðinn bústaður Regl-
uniiar, en br. Felix Guðmundsson talaði
um breytingarnar, sem gerðar höfðu ver-
ið á húsnæðinu, og ræddi um kostnaðar-
hliðina.
Á undan vígslunni lásu embættismenn
ritningarorð: Hagg. 1,5—6. Hagg.
1,7—8. Nehem. 4,14. Nehem. 6,16—17.
1. Kon. 8,27. 2. Kron. 7,15—16. 1. Kon.
8,28—29. 1. Kon. 8,31—32. 1. Kon.
g;46—50. Sálm. 30,'en á eftir var sungið:
»Hærra minn guð, til þín«. Þá ilutti Stór-
templar ræðu, sent prentuð er hér í blað-
inu, og lýsti salinn vígðan starfsemi
Reglunnar. Var síöan sungið gamalt hús-
vígsluljóð (frá Vestmannaeyjum).
Fundarsetningarsiöir og fundarslita-
siðir Umdæmisst. voru við hafðir, en að
öðru leyti starfað á 1. stigi.
Þótti athöfnin hin ánægjulegasta.
------o------
Norsku kosningarnar
og bannið.
Það fór í Noregi eins og svo oft endra-
nær, að »skamma . stund verðtir hönd
höggi fegin«. 18. október í fyrra greiddi
meiri hluti kjósenda atkvæði með afnámi
brennivínsbannsins og samkvæmt þeirri