Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 2

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 2
9*8)5 3 Járnbraiitir á íslaudi. Eftir Jón Þorláksson. I. Hvað ætlar þjóðin sjer? Ein af fyrstu spurningunum, sem fyrir manni verða þegar ræðir tim járnbrautarmálið, er þessi: Er nokkurt vit í því a'S ætla sjer að leggja járn- b r a u t i r u m í s 1 a n d ? Eins og vant er aS vera, verður þeim greiðast um svörin, sem hugsa grynst og vita minst. Þeir eru ekki lengi í efa. Þeir svara hiklaust nei. Þeir bera það fyrir sig, að þetta land sje svo miklu strjálbygðara og fátækara og fámennara en önnur lónd, að ókleift sje að leggja um það járnbrautir. Þetta segir hver öðrum, og af því að nógu nlargir segja það, þá trúa flestallir. En ein- stöku menn, sem þykjast vera meiri spekingar en fólk flest, bæta við: Og svo eiga þær alls eklci v i ð h j e r, jafnvel þótt kleift væri að gera þær. Þessi spurning hefur auðvitað orð- ið fyrir mjer líka. Jeg hef reynt að gera mjer grein fyrir svarinu, og ætla að reyna að gera öðrum skiljanlega þá niðurstöðu, sem jeg hef kom- ist að. En jeg verð fyrirfram að biðja afsökunar á því, að hvorki verð- ur svarið, nje ástæður mínar fyrir því, eins stutt og laggott eins og svörin hjá fjöldanum. Er nokkurt vit í því að ætla sjer að leggja járn- b r a u t i r u m í s 1 a n d ? 1 raun og veru er þessi spurning svo ó s a n n g j ö r n, að það er hart að þurfa aö svara henni. 1 öllum menningarlöndum — undantekning- arlaust — hafa menn í sífellu verið að leggja járnbrautir síðustu áratug- ina (í 70—80 ár). Alstaðar er þetta talin stærsta nauðsynin í innanlands- málum, og um leið öflugasta lyfti- stöngin fyrir atvinnuvegina. Þess vegna lægi nær að spyrja: Er nokkurt vit í því að 1 e g g j a ekki j á r n b ra u t i r u m í s 1 a n d ? Þannig æ 11 i spurningin að vera. Þá væri hún sanngjörn. Svarskyldan og sönnunarskyldan á að hvíla á þeim, sem halda því fram, að ísland sje einstök og sjerstæð undantekning frá reglu, sem annars gildi undan-

x

Ritsafn Lögrjettu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.