Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 39

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 39
38 getuauki kemur fram í svo mörgum myndum og á svo mörgum sviðum, að of langt yröi á að minnast. Til þess þó að ganga ekki alveg fram hjá svo mikilsverðu atriði, set jeg hjer eitt reikningsdæmi því viðvíkjandi. Það er svona: Við hugsum okkur, í i. lagi að fólksfjölgunin í landinu haldi áfram með sama hraða eins og 20 árin næstu á undan síðasta manntali, 1890 til 1910, en þá var hún 0,91 af hdr. ár- lega, og i 2. lagi að landsjóðstekjur af hverjum landsmanna verði 25 kr. árlega, eða ámóta eins og 1913. Svo viljum við reikna út hve mörg ár það muni taka að fá 20 milj. kr. í land- sjóð frá fólks-f j ö 1 g u n i n n i einni saman. Byrjum þá á því, að árið 1913 er álitið að hjer hafi verið um 87,400 manns, og leggjum þá tölu til grundvallar. Næsta ár eru komnir um 800 manns í viðbót, og tekjuaukinn það ár 25 x 800 þ. e. 20,000 kr. Ann- að árið bætast enn við 800 menn, og tekjuaukinn af allri fjölguninni er nú 25 x 1600 þ. e. 40,000 kr. Þannig má reikna áfram, ár eftir ár, og verður niðurstaðan þannig: Fólks- fjölgun Árl. tekjuauki Kr. Eftir 5 ár 4,000 100,000 — 10 - 8,300 207,500 — 15 - 12,700 3i7»5oo — 20 - 17,300 432,500 — 25 - 22,100 552,5oo — 30 - 27,200 680,000 — 35 - 32,600 815,000 — 40 - 38,100 952,500 Hjer hef jeg að eins tekið 5. hvert ár, en ef tekin eru öll árin, og tekju- aukarnir allir lagðir saman, finnum vjer, að eftir 42 ár eru komnar full- ar 20 milj. kr., fólkið þá orðið 40 þús. fleira en 1913, og tekjuaukinn á hverju ári af þessari fólksfjölgun 1 milj. kr., miðað við 25 kr. tekjur á mann. Þetta var aðeins eitt dæmi. Ef ein- hver spyr mig hvort jeg haldi að tekjur landssjóðs muni vaxa svona i raun og veru, þá svara jeg þar til, að hvað fólksfjölgunina snertir, er ekki gert ráð fyrir neinu ósennilegu, þeg- ar athugað er að á tímabilinu 1890 til 1910, sem miðað var við, fluttust um 200 manns árlega af landi burt. Ef nægar ráðstafanir væru gerðar til þess að landsmenn gætu fengið at- vinnu í landinu, mætti ætla að burt- flutningar minkuðu nokkuð, og yrði þá fólksfjölgunin líklega heldur meiri. En hvað hitt aðalatriðiö snertir, hvort landsjóöur muni halda áfram að hafa 25 kr. tekjur á mann, þá svara jeg því, að allar líkur eru til að tekjurnar á mann fari hækk- andi, og er því ekki talinn í dæminu nema nokkur hluti þess tekjuauka, sem stafar af fólksfjölguninni. Jeg ætla engu að halda fram um það að sinni, hvort mikið eða lítið skuli treysta á þetta afl framþró- unarinnar, eða vaxandi getu þjóð- arinnar, til járnlirautarlagninga. En næst ætla jeg að víkja að þvi úrræð- inu, sem jeg tel mikilsverðast og vænlegast til þess að koma járn- brautarlagningum um landið i fram- kvæmd innan hæfilega langs tima og án of mikillar áhættu.

x

Ritsafn Lögrjettu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.