Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Síða 5

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Síða 5
4 er hitt víst, aö þeir lögöu hiklaust á brautina, hófu eftirreiöina á eftir gamla samferöafólkinu, sem síöar mun aö vikið. Og ef vjer lítum á, hvað okkur hefur sótst í áttina, siöan 1874, þá fer aö veröa vandalaust að sjá það, að vjer eigum ekki aö láta framsókn vora enda meö svefni i einhverjum þeim áfangastaö, sem forgönguþjóðirnar eru nú búnar aö yfirgefa, heldur eigum við að halda áfram í striklotu þangað til viö ná- um þeim. Hvað erum við þá komnir áleið- is síðan 1874? Jeg byrja á þvi síö- asta, sem jeg nefndi áðan, þaö er skipakostur og sjómenska. Eftir 900 ára kyrstöðu, eða vel það, höf- um við nú á tveirn áratugum tekið svoleiöis sprett, að fiskifloti vor er að gæðum fullkomlega á við fiski- flota hverrar annarar þjóöar, og að stærð meiri en flestra annara aö til- tölu við fólksfjölda, og þó svo hrað- vaxandi, að öllum finst þetta, sem nú er, vera aðeins örlítil byrjun. Fiski- menska öll á hæsta stigi. Nýtísku- verslunarfloti aö myndast, og efast enginn urn að hann muni vaxa hratt uns hann hefur náð fullri stærð eft- ir fólksfjölda. Hið eina, sem enn er áfátt í þessurn efnum, er það, að vjer getum ekki smíðað gufuskipin sjálf- ir. En það er eins víst eins og 2 og 2 eru 4, aö þaö líða ekki nema örfá ár þangað til skipasmíðastöð fyrir botnvörpunga og skip til innfjarða- siglinga veröur sett á stofn i Reykja- vík. Sem stendur biður þetta eftir því að bærinn komi sjer upp raf- magnsstöð. Og þegar svo er komið, stöndum vjer öðrum þjóðum jafn- fætis í þessum efnum. Þá nefni jeg húsageröina. Vitan- lega vantar afarmikið á það, að enn sje búið aö byggja nóg af nýtísku húsum fyrir landsmenn, og óvíst hve fljótt það gengur, er meðal annars komið undir því, hve vel sækist fram á öðrum sviðum. En hitt er víst, að nú erum við byrjaðir að byggja jafn- traust hús og aðrar þjóðir. Vjer höf- um lært þaö núna á síðustu 10 ár- unum, og það má telja að nú fyrir 4 árurn síðan sje þetta byggingarlag — steinsteypuhúsin — orðið hið al- menna byggingarlag alþýðu í land- inu. Mikið er eftir ógert, en svo langt er komið, að þau hús, sem vjer nú byggjum, eru eins varanleg og yfir- leitt eins vönduð eins og þau hús, sem bygð eru í samkynja tilgangi eða til sörnu nota í menningarlöndunum. Allir vita að það tekur tíma að húsa alt landið að nýju. En hverjum dett- ur í hug að þjóðin hætti, fyr en öll hennar hús eru orðin jafngóð eins og hús annara þjóða? Það var ekki von að neinn þyrði að hugsa slíkt stór- ræði 1874, sem það að húsa alt land- ið með ramgerðum steinhúsum. Það var afsakanlegt, þó menn sæu ekki þ á hvert var takmark og ætlunar- verk þjóðarinnar í þessari grein. En þeirn mönnum er engin bót mælandi, sem ekki sjá takmarkið nje skilja ætlunarverkið n ú. Fleira má nefna. Símasambandið við umheiminn og innanlands. Hvar stóðurn vjer í þvi efni 1874? Hvar stóðum vjer fyrir einum 10 árurn siðan? Landið var einmana úti i hafi, líkast einstæðingi, sem allir hafa gleymt, og landsmenn húktu liver á sinni þúfu, án þess að vita neitt hvað heiminum leið og hvað þeirra eigin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Ritsafn Lögrjettu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.