Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 51

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 51
50 allri. Býsna mikill munur er á meöal- kúnum og bestu kúnum, því aö t. d. mjólkuöu io nythæstu kýrnar í Gnúp- verjahreppi 1912—1913 aö meöaltali 3420 kg. yfir árið, og gáfu 149 kg-. af smjöri hver. Sje hvert kg. af smjöri metið á kr. 1.60, og hvert kg. mjólkur smjörlaust á 3 au. — en það er sama sem hvert kg. nýmjólkur væri metið á 9.2 au. — fæst verð með- alársnytarinnar kr. 204,88. En hvaö fá þá bændurnir fyrir mjólkina, hvað mikið af henni geta þeir gert að verslunarvöru með þeim samgöngutækjum, sem nú eru? Um það fæst vitneskja úr skýrsl- um rjómabúanna. Árið 1910 voru í rjómabúunum á Suðurlandsundir- ltndinu 4950 kýr og „kúgildi“. I öll- um rjómabúunum voru búin til sam- tals 119280 kg. af smjöri, eða að með- altali fyrir hverja kú 24,1 kg. Það samsvarar h. u. b. smjörinu úr 4950 kúm í 100 daga, enda var meðalstarfs- tími smjörbúanna um 100 dagar. Með áöurnefndu smjörverði gerir þetta 38 kr. 56 au. fyrir hverja kú, og er það ekki fimti hluti af'verði ársnytarinn- ar. Svo selja sum héimili dálítið af vetrarsmjöri til Reykjavíkur, en það ei í heild sinni lítið, því að það verð- ur ekkert úr smjörframleiðslunni á smáu heimilunum, nema þann tímann, sem rjómabúin starfa fyrir þau. Að ekki er verslað með meira en þetta af ársnytinni, stafar af því, að samgöngurnar gera ómögulegt að koma ööru á markaðinn en sumar- smjörinu. En það er auðsjeð hverj- um manni, að þessi afurðasala er of lítil til þess að nautgriparæktin geti aukist fram y'fir það, að undanrenn- ing, áfir og vetrarmjólk sjeu í nokk- urn veginn fullu veröi til heima neytslu. Enda sýnir það sig, að aukn- ing nautgriparæktarinnar og ræktun landsins er svo hægfara, aö fremur mætti kallast kyrstaöa. Ræktun landsins. Er þá nokkur framfaravon? Er þessi kyrstaða ekki skapadómur, sem grundvallast á einhverjum ókostum landsins, sem ekki veröur úr bætt, og vjer komum ekki auga á? Vjer skulum fyrst líta á, hvort skil- yrðin til þess að framleiða fóöur handa miklu fleiri kúm en nú eru á Suðurl., í raun og veru eru fyrir hendi, og athugum þá fyrst Flóa- áveituna fyrirhuguðu. Stærð áveitusvæöisins er talin 16950 hektarar. Kostnaðinn áætlaði Thalliitzer 600000 kr., en miklar von- ir eru taldar til aö komast megi af með minni upphæð. Þessar 600 þús. kr. samsvara kr. 36.40 fyrir hvern hektar áveitulands. Hvað mundi þessi áveita gefa af sjer? Það er erfitt að segja, en þar sem Hvítá flæðir yfir engjar nú (á vetrum) fást, eftir þvi sem mjer hef- ur veriö skýrt frá, 12—20 hestar af engjadagsl. (75 kg. hver). Tökum lægstu töluna, 900 kg. af engjadagsl.; það samsvarar 1600 kg. af liektar; If ggi Íe& 3200 kg.'— eða tæpl. 43 hestb. — í kýrfóðrið, þá fæst 1 kýr- fóður af hverjum 2 hektörum, eða af áveitusvæðinu alls um 8500 kýrfóð- ur. Útheyskapur á þessu svæði nemur nú á að giska 1500 kýrfóðrum, svo að viðaukinn er 7000 kýrfóður. Ræktunarkostnaðurinn tæpar 90 kr. á kýrfóðrið. Vjer skulum nú gera ráð fyrir að

x

Ritsafn Lögrjettu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.