Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 12

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 12
XI hafa allar meriningarþjóSir valiö hina leiöina til þess aö fyrirbyggja sams- konar hættu hjá sjer. Þær hafa komiö innanlandssamgöngum sínum í þaö horf, aö þær teppast aldrei, nema ef vera skyldi einn og einn dag í bili. 3. Eldsneytisskorturer tal- inn vera eitt þeirra meina, sem þetta land á viö að búa, og er þaö í raun og sannleika, meöan menn neyöast til aö brenna áburöinum .Sennilega bætir vatnsafliö úr þessu aö einhverju leyti meö tímanum, en vel geta liöiö fieiri en ein öld áöur en það er oröiö alment. Eitthvað veröur aö gera þangað til. Nú er á sumum stööum í landinu til svo mikið af skógum, aí þar má aö ósekju taka nóg eldsneyti lianda flestum sveitaheimilum lands- ins, að sögn skógræktarstjórans. Mesta mein skógræktarinnar er það, aö skógarnir eru ekki grysjaöir nóg — ekki einu sinni þessir fáu og litlu friöuöu blettir, sem landstjórnin hef- ur tekið til aðhlynningar. Vegna hvers er ekki höggviö? Vegna þess, að ekki er unt að fá einu sinni svo mikið sem vinnulaununum nemur fyr- ir viðinn, þegar búið er að höggva hann. I skógarsveitunum sjálfum er enginn eldsneytisskortur — en eng- in leið til aö koma eldsneytinu til sölu í næstu sveit, hvað þá lengra. Ekki mögulegt að verða af meö elds- neitið í einni sveit — ómögulegt að fá eldsneyti í næstu sveit! Hvað vant- ar? Samgöngutækin — ekkert annað. Og ef skógarnir ekki duga til i byrj- un, þá er mór — nóg af honum sum- staðar, enginn eða vondur annar- staðar. Og loks má fá kol. Þó dýrt sje að kaupa þau, og langt geti verið að sækja þau til næstu járnbrautar- stöðvar fyrir suma, þá er þó alt betra en að brenna áburðinum. Nú veit jeg að menn hafa það á móti þessu, að allar þær tegundir eldsneytis, sem nefndar voru, sjeu svo fyrirferðarmiklar og þungar, að of mikill kostnaður leggist á þær, ef fluttar eru með járnbrautum. En þar til svara jeg, að í fyrsta lagi eru þessar eldsneytistegundir fluttar með járnbrautum hvar sem er annarstað- ar, og verða mönnum ekki of dýrar fyrir því, og í öðru lagi er landinu, ef það á sínar járnbrautir sjálft, inn- anhandar að haga flutningsgjöldum eftir þörfum landsmanna. Þá þarf ekki að taka neitt annað en beinan flutningskostnað fyrir að flytja elds- neytiö, og hann er alveg hverfandi. Sá kostnaðarauki, sem er að því að hnýta einum hlöðnum vagni aftan í járnbrautarlest, sem á að fara sína ferð hvort sem er, hann er alveg hverfandi. Það væri fullkomlega rjettmætt að láta ekki annað en þenn- an litla aukakostnaö lenda á elds- neytinu, ef þarf til þess að útrýma áburðarbrenslunni. 4. Áburðarskortur. Því er stöðugt haldið fram í ritum nú sið- ustu árin, að áburðarskortur standi í vegi fyrir ræktun landsins, og það svo mjög, að ekki sje til neins að tala um önnur ræktunarfyrirtæki í stórum stíl, en áveitur. Jeg er nú viss um að talsvert meira er gert úr á- burðarskortinum, en rjett er. A1- m e n t er það ekki áburðarskortur, heldur fjeleysi, sem varnar mönnum þess, að gera h á 1 f r æ k t a ð a land- íð sitt — þýfðu túnin — að f u 11- r æ k t u ð u landi — sljettu túni —,

x

Ritsafn Lögrjettu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.