Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Page 23

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Page 23
22 i!í>tu fylkjunum, þar sem byg'ðin er orðin gömul, allstórar borgir komnar upp og þjettbýli orðið talsvert. Af því að margir hjer á landi kannast við fylkin í Kanada — að minsta kosti sum — ætla jeg að gera ofur- lítið nánari grein fyrir járnbrautum bvers þeirra. Fyrst er að telja Játvarðar- cyju (Prince Edward Island), að slærð rúml. einn tuttugasti hluti Is- lands, er liggur skamt frá austur- ströndinni, inni í St. Lawrenceflóan- um. Hún er löng og mjó og þó vog- skorin mjög. Eftir kenningum sumra manna hjer heima, ættu íbúar þessar- ar litlu eyju að komast af með sam- göngur á sjó, en ekki hafa þeir litið svo á sjálfir. íbúatalan var 93,728 ár- ið 1911, og hafði fækkað um 9^2 þús- und síðan 1901. Járnbrautir voru þar árið 1913 að lengd 272 enskar mílur, eða um 438 km., og komu á hvern km. 214 manns. Næst er Nova Scotia (Nýja Skotland), langur skagi og eyjar, alt sævi girt og sundurskorið. Stærð rúml. á við hálft ísland, íbúatala 492,338 árið 1911. Síðan 1891 hafði fólkinu fjölgað um 9 pct. (á íslandi samtímis um 20 pct.), landið með öðr- um orðum fyrir löngu albygt. Járn- brautir 2180 km. að lengd, og koma á hvern km. 225 manns. Þá er N e w B r u n s w i c k, á austurströndinni, að stærð á við sjö tiundu íslands. íbúatalan 351,889 árið 1911, og bjuggu þar af 100,000 í borgum, hinir í sveitum. Fólksfjölgun 1901—1911 var 6 pct., talsvert minni en á íslandi, og eingöngu í borgun- um, því sveitafólkinu fækkaði um 1500 manns á þeim árum. Járnbraut- ir 2490 km., og koma 141 ílrúar á hvern kfn. Næst er hin gamla frakkneska bygð Q u e b e c. Stærðin er 18 sinnum meiri en stærð íslands, íbúatala 2,003,232 árið 1911, og hafði vaxið um rúml. 21 pct. síðan 1901. Vöxt- urinn talsvert meiri en á íslandi, en stafar nær eingöngu af fólksfjölgun í borgunum. I sveitunum voru 1,032,618 árið 1911, og hafði aðeins fjölgað um 4 pct. á 10 árum. Land- ið með öðrum orðum albygt, eða það af því, sem talið er byggilegt sem stendur, og komnar upp stórborgir (stærst er Montreal með 470,000 íb.), og í þeim lifir helmingur landslýðs- ins. Járnbrautir 6250 km., og koma 320 manns á hvern km. Þá er Ontario, einnig gömul bygð, stærð 9 sinnum á við ísland, íbúatala 2,523,274 árið 1911, þar af meira en helmingur i borgunum, fólksfjölgun í sveitum alveg hætt. Lengd járnbrautanna 13,800 km., og koma á hvern km. 183 menn. Þar fyrir vestan koma svo fylkin, sem nú eru nýnumin, eða nú er verið að nema. Þeirra austast er M a n i- t o b a, að stærð rúml. 6 sinnum á við ísland, íbúatala 455,614 árið 1911, og þar af voru 255,249 manns í sveit- um. Árið 1901 höfðu verið þar alls 255,211 manns, og þar af 184,738 í sveitunum. Járnbrautirnar voru 1912 að lengd 5660 km., og voru því ekki nema 81 m e n 11 um kílómetrann. Þess má geta um þrjú fylkin síð- astnefndu, að stærð þeirra var aukin árið 1912, er hjer talin eins og hún cr nú, en mannfjöldatölurnar frá 1911 cru miðaðar við gömlu stærðina. Þessir viöaukar hafa ]>ó ekki Itreytt

x

Ritsafn Lögrjettu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.