Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 47

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 47
46 Ræktanlegt land á Suðurlandsund- irlendinu er að stærð á vi$ meira en fímta hluta af öllu ræktuðu landi í N oregi. Af þessu ræktaða landi í Noregi voru: Akrar (korn og ertur) .. . 175334 ha Rótarávaxtaland (rófur, kartöflur) ............ 66190 — Samtals 241524 ha Þetta er til samans rúml. á vi'5 ræktanl. landið á Suðurlandsundir- lendinu. Hitt ræktaða landið í Nor- egi er engi (slægjuland), að stærð alls .................... 870980 ha Þar af voru þetta ár 62554 ha not- aðir til beitar, en hitt slegið. Noregi er skift í 18 ömt. Mest er ræktað land í Akershusamti, þar sem höfuðborgin er, sem sje 101172 ha. Ekkert hinna amtanna nær 100 þús. ha. Með öðrum orðum: Ræktanlega landið á Suðurlandsundirlendinu er stærra en ræktaða landið í hverjum tveimur ömtum Noregs sem er. Hvergi i öllum Noregi mun vera neitt samfelt ræktanlegt svæði jafnstórt og Suðurlandsundirlendið. Ef spurt er um, hvort Suðurlands- undirlendið sje þess vert, að því sje sá sómi sýndur, að setja það i sam- band við umheiminn með járnbraut, má því hiklaust svara: Ekki vantar stærðina. Verð landsins. Hvers viröi er þetta land nú? Ekki er með öllu þýðingarlaust, að athuga l>að. Ábúðarhundruð voru talin 1910: í Árnessýslu................ 8606.8 í Rangárvallasýslu ......... 7082.9 Samtals 15689.7 Þar frá dreg jeg ábúðar- hundruðin í Þingvallahreppi 216.1 Eftir verða 15473.6 Nú er álitið, að hvert jarðarhundr- að á þessu svæði sje um 150 kr. virði að meðaltali. Vitanlega er þetta mismunandi, hærra á þeim jörðum, sem hafa verið húsaðar og bættar á seinni árum; ef til vill er líka meðal- \erðið heldur hærra en þetta, en þó er alveg vist, að það er talsvert fyrir neðan 200 kr. Eftir þessu er verð alls undirlend- isins um 2321000 kr. með öllum hús- um og mannvirkjum, sem á því eru, að undanskildum húsum í kauptún- unum, Eyrarbakka og Stokkseyri. — Nú má ekki áætla öll jarðarhús minna, en sem svarar þriðjungi af jarðarverðinu. Margir telja, að á með- a1 jörð sje túnið annar þriðjungur jarðarverðsins, en að minsta kosti er ckki ofsagt, að mannvirkin á túnun- um og á engjunum ásamt bithögum utan ræktanlega landsins nemi sjötta lduta af verði jarðanna, og er því verð ræktanlega landsins án mann- \irkja ekki meira en helmingur af öllu jarðarverðinu, eða í mesta lagi itóoooo kr. Þá kostar hver hektari af ræktanlegu landi ... 4 kr. 90 au. cða vallardagsláttan ... 1 kr. 56 au. Sorglega lágt verð, en alt hefur sínar orsakir.

x

Ritsafn Lögrjettu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.