Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Síða 7

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Síða 7
6 sem bíður upp á þolanleg eSa meöal- lífsskilyröi, ekki lakari en þaö. Þær mestu kröfur, sem gera má til fólks- ins í þessu efni, eru þær, aö meöan veriö er aö vinna aö fullkomnun at- vinnuveganna, vinna aö því aö skapa þau skilyrði fyrir velmegun og hag- sæld, sem þetta land vantar en önnur lönd hafa, — á meðan láti menn sjer lynda vonina um góöa framtíð í stað- irin fyrir vissuna um hagsæla nútið. En aö ætlast til þess af mönnum, að þeir striti viö atvinnugrein undir ó- viðunandi skilyröum, og á n v o n a r u m að skilyrðin veröi bætt, það er sama sem að heimta af fólkinu að þaö lifi eins og hugsunarlausar skepnur. II. Hvað líður landbúnaðinum ? Landbúnaðurinn hefur frá land- námstíö verið mesti atvinnuvegur ís- lendinga, og er það enn, því að eft- ir manntalinu frá 1910 stunda hann 51 af hverju hundraði allra lands- manna, en næstmesta atvinnuveginn, fiskiveiðar, stunduöu aðeins 18J/2 af hverju 100. Auk þess, sem landbún- aðurinn þannig hefur verið og er m e s t i atvinnuvegurinn, þá er hann einnig u p p á h a 1 d s-atvinnuvegur landsmanna, að því leyti, að allir, er á slík mál minnast, óska að liann megi halda áfram aö skipa öndvegissætið meðal atvinnuveganna, bæði vegna þess, að starfsemi hans er fastari böndum bundin viö landið sjálft heldur en starfsemi hinna atvinnuveg- anna, og þó ekki síður vegna hins, aö friðsemi og festa sveitalifsins er miklu betri gróðrarstöð fyrir b o r g- a ralegar dygðir hjá hverri upprennandi kynslóð, heldur en hringiöa fjölmennisins í borgum og fiskiverum. í þessu liggur ekki og á ekki aö Hggja nein hnúta eða neinn kali til kaupstaðarbúa eöa fiskimanna. Þaö liggur t. d. opið fyrir öllum, sem augu hafa til að sjá með, að marg- falt erfiðara er að temja börnum og unglingum s p a r s e m i í kaupstað heldur en i sveit — en sparsemin er mikilveröust allra borgaralegra dygða. Þannig mætti halda áfram að telja, en það liggur fyrir utan mál- efni það, sem hjer er til umræðu. Hvaöa lífsskilyrði eru þá þessum aðalatvinnuvegi landsmanna boðin ? Eru honum boðin sömu skilyrði og og samskonar atvinnuvegi i öðrum löndum? Er vérið að knýja hann fram til sömu fullkomnunar og hina atvinnuvegina í landinu? Fiskiveið- arnar eru annaðhvort nú þegar, eða óðara en nokkurn varir, komnar á hiö fullkomnasta stig, sem þekkist i heiminum. Þeim er það öllum ljóst, sem fást viö okkar unga botnvörp- ungaútveg, útgerðarstjórum, skip- stjórum, skipshöfnum og fiskverk- unarfólki, hverjum einasta manni er þaö full-ljóst, að hann ætlar ekki aö slanda aö baki neinurn manni neins- staöar í heiminum í sínu starfi, og sjerstaklega er öllum stjórnendum það ljóst, að þeir ætla að nota öll hin fullkomnustu tæki og tilfæring- ar til atvinnurekstursins. F u 11 k o m- 1 e g a j a f n f æ t i s ö 11 u m ö ð r- u m — o g h e 1 s t f e t i n u f r a m- a r, það er sigurorð þessa atvinnuveg- ar. Og þótt iðnaðurinn sje enn i bernsku, þá þori jeg að fullyrða að hann letrar sömu einkunnarorð á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Ritsafn Lögrjettu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.